mánudagur, maí 29, 2006

Puna mena marja

Ég átti afmæli á fimmtudaginn. Skellti mér að því til Finnlands með allskonar fólki frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. Fékk mér einn öl í Stokkhólmi í tilefni dagsins og fór svo í saunu og sjósund í Finnlandi um kvöldið. Nice nice. Annars var ágætt í Finnlandi. Var mikið í saunu, það var frábært. Og líka á allskonar fundum sem var gaman en ekki jafn frábært. Finnarnir voru æstir í að við fengjum okkur vodka og berðum hvort annað með trjágreinum. Svo hlupu þeir allir um naktir og voru hissa yfir því að enginn annar vildi fækka klæðum. Mikll tími fór í að rakka niður Eurovisionlög allra landana og upphefja Lordi. Það ríkir svo mikil hamingja yfir þessu í Þúsundvatnalandinu að það á að slá sérstaka mynt til heiðurs Lordi. Hvert einasta finnska dagblað er uppfullt að myndum og greinum og a.m.k. einu sinni á hverri opnu er fjallað um Lordi. Ég lofa, ég taldi. Svo var haldin svakaleg heimkomuhátíð í Helsinki þar sem afar og ömmur, börn, unglingar og rónar söfnuðust saman og slógu met í karókí fjöldasöng. Metið var víst 50.000 manns fyrir en alls 80.000 manns sungu Hard Rock Halleluja á götum Helsinki. Hell yeah, rock and roll angels!

Nú er mestum tíma varið í að kemba danskar húsnæðisauglýsingar á internetinu. Og leitað að bleiku hjóli. Þetta verður þönder. Þönder baby!

0 ummæli: