Vinnan
Í dag var mjög gaman í hvísluleik. Þegar að krakkarnir máttu sjálfir velja orð til þess að hvísla völdu þau fyrst Ragnheiður er best og svo Ragnheiður er albest. Ég var upp með mér, sérstaklega vegna þess að ég næ ekki að vera mikið með þeim vegna þess að ég þarf að ljósrita, prenta, fara að kaupa eitthvað, sækja lykla, panta pylsur o.s.frv. Og blessuð börnin, þau eru svo andskoti hreinskilin. Hér eru tvö dæmi.
Scenario one
Það er indjánadagur á leikjanámskeiðinu. Eitt barnið, sem á að fara heim í hádeginu, stendur og grenjar úti á smíðavelli. Eftir að hafa huggað það af minni einskæru hjartahlýju, fylgi ég því heim, svo að allt verði nú örugglega í lagi.
Ragnheiður: góla eins og indjáni og bendi á indjánakórónuna "Er ég ekki alveg eins og Pocahontas?"
Barnið: "Nei, hún er ekki svona hvít"
Ragnheiður: Örlítið móðguð "Já, en þess fyrir utan er ég eins og Pocahontas.."
Barnið: Fer fyrir aftan mig og gerir mjööög langt bil með puttunum "Nei, þú ert svona.. " Minnkar bilið á milli puttana svo að það verður eins og blýantur ".. en Pocahontas er svona"
Ragnheiður: Örlítið meira móðguð "Heyrðu, ekki segja að ég sé feit!"
Barnið: "Ég er ekki að segja það, það er bara eins og þú sért með barn í maganum"
Ragnheiður: Mjög móðguð "Jæja, ég er allavega ógeðslega sæt"
Barnið: "Nei, eiginlega ekki, kannski aðeins"
Scenario two
Vakna seint og nenni ekki að fara í mjög útpælt dress um morguninn. Fer því í fínu og dýru WoodWood peysuna mína, yndislega þægilegar Adidas buxur sem ég fann kvöldið áður og bleika Vans skó. Mæti í vinnuna og fer inní stofu
Barn: "Heyrðu Ragnheiður, í hverju ertu eiginlega?"
Ragnheiður: "Hvað meinaru?"
Barn: "Afhverju ertu í svona furðulegum fötum?"
Ragnheiður: "Finnst þér þau furðuleg?"
Barn: "Já, þú ert alltaf svo fín og núna ertu bara í einhverju svona!"
Ragnheiður: í gríni "Já hva' á ég bara að fara heim að skipta um föt?"
Barn: alvarlega "Já, ég held að það væri kannski bara best"
Labba inní næstu stofu. Mæti öðru barni sem stoppar og horfið skringilega á mig.
Barn: "Ragnheiður! Afhverju ertu í svona ljótri peysu?"
Það er skemmst frá því að segja að ég ber nú á mig brúnkukrem á hverju kvöldi (sérstaklega í ljósi þess að allir aðrir starfsmennirnir eru orðnir brúnir og útiteknir á meðan ég er hvít sem næpa) og hef lesið bókina Franksar konur fitna ekki spjaldanna á milli..
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli