mánudagur, ágúst 07, 2006

Laudate Dominum

Ég er komin heim að fögru landi ísa. Dojtsland var stórfenglegt. Það er merkilegt að vera í fimmtu kórferðinni sinni og fá aldrei leið. Sem og finnast þær alltaf skemmtilegastar í heiminum. Nánari skýrslugerð um heimssigur Hamrahlíðarkórsins mun koma síðar, þegar búið er að melta þetta betur. Myndirnar frá Dojtslandi og Mývatni koma væntanlega ekki fyrr en ég verð flutt til Köben. Það er eftir 10 daga svo að ef einhver hefur hug á að kveðja mig áður en ég yfirgef hið fagra land ísa þá skal sá hin sami hafa samband.

Baby baby!

0 ummæli: