At tale dansk..
Það gengur bara ágætlega að tala dönsku. Stundum væri ég reyndar eins og fáviti ef ekki væri fyrir Karól. En ég get alveg reddað mér sjálf og er eiginlega alveg búin að læra tölurnar. Ég verð líka ofboðslega móðguð ef að fólk byrjar að tala við mig á ensku eða notar útlendingatölur á mig.
Þjónn á bar: "Så, det bliver et-hundrad-og-otte-otta (188)"
Ragnheiður: "Unskyld, sagde du et-hundrad-og-otta-og-firs?"
Þegar ég var að kaupa mér margumrædda og mikið notaða (hóst) hlaupaskó byrjaði maðurinn einmitt að tala við mig á ensku..
Ragnheiður: "Hej, må jeg gærne prøve dem her i ni-og-tredive?"
Afgreiðslumaður: "I'm sorry, which size?"
Ragnheiður: -heldur móðguð- "Ni-og-tredive!"
Afgreiðslumaður: "I'm very sorry, I don't speak danish"
En af öðru er það helst að frétta að Karól fer bráðum að halda til síns heima eftir stórkostlega dvöl hér í höllinni á Howitsvej. Loksins loksins kemur Sigríður litla þó heim og verðum við Þremmeningasambandið því loksins sameinaðar á ný. Ég sé fyrir mér stórkostlega daga..
laugardagur, ágúst 26, 2006
Allt sem er rautt, rautt, finnst mér vera fallegt, fyrir vin minn, Kóngsins Köbenhavn
Ég keypti mér rautt hjól í gær. Það er fabjúlöss með körfu, keðju- og afturdekkjahlíf, bögglabera, 3 gírum, gullröndum og det hele. Reyndar þurfti ég að reiða það megnið af deginum því Karól var ekki á hjóli (hún á samt hjól, m.a.s. 2). Þegar Karól hljóp inní einhverja búð þá var ég eins og lítið barn og hjólaði í hringi þangað til að Karól kom aftur. Nú vil ég alls ekki taka metróið en vil bara hjóla hvert sem ég fer. Hjólið mitt og ég..
Ég keypti mér rauða hlaupaskó um daginn. Þeir eru ekki alveg jafn fabjúlöss og hjólið, en hafa samt verið notaðir til þess að hlaupa í Frederiksberhave í morgunsárið. Það er reyndar svolítið fabjúlöss. Merkilegt samt hvað það er leiðinlegt að kaupa hlaupaskó, eins og mér finnst gaman að kaupa skó. Hlaupaskór eru bara alltaf svo ljótir. Mínir eru reyndar nokkuð töff, miðað við að vera hlaupaskór.
Já og talandi um að kaupa skó. Það helltist yfir mig smá panikk í gær. Ég hélt að ég væri búin að missa hæfileikann, þ.e. skóhæfileikann. Ég og Karól þræddum allar búðir Kóngsins í leit að svörtum, flatbotna skóm. Nánari skilgreining var það nú ekki. En þeir virtust aldrei ætla að koma í leitirnar og hélt ég því að ég hefði kannski klárað skókvóta lífs míns með hlaupaskónum. En nei, örvæntið ekki kæru lesendur, kvótinn er langt í frá búinn, enda fundust svörtu skórnir að lokum.
Þarf að vekja sambýlingana. Tívolíð bíður okkar, já og auðvitað hjólið mitt.
Ég keypti mér rautt hjól í gær. Það er fabjúlöss með körfu, keðju- og afturdekkjahlíf, bögglabera, 3 gírum, gullröndum og det hele. Reyndar þurfti ég að reiða það megnið af deginum því Karól var ekki á hjóli (hún á samt hjól, m.a.s. 2). Þegar Karól hljóp inní einhverja búð þá var ég eins og lítið barn og hjólaði í hringi þangað til að Karól kom aftur. Nú vil ég alls ekki taka metróið en vil bara hjóla hvert sem ég fer. Hjólið mitt og ég..
Ég keypti mér rauða hlaupaskó um daginn. Þeir eru ekki alveg jafn fabjúlöss og hjólið, en hafa samt verið notaðir til þess að hlaupa í Frederiksberhave í morgunsárið. Það er reyndar svolítið fabjúlöss. Merkilegt samt hvað það er leiðinlegt að kaupa hlaupaskó, eins og mér finnst gaman að kaupa skó. Hlaupaskór eru bara alltaf svo ljótir. Mínir eru reyndar nokkuð töff, miðað við að vera hlaupaskór.
Já og talandi um að kaupa skó. Það helltist yfir mig smá panikk í gær. Ég hélt að ég væri búin að missa hæfileikann, þ.e. skóhæfileikann. Ég og Karól þræddum allar búðir Kóngsins í leit að svörtum, flatbotna skóm. Nánari skilgreining var það nú ekki. En þeir virtust aldrei ætla að koma í leitirnar og hélt ég því að ég hefði kannski klárað skókvóta lífs míns með hlaupaskónum. En nei, örvæntið ekki kæru lesendur, kvótinn er langt í frá búinn, enda fundust svörtu skórnir að lokum.
Þarf að vekja sambýlingana. Tívolíð bíður okkar, já og auðvitað hjólið mitt.
þriðjudagur, ágúst 22, 2006
mánudagur, ágúst 21, 2006
Af Howitsvej 65
Ég er voðalega fegin að vera ekki úti að hjóla akkúrat núna. Það rignir svo svakalega, ef að rignir er þá rétta orðið. Gullfoss væri kannski betra orð í þessu tilfelli. Reyndar er ég bara oftast voðalega ánægð að vera ekki úti. Ekki það að mér þyki leiðinlegt í Kóngsins. Nei, síður en svo. Ég elska Kóngsins. Voðalega mikið. Málið er bara að ég elska íbúðina okkar svo hjartanlega mikið að stundum vil ég ekki fara út í búð, því að þá þarf ég að fara úr íbúðinni. Svo að undanfarna daga hef ég mest megnis verið heima að koma mér fyrir, photoshoppa, hlusta á Billie Holiday, drekka kaffi eða rauðvín og spila á píanóið. Elska píanóið. Og taflgólfið í eldhúsinu. Og útsýnið. Og gluggana. Og skápana. Og bækurnar. Og þvottavélina. Og sófann. Og rúmið... Og þið vitið, bara allt.
Kata litla lipurtá er komin og byrjuð í skólanum. Við erum aðallega í því að týnast og heilla eldri innflytjendur upp úr skónum. Áttum t.d. gott samtal við afgreiðslumanninn í 7-11 í gær, sem á væntanlega eftir að verða okkar besti vin þegar fram líða stundir (ásamt Henning, nágrannanum).
Katrín: "Mmm, mig langar í pylsu"
Ragnheiður: "Pylsu? Æ, ég held að mig langi ekki í pylsu"
7-11 afgreiðslumaðurinn: "Pelsu..?"
Katrín: "Pølse"
7-11 afgreiðslumaðurinn: "Ja ok. Hvor kommer i piger fra?"
Ragnheiður: "Island"
7-11 afgreiðslumaðurinn: "I taler meged fin dansk!"
Katrín og Ragnheiður: "Tak"
Við erum greinilega á blússandi leið í að verða altalandi eftir viku. Ég meina, 7-11 afgreiðslumaðurinn heyrði hvað við vorum trylltar í dönskunni af tveimur stykkorðum!
Króla kemur á morgun. Stefnan er tekin á svakalega túristadaga með Tívolíi, safnaferðum, piknikk og det hele. Þannig að ég þarf víst að fara út fyrir Howitsvej 65 4. sal th. bráðlega. Það er kannski gott. Jafnvel þó að það sé taflgólf í eldhúsinu
Ég er voðalega fegin að vera ekki úti að hjóla akkúrat núna. Það rignir svo svakalega, ef að rignir er þá rétta orðið. Gullfoss væri kannski betra orð í þessu tilfelli. Reyndar er ég bara oftast voðalega ánægð að vera ekki úti. Ekki það að mér þyki leiðinlegt í Kóngsins. Nei, síður en svo. Ég elska Kóngsins. Voðalega mikið. Málið er bara að ég elska íbúðina okkar svo hjartanlega mikið að stundum vil ég ekki fara út í búð, því að þá þarf ég að fara úr íbúðinni. Svo að undanfarna daga hef ég mest megnis verið heima að koma mér fyrir, photoshoppa, hlusta á Billie Holiday, drekka kaffi eða rauðvín og spila á píanóið. Elska píanóið. Og taflgólfið í eldhúsinu. Og útsýnið. Og gluggana. Og skápana. Og bækurnar. Og þvottavélina. Og sófann. Og rúmið... Og þið vitið, bara allt.
Kata litla lipurtá er komin og byrjuð í skólanum. Við erum aðallega í því að týnast og heilla eldri innflytjendur upp úr skónum. Áttum t.d. gott samtal við afgreiðslumanninn í 7-11 í gær, sem á væntanlega eftir að verða okkar besti vin þegar fram líða stundir (ásamt Henning, nágrannanum).
Katrín: "Mmm, mig langar í pylsu"
Ragnheiður: "Pylsu? Æ, ég held að mig langi ekki í pylsu"
7-11 afgreiðslumaðurinn: "Pelsu..?"
Katrín: "Pølse"
7-11 afgreiðslumaðurinn: "Ja ok. Hvor kommer i piger fra?"
Ragnheiður: "Island"
7-11 afgreiðslumaðurinn: "I taler meged fin dansk!"
Katrín og Ragnheiður: "Tak"
Við erum greinilega á blússandi leið í að verða altalandi eftir viku. Ég meina, 7-11 afgreiðslumaðurinn heyrði hvað við vorum trylltar í dönskunni af tveimur stykkorðum!
Króla kemur á morgun. Stefnan er tekin á svakalega túristadaga með Tívolíi, safnaferðum, piknikk og det hele. Þannig að ég þarf víst að fara út fyrir Howitsvej 65 4. sal th. bráðlega. Það er kannski gott. Jafnvel þó að það sé taflgólf í eldhúsinu
miðvikudagur, ágúst 16, 2006
.. þá er ferð aðeins hugtak?
Á eftir flyt ég til Kóngsins. Ég er búin að pakka, búin að kveðja, búin að stíga síðasta dansinn með mömmu minni í stofunni, búin að kyssa Pálma. Það er samt ekki mjög dramatískt að flytja til Kóngsins. Það er svona rétt eins og að flytja til Akureyrar, nema það eru líklegast fleiri sem koma að heimsækja mann. Og ég flyt eingöngu full eftirvæntingar og gleði (kommon! ég verð að fá að vera smá dramatísk). Ekki furða enda bíður mín stórkostleg íbúð, með gítar, píanói, bambusflautu og panflautu (ég og Sigga eigum síðasta tvennt), stórkostlegir meðleigendur, undursamlegt hjól, Dýragarðurinn, Tívolið, marías-sunnudagar Królu og Rannsý á Salonen, að sjálfsögðu skólinn minn sem og allir íbúar Kóngsins, sem ætla víst að fjölmenna á Ráðhústorgið til að fagna komu minni á eftir kl. 23.00 - að dönskum tíma. Það eru þó nokkrir hlutir sem Kóngsins mun aldrei hafa fram yfir litla Ísland. Hér er listi, þó langt í frá ótæmandi.
- Elsku mamma, pabbi, systir, mágur og krakkinn.
- Undursamlegu vinir mínir, þ.e.a.s. þeir örfáu sem ekki eru fluttir til Kóngsins
- Hamrahlíðarkórinn og allir fylgifiskar
- Airwaves
- Appelsín í gleri með lakkrísröri
- Stórkostlegt vínylplötusafn mitt (of þungt til búferlaflutninga)
- Norðurljósinn
- Skórnir mínir sem komast ekki með til Kóngsins
- Seltjarnarnesfjara á sumarnóttu
- Glaumbar.. nei djók!
Elsku vinir
Bless
Á eftir flyt ég til Kóngsins. Ég er búin að pakka, búin að kveðja, búin að stíga síðasta dansinn með mömmu minni í stofunni, búin að kyssa Pálma. Það er samt ekki mjög dramatískt að flytja til Kóngsins. Það er svona rétt eins og að flytja til Akureyrar, nema það eru líklegast fleiri sem koma að heimsækja mann. Og ég flyt eingöngu full eftirvæntingar og gleði (kommon! ég verð að fá að vera smá dramatísk). Ekki furða enda bíður mín stórkostleg íbúð, með gítar, píanói, bambusflautu og panflautu (ég og Sigga eigum síðasta tvennt), stórkostlegir meðleigendur, undursamlegt hjól, Dýragarðurinn, Tívolið, marías-sunnudagar Królu og Rannsý á Salonen, að sjálfsögðu skólinn minn sem og allir íbúar Kóngsins, sem ætla víst að fjölmenna á Ráðhústorgið til að fagna komu minni á eftir kl. 23.00 - að dönskum tíma. Það eru þó nokkrir hlutir sem Kóngsins mun aldrei hafa fram yfir litla Ísland. Hér er listi, þó langt í frá ótæmandi.
- Elsku mamma, pabbi, systir, mágur og krakkinn.
- Undursamlegu vinir mínir, þ.e.a.s. þeir örfáu sem ekki eru fluttir til Kóngsins
- Hamrahlíðarkórinn og allir fylgifiskar
- Airwaves
- Appelsín í gleri með lakkrísröri
- Stórkostlegt vínylplötusafn mitt (of þungt til búferlaflutninga)
- Norðurljósinn
- Skórnir mínir sem komast ekki með til Kóngsins
- Seltjarnarnesfjara á sumarnóttu
- Glaumbar.. nei djók!
Elsku vinir
Bless
föstudagur, ágúst 11, 2006
Vænt og tímabært
Dojtsland þarf að bíða betri tíma. Það kemur örugglega listi í lok næstu viku. Þangað til er ég bara að flytja til útlanda. Lauk t.d. síðasta vinnudeginum mínum í dag og það með trega. Jafnvel þó að ég hafi staðið í skýrslugerð. Og engri smáræðis skýrslugerð. Skýrslan er hátt í 50 blasíður börnin góð. Segið svo að ég sé barnaleg.
Ég held að árið hafi bara verið mjög gott. Ég hef t.d. aldrei verið jafn góð að spila billiard og nú. Og börnin, elsku elsku börnin (þá meina ég stóru börnin, unglingarnir). Skrítið, en ég mun sakna þeirra óskaplega. Einn gaf mér t.d. undurfagra og ósnerta Pálma Gunn vínylplötu. Ég fór nærrum því að skæla. Önnur gaf mér bréf með myndum af sér, svo að ég myndi aldrei gleyma henni. Yfirkona mín, sem ætti að fá kórónu fyrir að vera sú hressasta og besta, gaf mér rosastóra handbók frá 1942 um framkomu allstaðar. Bókstaflega allstaðar. Í jarðaförum, á krikketvellinum, á dansiballi, úti á götu, í Ameríku.. Hún hafði, sjáiði til, svo miklar áhyggjur af því að ég yrði svo ódönnuð þarna í Kóngsins.
Og talandi um Kóngsins. Við stöllurnar þrjár (sem eigum enn eftir að finna okkur eitthvað þönder-samheiti) héldum húsfund á Babalú um daginn. Ég er handviss um að við séum hressustu íbúar Fredriksbergkommune í það minnsta, ef ekki bara í allri Kóngsins. Þetta verður stókostleg sambúð. Móðir mín elskuleg skellti sér til Kóngsins fyrst að íbúðin okkar stóð laus. Hún hefur aðallega verið að skoða líkamsræktarstöðina þarna í nágrenninu og fara á listasöfn. Ekki minnkaði spennan þegar hún sendi mér myndir í dag. Íbúðin er bjúrí, gólfið í eldhúsinu er eins og taflborð (sem ég vissi reyndar fyrir af mjög nákvæmri teikningu sem að mamma hafði gert), allt er danskt og fallegt og sjá, kæra fólk...

There's a piano! Ég get þá æft fleiri lög fyrir bandið okkar pabba. Við erum nefnilega búin að stofna band sem heitir Fjölskyldu-dúetinn Ópal. Ópal mun troða upp í fyrsta skipti á þriðjudaginn í afmælinu hans afa, sem stofnaði einmitt Ópal. Lífið er bara frekar mikið þönder. I like it.
Dojtsland þarf að bíða betri tíma. Það kemur örugglega listi í lok næstu viku. Þangað til er ég bara að flytja til útlanda. Lauk t.d. síðasta vinnudeginum mínum í dag og það með trega. Jafnvel þó að ég hafi staðið í skýrslugerð. Og engri smáræðis skýrslugerð. Skýrslan er hátt í 50 blasíður börnin góð. Segið svo að ég sé barnaleg.
Ég held að árið hafi bara verið mjög gott. Ég hef t.d. aldrei verið jafn góð að spila billiard og nú. Og börnin, elsku elsku börnin (þá meina ég stóru börnin, unglingarnir). Skrítið, en ég mun sakna þeirra óskaplega. Einn gaf mér t.d. undurfagra og ósnerta Pálma Gunn vínylplötu. Ég fór nærrum því að skæla. Önnur gaf mér bréf með myndum af sér, svo að ég myndi aldrei gleyma henni. Yfirkona mín, sem ætti að fá kórónu fyrir að vera sú hressasta og besta, gaf mér rosastóra handbók frá 1942 um framkomu allstaðar. Bókstaflega allstaðar. Í jarðaförum, á krikketvellinum, á dansiballi, úti á götu, í Ameríku.. Hún hafði, sjáiði til, svo miklar áhyggjur af því að ég yrði svo ódönnuð þarna í Kóngsins.
Og talandi um Kóngsins. Við stöllurnar þrjár (sem eigum enn eftir að finna okkur eitthvað þönder-samheiti) héldum húsfund á Babalú um daginn. Ég er handviss um að við séum hressustu íbúar Fredriksbergkommune í það minnsta, ef ekki bara í allri Kóngsins. Þetta verður stókostleg sambúð. Móðir mín elskuleg skellti sér til Kóngsins fyrst að íbúðin okkar stóð laus. Hún hefur aðallega verið að skoða líkamsræktarstöðina þarna í nágrenninu og fara á listasöfn. Ekki minnkaði spennan þegar hún sendi mér myndir í dag. Íbúðin er bjúrí, gólfið í eldhúsinu er eins og taflborð (sem ég vissi reyndar fyrir af mjög nákvæmri teikningu sem að mamma hafði gert), allt er danskt og fallegt og sjá, kæra fólk...
There's a piano! Ég get þá æft fleiri lög fyrir bandið okkar pabba. Við erum nefnilega búin að stofna band sem heitir Fjölskyldu-dúetinn Ópal. Ópal mun troða upp í fyrsta skipti á þriðjudaginn í afmælinu hans afa, sem stofnaði einmitt Ópal. Lífið er bara frekar mikið þönder. I like it.
mánudagur, ágúst 07, 2006
Laudate Dominum
Ég er komin heim að fögru landi ísa. Dojtsland var stórfenglegt. Það er merkilegt að vera í fimmtu kórferðinni sinni og fá aldrei leið. Sem og finnast þær alltaf skemmtilegastar í heiminum. Nánari skýrslugerð um heimssigur Hamrahlíðarkórsins mun koma síðar, þegar búið er að melta þetta betur. Myndirnar frá Dojtslandi og Mývatni koma væntanlega ekki fyrr en ég verð flutt til Köben. Það er eftir 10 daga svo að ef einhver hefur hug á að kveðja mig áður en ég yfirgef hið fagra land ísa þá skal sá hin sami hafa samband.
Baby baby!
Ég er komin heim að fögru landi ísa. Dojtsland var stórfenglegt. Það er merkilegt að vera í fimmtu kórferðinni sinni og fá aldrei leið. Sem og finnast þær alltaf skemmtilegastar í heiminum. Nánari skýrslugerð um heimssigur Hamrahlíðarkórsins mun koma síðar, þegar búið er að melta þetta betur. Myndirnar frá Dojtslandi og Mývatni koma væntanlega ekki fyrr en ég verð flutt til Köben. Það er eftir 10 daga svo að ef einhver hefur hug á að kveðja mig áður en ég yfirgef hið fagra land ísa þá skal sá hin sami hafa samband.
Baby baby!
miðvikudagur, ágúst 02, 2006
Thetta er skyldu-update. Jeg er lasin og rugla bara adallega og aetla tvhi ekki ad fara hamforum i sogufrasognum en.. Korinn er i Dojtsland. Allt ad gerast. Allir eru ad prumpa vodalega mikid og mismaela sig.
"Vid vorum ad syngja sjodsonginn"
"Hann for i fertugan sleik"
"Aei fyrirgefdu Magnus, jeg helt ad tu vaerir geitungur"
Nanri upplysingar seinna. Skal!
"Vid vorum ad syngja sjodsonginn"
"Hann for i fertugan sleik"
"Aei fyrirgefdu Magnus, jeg helt ad tu vaerir geitungur"
Nanri upplysingar seinna. Skal!
fimmtudagur, júlí 13, 2006
Mig dreymdi Gilzenegger um daginn. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um það. Í draumnum elti hann mig upp rúllustigann í Smáralindinni og spurði mig hvernig mér liði að vera svona "móðurlega vaxinn" eins og hann orðaði það. Svo gaf hann mér nafnspjaldið sitt og rosalega mikið af próteindufti sem að ég gat ekki borið. Þá sagði hann að það væru augljós merki þess að ég væri aumingi. Ef að þetta er undirmeðvitundin í mér að tala, þá er hún fucking rugluð.
Þann 16. ágúst flyt ég til Kaupmannahafnar. Ef ég gæti þá myndi ég flytja í dag.
Þann 16. ágúst flyt ég til Kaupmannahafnar. Ef ég gæti þá myndi ég flytja í dag.
þriðjudagur, júlí 04, 2006
Í tilefni að Þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna

Ég gleymdi alltaf að segja ykkur frá því, sem ekki vissuð, að ég er nú opinberlega orðinn Seltirningur, þ.e.a.s. alvöru Seltirningur. Stóð í mesta eitís húsi Íslands á 17. júní og flutti "Ísland" eftir Kristján frá Djúpalæk af miklum þokka. Nú verð ég ávallt fjallkona. Mér finnst það frekar töff.
Fjallkonan, hún tyllir sér á stein
fær sér smók og hvílir lúin bein
alein..
Ég gleymdi alltaf að segja ykkur frá því, sem ekki vissuð, að ég er nú opinberlega orðinn Seltirningur, þ.e.a.s. alvöru Seltirningur. Stóð í mesta eitís húsi Íslands á 17. júní og flutti "Ísland" eftir Kristján frá Djúpalæk af miklum þokka. Nú verð ég ávallt fjallkona. Mér finnst það frekar töff.
Fjallkonan, hún tyllir sér á stein
fær sér smók og hvílir lúin bein
alein..
sunnudagur, júlí 02, 2006
Eg trui ekki að þetta hafi gerst. Eg sem hlo að litla straknum a efri hæðinni þegar hann sagði fullur öryggis að Frakkland væri að fara að taka þetta.
Eins og gærdagurinn var storkostlegur þa er dagurinn i dag alveg glataður. Eg þarf væntanlega að eta ansi marga hatta fyrir að hafa verið alltof kokhraust, sem og finna mer nytt lið til þess að halda með. Eg for i alvöru að skæla sma. Palmi Gunn og Brasilia virðast vera þau einu sem eru fær um að græta mig.
Saudade de vc Brasil..
Eins og gærdagurinn var storkostlegur þa er dagurinn i dag alveg glataður. Eg þarf væntanlega að eta ansi marga hatta fyrir að hafa verið alltof kokhraust, sem og finna mer nytt lið til þess að halda með. Eg for i alvöru að skæla sma. Palmi Gunn og Brasilia virðast vera þau einu sem eru fær um að græta mig.
Saudade de vc Brasil..
föstudagur, júní 30, 2006
Vinnan
Í dag var mjög gaman í hvísluleik. Þegar að krakkarnir máttu sjálfir velja orð til þess að hvísla völdu þau fyrst Ragnheiður er best og svo Ragnheiður er albest. Ég var upp með mér, sérstaklega vegna þess að ég næ ekki að vera mikið með þeim vegna þess að ég þarf að ljósrita, prenta, fara að kaupa eitthvað, sækja lykla, panta pylsur o.s.frv. Og blessuð börnin, þau eru svo andskoti hreinskilin. Hér eru tvö dæmi.
Scenario one
Það er indjánadagur á leikjanámskeiðinu. Eitt barnið, sem á að fara heim í hádeginu, stendur og grenjar úti á smíðavelli. Eftir að hafa huggað það af minni einskæru hjartahlýju, fylgi ég því heim, svo að allt verði nú örugglega í lagi.
Ragnheiður: góla eins og indjáni og bendi á indjánakórónuna "Er ég ekki alveg eins og Pocahontas?"
Barnið: "Nei, hún er ekki svona hvít"
Ragnheiður: Örlítið móðguð "Já, en þess fyrir utan er ég eins og Pocahontas.."
Barnið: Fer fyrir aftan mig og gerir mjööög langt bil með puttunum "Nei, þú ert svona.. " Minnkar bilið á milli puttana svo að það verður eins og blýantur ".. en Pocahontas er svona"
Ragnheiður: Örlítið meira móðguð "Heyrðu, ekki segja að ég sé feit!"
Barnið: "Ég er ekki að segja það, það er bara eins og þú sért með barn í maganum"
Ragnheiður: Mjög móðguð "Jæja, ég er allavega ógeðslega sæt"
Barnið: "Nei, eiginlega ekki, kannski aðeins"
Scenario two
Vakna seint og nenni ekki að fara í mjög útpælt dress um morguninn. Fer því í fínu og dýru WoodWood peysuna mína, yndislega þægilegar Adidas buxur sem ég fann kvöldið áður og bleika Vans skó. Mæti í vinnuna og fer inní stofu
Barn: "Heyrðu Ragnheiður, í hverju ertu eiginlega?"
Ragnheiður: "Hvað meinaru?"
Barn: "Afhverju ertu í svona furðulegum fötum?"
Ragnheiður: "Finnst þér þau furðuleg?"
Barn: "Já, þú ert alltaf svo fín og núna ertu bara í einhverju svona!"
Ragnheiður: í gríni "Já hva' á ég bara að fara heim að skipta um föt?"
Barn: alvarlega "Já, ég held að það væri kannski bara best"
Labba inní næstu stofu. Mæti öðru barni sem stoppar og horfið skringilega á mig.
Barn: "Ragnheiður! Afhverju ertu í svona ljótri peysu?"
Það er skemmst frá því að segja að ég ber nú á mig brúnkukrem á hverju kvöldi (sérstaklega í ljósi þess að allir aðrir starfsmennirnir eru orðnir brúnir og útiteknir á meðan ég er hvít sem næpa) og hef lesið bókina Franksar konur fitna ekki spjaldanna á milli..
Í dag var mjög gaman í hvísluleik. Þegar að krakkarnir máttu sjálfir velja orð til þess að hvísla völdu þau fyrst Ragnheiður er best og svo Ragnheiður er albest. Ég var upp með mér, sérstaklega vegna þess að ég næ ekki að vera mikið með þeim vegna þess að ég þarf að ljósrita, prenta, fara að kaupa eitthvað, sækja lykla, panta pylsur o.s.frv. Og blessuð börnin, þau eru svo andskoti hreinskilin. Hér eru tvö dæmi.
Scenario one
Það er indjánadagur á leikjanámskeiðinu. Eitt barnið, sem á að fara heim í hádeginu, stendur og grenjar úti á smíðavelli. Eftir að hafa huggað það af minni einskæru hjartahlýju, fylgi ég því heim, svo að allt verði nú örugglega í lagi.
Ragnheiður: góla eins og indjáni og bendi á indjánakórónuna "Er ég ekki alveg eins og Pocahontas?"
Barnið: "Nei, hún er ekki svona hvít"
Ragnheiður: Örlítið móðguð "Já, en þess fyrir utan er ég eins og Pocahontas.."
Barnið: Fer fyrir aftan mig og gerir mjööög langt bil með puttunum "Nei, þú ert svona.. " Minnkar bilið á milli puttana svo að það verður eins og blýantur ".. en Pocahontas er svona"
Ragnheiður: Örlítið meira móðguð "Heyrðu, ekki segja að ég sé feit!"
Barnið: "Ég er ekki að segja það, það er bara eins og þú sért með barn í maganum"
Ragnheiður: Mjög móðguð "Jæja, ég er allavega ógeðslega sæt"
Barnið: "Nei, eiginlega ekki, kannski aðeins"
Scenario two
Vakna seint og nenni ekki að fara í mjög útpælt dress um morguninn. Fer því í fínu og dýru WoodWood peysuna mína, yndislega þægilegar Adidas buxur sem ég fann kvöldið áður og bleika Vans skó. Mæti í vinnuna og fer inní stofu
Barn: "Heyrðu Ragnheiður, í hverju ertu eiginlega?"
Ragnheiður: "Hvað meinaru?"
Barn: "Afhverju ertu í svona furðulegum fötum?"
Ragnheiður: "Finnst þér þau furðuleg?"
Barn: "Já, þú ert alltaf svo fín og núna ertu bara í einhverju svona!"
Ragnheiður: í gríni "Já hva' á ég bara að fara heim að skipta um föt?"
Barn: alvarlega "Já, ég held að það væri kannski bara best"
Labba inní næstu stofu. Mæti öðru barni sem stoppar og horfið skringilega á mig.
Barn: "Ragnheiður! Afhverju ertu í svona ljótri peysu?"
Það er skemmst frá því að segja að ég ber nú á mig brúnkukrem á hverju kvöldi (sérstaklega í ljósi þess að allir aðrir starfsmennirnir eru orðnir brúnir og útiteknir á meðan ég er hvít sem næpa) og hef lesið bókina Franksar konur fitna ekki spjaldanna á milli..
föstudagur, júní 16, 2006
Pabbi minn - the popstar
Hér fyrir nokkrum vikum sátum við fjölskyldan við matarborðið og ræddum um mjúsík og gamla daga. Það er nefnilega svo margt við mjúsíkina og gamla daga sem að mér finnst svo heillandi. T.d. var það þannig að þegar að ný plata kom út, þá hljóp einn úr hópnum út í búð og keypti plötuna og síðan var hisst heima hjá einhverjum og allir hlustuðu saman á plötuna. Það var svo mikið félagssport að hlusta á tónlist í gamla daga
Pabbi var nefnilega poppstjarna hér í denn. Hann var í Bítlacoverbandi sem hét Sóló og var virkilega vinsæl á sínum tíma. Þeir og Hljómar voru aðalböndin og einu sinni, þegar Sóló spilaði í Keflavík, voru þeir grýttir af hörðum Hljómaaðdáendum. Sóló var m.a.s. svo vinsæl að þeir túruðu um Noreg (ég meina, let's face it, enginn hljómsveit er alvöru hljómsveit fyrr en hún hefur túrað um Noreg!). Pabbi gekk skólaus út af tónleikum í Noregi vegna þess að hann hafði farið að crowdsurfa (pæliði í því.. hefur pabbi þinn, lesandi góður, farið að crowdsurfa á tónleikum í Noregi?) og einhverjar ungmeyjar stálu af honum skónum. Pabbi var nefnilega yngstur og myndarlegastur og þær voru alveg trylltar í hann píurnar. Og þá er komið að því sem að mér finnst svo óendanlega töff, fyrir utan að pabbi hafi verið sólógítarleikari í Sóló, crowsurfer og hönk. Pabbi fékk víst heil ósköp að kveðjum í Lögum unga fólksins. Enginn í hljómsveitinni komst með tærnar þar sem hann hafði hælana.
"Stelpan í gula kjólnum með hvítu spöngina á tónleikunum á Silfurtunglinu síðasta laugardag sendir Sturla Má, gítarleikara í Sóló heitar kveðjur"
Annars verða kaflaskipti hjá mér sel Seltirningi á morgun. Meira um það seinna.
Hér fyrir nokkrum vikum sátum við fjölskyldan við matarborðið og ræddum um mjúsík og gamla daga. Það er nefnilega svo margt við mjúsíkina og gamla daga sem að mér finnst svo heillandi. T.d. var það þannig að þegar að ný plata kom út, þá hljóp einn úr hópnum út í búð og keypti plötuna og síðan var hisst heima hjá einhverjum og allir hlustuðu saman á plötuna. Það var svo mikið félagssport að hlusta á tónlist í gamla daga
Pabbi var nefnilega poppstjarna hér í denn. Hann var í Bítlacoverbandi sem hét Sóló og var virkilega vinsæl á sínum tíma. Þeir og Hljómar voru aðalböndin og einu sinni, þegar Sóló spilaði í Keflavík, voru þeir grýttir af hörðum Hljómaaðdáendum. Sóló var m.a.s. svo vinsæl að þeir túruðu um Noreg (ég meina, let's face it, enginn hljómsveit er alvöru hljómsveit fyrr en hún hefur túrað um Noreg!). Pabbi gekk skólaus út af tónleikum í Noregi vegna þess að hann hafði farið að crowdsurfa (pæliði í því.. hefur pabbi þinn, lesandi góður, farið að crowdsurfa á tónleikum í Noregi?) og einhverjar ungmeyjar stálu af honum skónum. Pabbi var nefnilega yngstur og myndarlegastur og þær voru alveg trylltar í hann píurnar. Og þá er komið að því sem að mér finnst svo óendanlega töff, fyrir utan að pabbi hafi verið sólógítarleikari í Sóló, crowsurfer og hönk. Pabbi fékk víst heil ósköp að kveðjum í Lögum unga fólksins. Enginn í hljómsveitinni komst með tærnar þar sem hann hafði hælana.
"Stelpan í gula kjólnum með hvítu spöngina á tónleikunum á Silfurtunglinu síðasta laugardag sendir Sturla Má, gítarleikara í Sóló heitar kveðjur"
Annars verða kaflaskipti hjá mér sel Seltirningi á morgun. Meira um það seinna.
mánudagur, júní 05, 2006
Pálmi Gunn
Ég gerði stórinnkaup í Kolaportinu um helgina. Ég keypti rjómann af íslenskri popptónlist frá áttunda áratugnum, 23 vínylplötur allt í allt. Ég keypit m.a.s. Jóhann Helgason, Valgeir Guðjóns, Brunaliðið o.fl. Líkt og óð kona gekk ég á milli plötusala og leitaði að sólóplötum sem Pálmi elskulegur Gunnarsson gaf út á sínum tíma. Þar sem ég og Bó stóðum og flettum gegnum kassa á síðasta básnum, leit maðurinn, sem var að róta í gegnum kassann við hliðiná, á mig og sagðu "Fyrirgefðu, ert þú ekki að leita að Pálma?", dró upp forlátt, alveg heilt og syngjandi fallegt eintak af Hvers vegna varst' ekki kyrr? og rétti mér. Hálfri mínútu síðar lítur Björg á mig og spyr "Ragnheiður, ertu að gráta?" Það kom reyndar á daginn að nálin í plötuspilaranum mínum var brotin, sem var kannski ágætt því að ég hefði örugglega ekki farið út úr húsi. Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég græt yfir Pálma. Eftir Júróvisjón fór ég á stórkostlegt ball á Nasa þar sem Meistari Páll Óskar þeytti skeifum og gamlar Júróvisjónkempur tróðu upp. Þegar Icy tríóið steig á svið stóð ég til hliðar og felldi tár af gleði. Æ, elsku Pálmi.
Annars þótti okkur það ansi skondið þegar einn plötusalinn spurði hvort að ég væri skyld honum Pálma. Annar sagði svo, þegar ég spurði um sólplöturnar hans "Nei því miður. Ég á nokkrar heima en ég bjóst bara ekki við jafn kúltíveruðum kaupendum og þér". Toppurinn á töffleikanum, hiklaust.
Ég gerði stórinnkaup í Kolaportinu um helgina. Ég keypti rjómann af íslenskri popptónlist frá áttunda áratugnum, 23 vínylplötur allt í allt. Ég keypit m.a.s. Jóhann Helgason, Valgeir Guðjóns, Brunaliðið o.fl. Líkt og óð kona gekk ég á milli plötusala og leitaði að sólóplötum sem Pálmi elskulegur Gunnarsson gaf út á sínum tíma. Þar sem ég og Bó stóðum og flettum gegnum kassa á síðasta básnum, leit maðurinn, sem var að róta í gegnum kassann við hliðiná, á mig og sagðu "Fyrirgefðu, ert þú ekki að leita að Pálma?", dró upp forlátt, alveg heilt og syngjandi fallegt eintak af Hvers vegna varst' ekki kyrr? og rétti mér. Hálfri mínútu síðar lítur Björg á mig og spyr "Ragnheiður, ertu að gráta?" Það kom reyndar á daginn að nálin í plötuspilaranum mínum var brotin, sem var kannski ágætt því að ég hefði örugglega ekki farið út úr húsi. Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég græt yfir Pálma. Eftir Júróvisjón fór ég á stórkostlegt ball á Nasa þar sem Meistari Páll Óskar þeytti skeifum og gamlar Júróvisjónkempur tróðu upp. Þegar Icy tríóið steig á svið stóð ég til hliðar og felldi tár af gleði. Æ, elsku Pálmi.
Annars þótti okkur það ansi skondið þegar einn plötusalinn spurði hvort að ég væri skyld honum Pálma. Annar sagði svo, þegar ég spurði um sólplöturnar hans "Nei því miður. Ég á nokkrar heima en ég bjóst bara ekki við jafn kúltíveruðum kaupendum og þér". Toppurinn á töffleikanum, hiklaust.
mánudagur, maí 29, 2006
Puna mena marja
Ég átti afmæli á fimmtudaginn. Skellti mér að því til Finnlands með allskonar fólki frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. Fékk mér einn öl í Stokkhólmi í tilefni dagsins og fór svo í saunu og sjósund í Finnlandi um kvöldið. Nice nice. Annars var ágætt í Finnlandi. Var mikið í saunu, það var frábært. Og líka á allskonar fundum sem var gaman en ekki jafn frábært. Finnarnir voru æstir í að við fengjum okkur vodka og berðum hvort annað með trjágreinum. Svo hlupu þeir allir um naktir og voru hissa yfir því að enginn annar vildi fækka klæðum. Mikll tími fór í að rakka niður Eurovisionlög allra landana og upphefja Lordi. Það ríkir svo mikil hamingja yfir þessu í Þúsundvatnalandinu að það á að slá sérstaka mynt til heiðurs Lordi. Hvert einasta finnska dagblað er uppfullt að myndum og greinum og a.m.k. einu sinni á hverri opnu er fjallað um Lordi. Ég lofa, ég taldi. Svo var haldin svakaleg heimkomuhátíð í Helsinki þar sem afar og ömmur, börn, unglingar og rónar söfnuðust saman og slógu met í karókí fjöldasöng. Metið var víst 50.000 manns fyrir en alls 80.000 manns sungu Hard Rock Halleluja á götum Helsinki. Hell yeah, rock and roll angels!
Nú er mestum tíma varið í að kemba danskar húsnæðisauglýsingar á internetinu. Og leitað að bleiku hjóli. Þetta verður þönder. Þönder baby!
Ég átti afmæli á fimmtudaginn. Skellti mér að því til Finnlands með allskonar fólki frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. Fékk mér einn öl í Stokkhólmi í tilefni dagsins og fór svo í saunu og sjósund í Finnlandi um kvöldið. Nice nice. Annars var ágætt í Finnlandi. Var mikið í saunu, það var frábært. Og líka á allskonar fundum sem var gaman en ekki jafn frábært. Finnarnir voru æstir í að við fengjum okkur vodka og berðum hvort annað með trjágreinum. Svo hlupu þeir allir um naktir og voru hissa yfir því að enginn annar vildi fækka klæðum. Mikll tími fór í að rakka niður Eurovisionlög allra landana og upphefja Lordi. Það ríkir svo mikil hamingja yfir þessu í Þúsundvatnalandinu að það á að slá sérstaka mynt til heiðurs Lordi. Hvert einasta finnska dagblað er uppfullt að myndum og greinum og a.m.k. einu sinni á hverri opnu er fjallað um Lordi. Ég lofa, ég taldi. Svo var haldin svakaleg heimkomuhátíð í Helsinki þar sem afar og ömmur, börn, unglingar og rónar söfnuðust saman og slógu met í karókí fjöldasöng. Metið var víst 50.000 manns fyrir en alls 80.000 manns sungu Hard Rock Halleluja á götum Helsinki. Hell yeah, rock and roll angels!
Nú er mestum tíma varið í að kemba danskar húsnæðisauglýsingar á internetinu. Og leitað að bleiku hjóli. Þetta verður þönder. Þönder baby!
þriðjudagur, maí 23, 2006
þriðjudagur, maí 16, 2006
Hér sit ég og skæli af gleði, enda ástæða til sem aldrei fyrr. Handan við hornið bíður þessi mín og hefur mér því tekist að sigra heiminn á vissan hátt og draumur síðustu fimm ára við það að rætast. Ég neita því ekki, þetta er langt frá því að vera leiðinlegt í sólinni.
miðvikudagur, maí 10, 2006
Þönderlisti
Það er að hellast yfir mig einhver tryllt þönder. Hér er það sem að ég hef afrekað í dag (langt síðan að ég hef gert lista):
- hitti mikilvæga konu í morgun og fékk mikilvægt skjal til þess að sigra heiminn
- hitti aðra mikilvæga konu, Önnu Pálu, yfir kaffi, beyglu og opinberum sumardrykk Ragnheiðar 2006
- keypti mér kjól og skó
- sótti barn á leikskóla uppi í sveit
- labbaði út í búð og keypi í matinn, með barnið í bandi
- söng "Afi minn og amma mín" ca. 325 sinnum
- fór á mikilvægan fund
- þreif vinnubílinn hátt og lágt, hann hefur aldrei verið þrifinn frá því að hann var framleiddur árið 1996
- fór tvisvar heim og skipti um föt
- bakaði pizzu fyrir mig og samstarfsmann minn
- komst á snoðir um ýmislegt með því að spjalla
- vann tvo billiardleiki
- fór með hersingu í ísbíltúr og gerði góðverk
- kynnti þrjá fyrir Sufjan Stevens
- fór út að hjóla og pumpaði í dekkin
- þeytti kellingum á leyniströnd sem að ég uppgötaði í hjólatúrnum
- held að ég geti nú tékkað við annað boxið á Heimssigurslistanum
Og.. mikilvægast af öllu. Áðan tókst mér loksins, eftir 18 ára tilraunir, að hjóla án þess að nota hendurnar, og það í lengri tíma! Nýtt sport er hafið!
Það er að hellast yfir mig einhver tryllt þönder. Hér er það sem að ég hef afrekað í dag (langt síðan að ég hef gert lista):
- hitti mikilvæga konu í morgun og fékk mikilvægt skjal til þess að sigra heiminn
- hitti aðra mikilvæga konu, Önnu Pálu, yfir kaffi, beyglu og opinberum sumardrykk Ragnheiðar 2006
- keypti mér kjól og skó
- sótti barn á leikskóla uppi í sveit
- labbaði út í búð og keypi í matinn, með barnið í bandi
- söng "Afi minn og amma mín" ca. 325 sinnum
- fór á mikilvægan fund
- þreif vinnubílinn hátt og lágt, hann hefur aldrei verið þrifinn frá því að hann var framleiddur árið 1996
- fór tvisvar heim og skipti um föt
- bakaði pizzu fyrir mig og samstarfsmann minn
- komst á snoðir um ýmislegt með því að spjalla
- vann tvo billiardleiki
- fór með hersingu í ísbíltúr og gerði góðverk
- kynnti þrjá fyrir Sufjan Stevens
- fór út að hjóla og pumpaði í dekkin
- þeytti kellingum á leyniströnd sem að ég uppgötaði í hjólatúrnum
- held að ég geti nú tékkað við annað boxið á Heimssigurslistanum
Og.. mikilvægast af öllu. Áðan tókst mér loksins, eftir 18 ára tilraunir, að hjóla án þess að nota hendurnar, og það í lengri tíma! Nýtt sport er hafið!
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)