Pálmi Gunn
Ég gerði stórinnkaup í Kolaportinu um helgina. Ég keypti rjómann af íslenskri popptónlist frá áttunda áratugnum, 23 vínylplötur allt í allt. Ég keypit m.a.s. Jóhann Helgason, Valgeir Guðjóns, Brunaliðið o.fl. Líkt og óð kona gekk ég á milli plötusala og leitaði að sólóplötum sem Pálmi elskulegur Gunnarsson gaf út á sínum tíma. Þar sem ég og Bó stóðum og flettum gegnum kassa á síðasta básnum, leit maðurinn, sem var að róta í gegnum kassann við hliðiná, á mig og sagðu "Fyrirgefðu, ert þú ekki að leita að Pálma?", dró upp forlátt, alveg heilt og syngjandi fallegt eintak af Hvers vegna varst' ekki kyrr? og rétti mér. Hálfri mínútu síðar lítur Björg á mig og spyr "Ragnheiður, ertu að gráta?" Það kom reyndar á daginn að nálin í plötuspilaranum mínum var brotin, sem var kannski ágætt því að ég hefði örugglega ekki farið út úr húsi. Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég græt yfir Pálma. Eftir Júróvisjón fór ég á stórkostlegt ball á Nasa þar sem Meistari Páll Óskar þeytti skeifum og gamlar Júróvisjónkempur tróðu upp. Þegar Icy tríóið steig á svið stóð ég til hliðar og felldi tár af gleði. Æ, elsku Pálmi.
Annars þótti okkur það ansi skondið þegar einn plötusalinn spurði hvort að ég væri skyld honum Pálma. Annar sagði svo, þegar ég spurði um sólplöturnar hans "Nei því miður. Ég á nokkrar heima en ég bjóst bara ekki við jafn kúltíveruðum kaupendum og þér". Toppurinn á töffleikanum, hiklaust.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli