mánudagur, ágúst 21, 2006

Af Howitsvej 65

Ég er voðalega fegin að vera ekki úti að hjóla akkúrat núna. Það rignir svo svakalega, ef að rignir er þá rétta orðið. Gullfoss væri kannski betra orð í þessu tilfelli. Reyndar er ég bara oftast voðalega ánægð að vera ekki úti. Ekki það að mér þyki leiðinlegt í Kóngsins. Nei, síður en svo. Ég elska Kóngsins. Voðalega mikið. Málið er bara að ég elska íbúðina okkar svo hjartanlega mikið að stundum vil ég ekki fara út í búð, því að þá þarf ég að fara úr íbúðinni. Svo að undanfarna daga hef ég mest megnis verið heima að koma mér fyrir, photoshoppa, hlusta á Billie Holiday, drekka kaffi eða rauðvín og spila á píanóið. Elska píanóið. Og taflgólfið í eldhúsinu. Og útsýnið. Og gluggana. Og skápana. Og bækurnar. Og þvottavélina. Og sófann. Og rúmið... Og þið vitið, bara allt.
Kata litla lipurtá er komin og byrjuð í skólanum. Við erum aðallega í því að týnast og heilla eldri innflytjendur upp úr skónum. Áttum t.d. gott samtal við afgreiðslumanninn í 7-11 í gær, sem á væntanlega eftir að verða okkar besti vin þegar fram líða stundir (ásamt Henning, nágrannanum).

Katrín: "Mmm, mig langar í pylsu"
Ragnheiður: "Pylsu? Æ, ég held að mig langi ekki í pylsu"
7-11 afgreiðslumaðurinn: "Pelsu..?"
Katrín: "Pølse"
7-11 afgreiðslumaðurinn: "Ja ok. Hvor kommer i piger fra?"
Ragnheiður: "Island"
7-11 afgreiðslumaðurinn: "I taler meged fin dansk!"
Katrín og Ragnheiður: "Tak"

Við erum greinilega á blússandi leið í að verða altalandi eftir viku. Ég meina, 7-11 afgreiðslumaðurinn heyrði hvað við vorum trylltar í dönskunni af tveimur stykkorðum!

Króla kemur á morgun. Stefnan er tekin á svakalega túristadaga með Tívolíi, safnaferðum, piknikk og det hele. Þannig að ég þarf víst að fara út fyrir Howitsvej 65 4. sal th. bráðlega. Það er kannski gott. Jafnvel þó að það sé taflgólf í eldhúsinu

0 ummæli: