miðvikudagur, júlí 02, 2003

Duftkappótjínó gössovel

Síðustu 24 tímar í tímatöflu

01.00 - kem heim úr vinunni
04.30 - fer að sofa, var að lesa Harry Potter
08.50 - vakna
10.01- mætt í vinunna
12.08- Valgerður Sverrisdóttir kemur í mat ásamt fleiri plebbum og þau fá sér fisk dags (steinbít í flannel sósu) og espressó
13.26- þrátt fyrir rólegt hádegi svitna ég vegna vinnu á við þrjá. Hinir tveir á vaktinni nenna nefnilega ekki að vinna og skipa mér fyrir í gríð og erg
16.14- 24.000 túrsitar búnir að biðja um að fá að nota klósettið
18.02- er skömmuð af yfirþjóninum fyrir að vera ekki búin að gera það sem hann sagði mér að gera vegna þess að ég var að gera eitthvað annað sem hann sagði mér að gera strax og á nú að fara að gera eitthvað annað. Ég kalla manninn hrokafullan og og hóta gafflinum aftur.
18.22- hrokagikkurinn hefur séð rangstöðu sína, gefur mér baknudd og tínir til brauð og dipp fyrir mig og býður sem sáttagjöf
19.07- hef nú þjónað 10 finnum í nokkurn tíma. Þeir eru allir illa lyktandi, 4/5 eru feitir og 1/5 virðast vera af Kleppi. Þessi feitu líta út eins og svín (aðallega vegna mikillar undirhöku) og mér lítur eins og svínahriði
19.54- fæ átta eina krónur í tipps og á erfitt með að fá mig til að setja þær í staffasjóðbaukinn. Heiti því að eyða ekki öllu í einu
22.09- mikið af kærustupörum að ganga í gengum lífsins ljúfu stundir á Lækjarbrekku og mér til mikillar mæðu er mér skipað að vera uppi á bar þar sem turtildúfurnar kúra með rauðvín eða kakó í sófunum. Sker mikið að sítrónum þó að ég viti að þær muni skemmast
23.48- norðamennirnir fara og tippsa helling. Heja Norge!
00.12- sker mig á flösku, eyðilegg glænýjar 1500 kr. sokkarbuxur (þar fór tippsið!) og mikið blæðir. Uppvaskaranum er sá eina sem stendur á sama.
00.16- er sett í að búa til latte handa staffi vegna titilsins "kaffimeistari Brekkunnar" en hef nýlokið við að þrífa vélina og helli af slysni brennheitu vatni yfir puttann á mér
00.17- er farin að halda að þetta sé ekki minn dagur
00.56- búin að stipla mig út, fæ mér kvöldmat, fulla skál að Lucky Charms og nýmjólk.
02.20- er að fara að lesa Harry Potter

0 ummæli: