þriðjudagur, ágúst 29, 2006

At tale dansk..

Það gengur bara ágætlega að tala dönsku. Stundum væri ég reyndar eins og fáviti ef ekki væri fyrir Karól. En ég get alveg reddað mér sjálf og er eiginlega alveg búin að læra tölurnar. Ég verð líka ofboðslega móðguð ef að fólk byrjar að tala við mig á ensku eða notar útlendingatölur á mig.

Þjónn á bar: "Så, det bliver et-hundrad-og-otte-otta (188)"
Ragnheiður: "Unskyld, sagde du et-hundrad-og-otta-og-firs?"

Þegar ég var að kaupa mér margumrædda og mikið notaða (hóst) hlaupaskó byrjaði maðurinn einmitt að tala við mig á ensku..

Ragnheiður: "Hej, må jeg gærne prøve dem her i ni-og-tredive?"
Afgreiðslumaður: "I'm sorry, which size?"
Ragnheiður: -heldur móðguð- "Ni-og-tredive!"
Afgreiðslumaður: "I'm very sorry, I don't speak danish"

En af öðru er það helst að frétta að Karól fer bráðum að halda til síns heima eftir stórkostlega dvöl hér í höllinni á Howitsvej. Loksins loksins kemur Sigríður litla þó heim og verðum við Þremmeningasambandið því loksins sameinaðar á ný. Ég sé fyrir mér stórkostlega daga..

0 ummæli: