laugardagur, júlí 19, 2003

Af bakstri

Hér sit ég, eftir ansi langt kvöld með þingi Tælands og frönsku og rússnesku steggjapartý fyrir 20 sem kostaði hátt á þriðja hundrað þúsund, eilítið í tánna á leiðinni í sturtu og að fara að baka brauð. Ég málaði hið fínasta skilti í dag en Mummi var hvergi nokkur staðar sjáanlegur. Auk þess vil ég koma því á framfæri að mér finnst nafnið mitt ekki nógu gott til þess að verða frægt. Ragnheiður Sturludóttir, iss piss. Mér finnst t.d. Karól Kvaran alveg fullkomið nafn til þess að öðlast frægðar fyrir hvað sem er og Hildigunnur Einardóttir er mjög söngkonulegt nafn, líka Sigríður Thorlasius.. eða hvernig sem það er skrifað. Já, svo finnst mér líka flugmenn sem hringja í mann skemmtilegir. Jæja, brauðið og sturtan bíða. Góða nótt. P.S. Nanna, takk fyrir uppskriftina, ég er að fara að baka eftir henni (eða allavega einhverri sem ég fann í Gestgjafanum og er frá þér).

0 ummæli: