föstudagur, júní 16, 2006

Pabbi minn - the popstar

Hér fyrir nokkrum vikum sátum við fjölskyldan við matarborðið og ræddum um mjúsík og gamla daga. Það er nefnilega svo margt við mjúsíkina og gamla daga sem að mér finnst svo heillandi. T.d. var það þannig að þegar að ný plata kom út, þá hljóp einn úr hópnum út í búð og keypti plötuna og síðan var hisst heima hjá einhverjum og allir hlustuðu saman á plötuna. Það var svo mikið félagssport að hlusta á tónlist í gamla daga
Pabbi var nefnilega poppstjarna hér í denn. Hann var í Bítlacoverbandi sem hét Sóló og var virkilega vinsæl á sínum tíma. Þeir og Hljómar voru aðalböndin og einu sinni, þegar Sóló spilaði í Keflavík, voru þeir grýttir af hörðum Hljómaaðdáendum. Sóló var m.a.s. svo vinsæl að þeir túruðu um Noreg (ég meina, let's face it, enginn hljómsveit er alvöru hljómsveit fyrr en hún hefur túrað um Noreg!). Pabbi gekk skólaus út af tónleikum í Noregi vegna þess að hann hafði farið að crowdsurfa (pæliði í því.. hefur pabbi þinn, lesandi góður, farið að crowdsurfa á tónleikum í Noregi?) og einhverjar ungmeyjar stálu af honum skónum. Pabbi var nefnilega yngstur og myndarlegastur og þær voru alveg trylltar í hann píurnar. Og þá er komið að því sem að mér finnst svo óendanlega töff, fyrir utan að pabbi hafi verið sólógítarleikari í Sóló, crowsurfer og hönk. Pabbi fékk víst heil ósköp að kveðjum í Lögum unga fólksins. Enginn í hljómsveitinni komst með tærnar þar sem hann hafði hælana.

"Stelpan í gula kjólnum með hvítu spöngina á tónleikunum á Silfurtunglinu síðasta laugardag sendir Sturla Má, gítarleikara í Sóló heitar kveðjur"

Annars verða kaflaskipti hjá mér sel Seltirningi á morgun. Meira um það seinna.

0 ummæli: