miðvikudagur, ágúst 16, 2006

.. þá er ferð aðeins hugtak?

Á eftir flyt ég til Kóngsins. Ég er búin að pakka, búin að kveðja, búin að stíga síðasta dansinn með mömmu minni í stofunni, búin að kyssa Pálma. Það er samt ekki mjög dramatískt að flytja til Kóngsins. Það er svona rétt eins og að flytja til Akureyrar, nema það eru líklegast fleiri sem koma að heimsækja mann. Og ég flyt eingöngu full eftirvæntingar og gleði (kommon! ég verð að fá að vera smá dramatísk). Ekki furða enda bíður mín stórkostleg íbúð, með gítar, píanói, bambusflautu og panflautu (ég og Sigga eigum síðasta tvennt), stórkostlegir meðleigendur, undursamlegt hjól, Dýragarðurinn, Tívolið, marías-sunnudagar Królu og Rannsý á Salonen, að sjálfsögðu skólinn minn sem og allir íbúar Kóngsins, sem ætla víst að fjölmenna á Ráðhústorgið til að fagna komu minni á eftir kl. 23.00 - að dönskum tíma. Það eru þó nokkrir hlutir sem Kóngsins mun aldrei hafa fram yfir litla Ísland. Hér er listi, þó langt í frá ótæmandi.

- Elsku mamma, pabbi, systir, mágur og krakkinn.
- Undursamlegu vinir mínir, þ.e.a.s. þeir örfáu sem ekki eru fluttir til Kóngsins
- Hamrahlíðarkórinn og allir fylgifiskar
- Airwaves
- Appelsín í gleri með lakkrísröri
- Stórkostlegt vínylplötusafn mitt (of þungt til búferlaflutninga)
- Norðurljósinn
- Skórnir mínir sem komast ekki með til Kóngsins
- Seltjarnarnesfjara á sumarnóttu
- Glaumbar.. nei djók!

Elsku vinir

Bless

0 ummæli: