miðvikudagur, maí 10, 2006

Þönderlisti

Það er að hellast yfir mig einhver tryllt þönder. Hér er það sem að ég hef afrekað í dag (langt síðan að ég hef gert lista):

- hitti mikilvæga konu í morgun og fékk mikilvægt skjal til þess að sigra heiminn
- hitti aðra mikilvæga konu, Önnu Pálu, yfir kaffi, beyglu og opinberum sumardrykk Ragnheiðar 2006
- keypti mér kjól og skó
- sótti barn á leikskóla uppi í sveit
- labbaði út í búð og keypi í matinn, með barnið í bandi
- söng "Afi minn og amma mín" ca. 325 sinnum
- fór á mikilvægan fund
- þreif vinnubílinn hátt og lágt, hann hefur aldrei verið þrifinn frá því að hann var framleiddur árið 1996
- fór tvisvar heim og skipti um föt
- bakaði pizzu fyrir mig og samstarfsmann minn
- komst á snoðir um ýmislegt með því að spjalla
- vann tvo billiardleiki
- fór með hersingu í ísbíltúr og gerði góðverk
- kynnti þrjá fyrir Sufjan Stevens
- fór út að hjóla og pumpaði í dekkin
- þeytti kellingum á leyniströnd sem að ég uppgötaði í hjólatúrnum
- held að ég geti nú tékkað við annað boxið á Heimssigurslistanum

Og.. mikilvægast af öllu. Áðan tókst mér loksins, eftir 18 ára tilraunir, að hjóla án þess að nota hendurnar, og það í lengri tíma! Nýtt sport er hafið!

0 ummæli: