þriðjudagur, júlí 08, 2003

Af engu

Oh, djöfulsins! Hér í Ragnheiðarbelti hefur allur tími farið í rugl. Ég er allavega alveg rugluð og veit ekki hvað snýr upp né niður. Það er ógjörningur fyrir mig að ná í konu sem ég þarf að ná í því að hún svarar símanum aðeins til níu. Þá er ég nýsofnuð og get ekki vaknað, sökum þess að ég þjáist af lygasvefnsyndromi, útskýri hann hér seinna. Mér hefur heldur ekki tekist að ná í aðra konu því hún svarar aðeins símanum til þrjú, þá er ég að vakna. Svo að sólarhringurinn minn er nú þannig að ég vakna á milli þrjú og fjögur og fer í háttinn á milli sex og sjö. Ég sem hélt að ég lifði sældarlífi, sit nú hér með hausverk og reyni að finna út úr því hvernig ég eigi að vakna fyrir tíu í fyrramálið. Sjáið til, kæru lesendur, eftir frekari rannsóknir á Ragnheiðarbelti hef ég komist að því að heilinn í mér framleiðir efni sem er kallað læimin. Þetta er afar sjalgæft en ég hef þó frengir af því að aðrir þjáist einnig af þessum ógnvekjandi sjúkdómi. Hann lýsir sér þannig að læiminið virka einungis þegar verið að reyna að vekja sjúklingin og stoppar læiminið þá alla rökhugsun í heilanum og fær sjúklingin til þess að trúa að allt sem hann segir sé satt. Óskir verða því að veruleika. Tökum dæmi, sjúklingur er nemandi í ónefndum menntaskóla við Hamrahlíð. Þar er einn kennari á ráðstefnu og þegar sjúklingurinn reynir að vakna um morguninn hugsar hann sem svo; "Ef að allir kennararnir mínir væru á ráðstefnu". Læiminið gerir honum ókleift að greina milli lyga og veruleika og sjúklingurinn trúir því í raun og veru að allir kennararnir hans séu á ráðstefnu. Og af þessum sjúkdóm þjáist ég.

Sigga T er byrjuð að blogga hér og ég linka á hana. Einnig vil ég minna fólk aftur á að skrá sig á Beneventumlistann hér. Jæja.. ég er farin að reyna að hræra í tímanum og snúa honum í rétta átt.. gúdd næt

0 ummæli: