miðvikudagur, apríl 30, 2003

Það er mikil gúrkubloggtíð

Þetta á einungis að koma á framfæri minni miklu ást á Júróvísjón og hversu mikla kunnáttu ég hef á því sviði. Takk fyrir
Ég vil hlusta á sing-along lög, sérstaklega þegar ég er ein í bíl eða ein heima og get því sungið hástöfum með. Í morgun stillti ég á Íslensku stöðina og það fyrsta sem ég heyrði var íslensk rómantísk útgáfa af norska poppjúróvísjónlaginu 1997. Það skal taka fram að þetta júróvísjónlag náði aldrei langt né átti miklum vinsældum að fagna. Í norska laginu segir "Og du kom og du sa og du van mitt liv" en hið íslenska, sem flutt er af englabossanum og hrokkagikknum Hr. Rósinkrans, fjallar bara um einhverja Silju. Norski söngvarinn var þó allavega sætur (a.m.k. þegar maður var 14-15 ára). Næsta lag sem ég heyrði var svo um mann og gamla konu inni í kústaskáp. Ég skipti bara og setti á Strokes..

LeÃ?
You are...Leonard! Kind of an arty-farty guy, but
you're still very loveable and sexy, although
your hair is getting thin and your tummy is
getting bigger. You also have a career as an
ex-skater and a chess-champion! Awesome!


Which transgressive funker are you?
brought to you by Quizilla


Jeij loksins einhver sem er Leó (OK, ég svindlaði pínulítið!).

þriðjudagur, apríl 29, 2003

Helvítis djöfulsins andskotans

Á Íslandi tíðkast ekki að vera kurteis við viðskiptavini. Nei, það er eitthvað sem daninn Korteisis Kortesen gleymdi þegar hann kom hingað til þess að kenna vorri ástkæru þjóð þjónustulund. Í dag þurfti ég að fara í Kringluna, niður í bæ, í Ármúla og aftur niður í bæ í leit að einni konu. Og þeir einu sem voru almennilegir voru hommsurnar sem vinna í Kringlunni. Megi Gaylord blessa þá. Þega ég loksins fann konuna var læst inn á skrifstofuna hennar og maðurinn sem kom til dyra var alveg hreint afskaplega pirraður að þufa að standa upp frá hotmailnum sínum til þess að hleypa mér inn. Stelpa í ónýtum sokkabuxum, með friðaráróður á jakkanum og gamla útivistartösku á hlið! Oh please! Afhverju gat þetta fólk bara ekki skilið að ég var bláfátækur námsmaður sem þráði ekkert meira en að komast inná Kaffitár til þess að kaupa beyglu með rjómaosti og Latte fyrir 700 kr. sem mér hafði tekist að skrapa saman? Afhverju skildi þetta fólk ekki að ég hafði ekkert etið né drukkið allan dagin? Afhverju skildi þetta fólk ekki að risabókin sem ég hélt á var stærfræðibókin mín sem kallaði á mig "Þú ert aumingi, þú lærir aldrei"?
Ég hélt sár og aum á Kaffitár eftir mikla fýluferð. Ég bjóst við því að Hugrún (konan sem að ég leitaði ákaft) myndi faðma mig og kyssa og þakka mér fyrir að ganga í gegnum allt sem ég þurfti að ganga í gegnum (hér sest ég niður og græt sáran, stórum, söltum tárum).
Dagurinn bjargaðist þó. Björg (Mummi), mannstu eftir sæta stráknum á Kaffitár? Hann er kominn aftur. Ég er viss um að hann elskar mig leynilega. Annars hefði hann ekki farið þrjár ferðir til þess að hreinsa borðið mitt.

mánudagur, apríl 28, 2003

Tileinkað málfarsvillum

Ég villtsjútling.
Þetta hevbergi er mjög óhreint.
Ég þvoli ekki undarleg skordýr.

Til allra tengdum einhverjum Skúla
Ég er búin að breyta þessu með nöfnin. Á meðan á þessum herlegheitum stóð eyðilagðist síðan mín tímabundið og varð að stórum ljótum kössum með linkum. Það tók langan tíma að laga það, það var mjög erfitt því að ég skil ekki html, en það tókst að lokum. Ég fer að gráta og hoppa fram af sólpallinum (það eru sko heilir 60 cm. niður á jörðina) ef að þið kvartið meira. En ég elska ykkur nú samt.

sunnudagur, apríl 27, 2003

Ég mæli með...

... stefnumóti með Michael Moore
Ég get allavega ekkert sagt nema að það er rosalegt. Ég hef ekki grátið í bíó síðan á Titanic en í kvöld breyttist það. Auk þess hló ég, sat agndofa og hneykslaðist. Allir eiga að sjá þessa mynd, takk fyrir.
... appelsínugula hlutanum í gulum melónunum
Bragðið er sætt, melónan er mjúk, upplifunin er himnesk og maður verður ekki of saddur.
... þessari síðu
Þ.e.a.s. þegar hún opnar. Þarna er hann Alli frændi minn að taka myndir.


Ég mæli ekki með...

... súkkulaðiplástrum
Öll höfum við heyrt um nikótínplástra. Þessir virka eins nema fyrir þá sem eru háðir súkkulaði. Þvílíkt rugl og endemis vitleysa
... litlum lærdómi
Sálarangistin sem fylgir á eftir öllu djamminu er svo sterk að maður trúir því næstum að þetta hefði kannski ekki borgað sig.
Ef að ég væri 6 ára þá væri ég núna að gráta vegna þess að ég væri handviss um að tannálfurinn væri að koma með risastóran bor og ætlaði að bora úr mér allar tennurnar. En ég er ekki 6 ára svo að í staðinn ligg ég afvelta og engist um af öllu namminu sem ég er búin að borða. Nammilúja!

Ég er búin að breyta tenglunum mínum. Stal líka nafninu Hall of Fame frá Skúla eldri en ég ætla ekki að hafa áhyggjur af því vegna þess að hann bloggar aldrei. Nú ætla ég að slétta á mér hárið fyrir stefnumótið mitt með Michael Moore á eftir kl. 20.00 í Regnboganum.

laugardagur, apríl 26, 2003

Af dimitöntum og fleira

Ekki get ég sagt að ég skilji til fullnustu færslu gærdagsins. Ég man ekki sterkt eftir því að hafa lyktað eins og gras og þó man ég nú margt. The Human Cannonball hélt, ásamt félögum sínum úr Sirkus MH, niður í bæ eftir dimmisjón í skólanum sjálfum. Ber helst að nefna ljósmyndara sem stoppaði á umferðareyju til þess að ná myndum af okkur og blessuðu fallbyssuna mína sem ég skildi ekki eftir, þrátt fyrir miklar bænir annar sirkusmeðlima. Ég einfaldlega sá ekki tilgangin í því að búa til þessa líka fínu fallbyssu og nota hana svo einu sinni. Ég var líka ansi hrædd um að fólk myndi ekki skilja hvað ég væri, þ´vi án fallbyssunnar var ég nokkuð óljós. Auk þess var fallbyssan mjög rúmgóð og máttu sirkusmeðlimir geyma hvað sem þeim listi í fallbyssunni. Ef einhver hefði innbyrgt of mikið magn áfengis þá hefði einfaldlega verið hægt að skella honum ofan í tunnuna í stað þess að skilja hann eftir. En það gerðist nú ekki, sem betur fer. Ekki skal farið í smáatriði bæjarferðar sirkusins, nema það eitt að það var gaman.
Eftir pottaferð og smá lúllerí hjá Karól, héldum við stöllur, hnífakastarinn í dulargervi fimleikastúlku og mannlega fallbyssukúlan, í fyrirpartý þar sem bjórinn var teigaður af miklum móð, líkt og hafði viðgengist allan daginn. Eftir Dimmisjónball, rölt á milli bara og mörg "nei stelpur mínar, þið eruð ekki nógu gamlar" fórum við heim að sofa. Meiningin var að endast í 24 tíma en þeir urðu víst 22 og verður ekki annað sagt en að þetta hefi verið hin mesta skemmtun í alla staði.

Nú ætla ég að fara í sumarbústað. Ég vil benda lesendum á eitt af skemmtilegustu bloggum á Íslandi, Katrínarblogg. Þó hún gleymi stundum að blogga þá eru t.d. síðustu tvær færslur alveg hreint frábærar. Dr. Love og Katrín gera góða hluti.

föstudagur, apríl 25, 2003

Ég var að dimitera. Stjörnuljósið var lengi að brenna og ég beið lengi. Svo fór e´g niður í bæ og drakk bjór. Núna ætla ég að fara heita pottinn hjá Karól af því að ég lykta eins og gras (ég veit ekki afhverju, hef ekkert verið að velta mér upp´úr frási, aðallega aldið mig við gangstéttina..)

Bless bless og hafiði það gott um páskana.. Já ég fékk brot af pa´ska eggi áðan á meðan ég pómnudi litlu kisuna til þess að vera hjá mér. Æ greyoið!

fimmtudagur, apríl 24, 2003

Gleðilegt sumar

Ég veit að sumarið er komið. Þó að ég hefi labbað heim, sólin hafi ekki látið sjá sig og ég sé tilfinningarlaus í tánum og puttunum, þá veit ég að sumarið er komið. Sumarið hjá mér kemur með Renault Daphne 1962, rjómahvítum á lit og ávallt nýbónuðum. Maðurinn sem á hann setur hann alltaf út þegar honum finnst sumarið komið og þá kemur sumarið hjá mér. Á veturna þarf bíllinn að húka inni í bílskúr en á sumrin fær hann að standa úti á götu frá 12.00 til 22.00 á hverjum degi. Maðurinn sem á hann keyrir ekkert um á honum, nema þá úr innkeyrslunni og út á götu og svo aftur til baka. Í mörg ár hef ég plottað hvernig bíllinn getur orðið minn, sérstaklega eftir að maðurinn gerði mér óvart þann heiður að setja bílinn út á afmælinu mínu.
Hinsvegar koma jólinn hjá mér með uppháum kokkahúfum en það er önnur saga sem ég segi í desember.

Mér finnst tvennt mjög pirrandi. Þegar...
... maður er með fullan munn af fiski og kannski kartöfulum og finnur fyrir beini sem reynist svo mjög erfitt að finna.
... maður tekur of seint eftir því að klósettpappírinn er búinn.

þriðjudagur, apríl 22, 2003

Dýrahald

Margir eru að opna Justin Timberlake skápinn. Til hamingju kæru félagar!

Ekki skil ég öll þessi undarlegu dýr sem hafa verið hjá mér í garðinum síðustu daga. Fyrst ber að nefna öll þessi börn sem hlaupa um og henda boltum í stofugluggann. Í haust gerðist það svo að hvít kanína birtist hér í garðinum og hefur hún vanið komur sínar hingað. Um jólin kom í ljós að hún býr hér ská fyrir neðan og eigendurnir leyfa henni að vera lausri þegar hún vill. Mér finnst þessi kanína vitlaus. Kettirnir tveir, sem búa hér í húsinu og fá oft kattamat með kanínubragði, renna hýru auga til hennar og oftar en ekki þarf ég að spretta út í garð til þess að reka köttin burt og kanínuna heim. Þá hefur kötturinn sett sig í veiðihug. Við köttinn segi ég "Farðu heim og éttu það sem er nú þegar dautt fyrir þig" en við kanínu segi ég oftast "Vilt þú fara heim til þín góða og vera þar". Klukkutíma seinna er kanínan komin aftur og kattamaturinn liggur óhreyfður. Fussum svei. Þó gerðist hið stórmerkilega í gær að hvít rjúpa gekk hér þvert yfir garðinn, með fram húsinu, yfir götuna og upp í holt. Ég stóð gáttuð, horfði á og kallaði á hana móður mína til þess að sjá rjúpuna. Ekki vitum við hvert hún var að fara eða hvaðan hún kom, en svo mikið er víst að hún hljóp hér fram hjá og var enginn köttur frá okkur útivið til þess að ráðast á greyið. Sem betur fer!

Í dag er ég svo búin að fara marg oft ofan í bláa tunnu til þess að æfa dimmisjónatriðið.. meira af því seinna.

mánudagur, apríl 21, 2003

Í tilefni páskanna

Fékk einhver þennan málshátt í páskaeggið sitt?
Betri eru kynórar en tenórar
Mánudagur til leti

Í gær fékk ég ekkert páskaegg. Mamma og pabbi skulda mér samt 5 páskaegg því að systir mín fékk þangað til að hún flutti að heiman, þá 23 ára og ég fékk ekkert páskaegg í fyrra vegna þess að ég var í Þýskalandi (ó hvað það var ljúft). Ég hef heitið hinum ýmsu hlutum til þess að gera foreldrum mínum lífið leitt, t.d. að ganga aldrei alveg frá neinu (lyklana ofan á lyklaskápinn, glösin hjá uppþvottavélinni). Pabbi lofaði mér hins vegar í staðinn 10 páskaeggjum fyrstu páskana eftir að ég flytti að heiman. Svo að í gær ákvað ég að leigja sófann hjá systur minni og hennar kalli. Þau eiga líka sódastrímvél.

Í gær upplifði ég unglingsárin eins og flestir á mínum aldri sem horfðu á sjónvarpið. Ég sá Titanic fyrst í níubíói 1. janúar 1998, þá var hún frumsýnd á Íslandi. Ég grét og klappaði í bíó og hét því að flytja til Hollywood og giftast Leo. Já, þegar maður var ungur, saklaus og vitlaus! Í morgun fórum við Skördí svo í sund og rifjuðum upp gömul deit og annað, við ansi mikinn hlátur.

Hér má finna örfáar myndir úr síðasta kórpartýi, aðallega af friðarathöfninni og svo nokkrar af honum Mumma (Björg).
Hér er svo skemmtileg sería af mér.. og engum öðrum. Mér finnst hún fyndin.

Og Atli þú ferð ekkert í efri kassann nema þú bætir mér í kassann þinn! Það var díllinn!

laugardagur, apríl 19, 2003

Ég játa

Þessi feluleikur er að fara með mig, hann étur mig lifandi. Ég get ekki þagað yfir þessu lengur. Kæru lesendur, ég ætla að koma út úr skápnum. Nei ekki samkynhneigðaskápnum. Öðrum skáp sem ég veit að margir húka inni í og þora ekki út úr vegna fordóma í samfélaginu. Ég loka mig inni í herbergi og stunda þetta. Ég hef jafnvel lagst svo lágt að nota áfengi sem afsökun til þess að geta stundað þetta. Ef að ég er í gleðskap og fleiri eru í glasi þá játa margir að þeir eru í sömu tilvistarkreppu og ég. Þeir taka jafnvel þátt og draga aðra með sér sem ennþá hafa ekki viðurkennt að þeir þurfa að koma út úr skápnum líka. En ég er sterk og ég mun halda áfram að stunda þetta, sama hvað þið segið. Ég vona að fleiri fylgi fordæmi mínu og viðurkenni þetta fyrir sjálfum sér og öðrum. Þeir geta komið í sjálfshjálparhópinn minn sem hittist á laugardagskvöldum.


Kæru lesendur, já ég viðurkenni og opna skápahurðina með stolti. Ég fíla Justin Timberlake í botn!

föstudagur, apríl 18, 2003

Enn af kórpartýi...

.. þar var drukkið og dansað, þar var hlegið en lítið sungið. Og Skúlafur missti móður sína í götuna og telst þess vegna ekki sterkur og hraustur lengur.
"Við getum þetta ekki lengur"

Í gærkvöldi var brotið blað í mannkynnsögunni þegar sópranar og altar, sem voru í sameiginlegum gleðskap í Kópavogi ákváðu að veifa hvíta fánanum og semja frið. Eins og flestir vita, hefur stríðsástand staðið yfir í ein 35 ár. Margt hefur gengið á og margar sprengjur fallið bæði frá altahálfu og sópranahálfu. Í gærkvöldi ákváðu stúlkurnar hins vegar að nú skildi þessu ljúki. Haldin var helgi athöfn þar sem brennd voru hin ýmsu líkneski og aðrir munir sem stuðlað hafa að stríðsástandinu. Við náðum tali af ungri stúlku þar sem hún dansaði gleðidans á meðan brennan stóð sem hæst.

Hver var aðdragandinn að þessi stríði?
"Sko í rauninni vitum við það ekki. Okkur var bara sagt þegar við komum í kórinn að við ættum að hata hina kvenkynsröddina og halda uppi skítkasti um hana. Þegar skoðaðar eru dagbækur sórpana og alta frá byrjun þessa tímabils þá getur maður dregið þá ályktun að tvær stelpur hafi verið að rífast yfir bassa. Hann sagði þeim báðum að hann væri hrifinn af þeim þegar hann var í raun hrifinn af tenór allan tímann en var bara að spila með stelpurnar. Það er að sjálfsögðu rugl að við séum enn þá í stríði útaf einhverum strák. Við getum þetta ekki lengur. Í dag er það alveg þekkt staðreynd að tenór og bassi eiga vel saman."
Hvernig líður þér núna?
"Ég er alveg rosalega hamingjusöm. Loksins get ég farið út á götu án þess að þurfa að óttast að einhver ráðist á mig eða að ég verði fyrir aðkasti. Þetta er auðvitað búið að standa alltof lengi. Ég lít núna á allr stelpurnar í kórnum sem eina rödd, eða eins og segir í lagi sem var samið hér í kvöld. "Það er rödd sem er bæði djúp og há og hún heitir rödd kórs Menntaskólanns við Hamrahlíð""

Við hleypum henni aftur í gleðinni þar sem dansað var fram á rauða nótt og óskum stelpunum innilega til hamingju með áfangann.

fimmtudagur, apríl 17, 2003

Dýrindis dagar

Hér mun fara saga mín síðustu daga, þó verður aðallega greint frá öllum þeim mat sem kom við sögu.

Á þriðjudagsmorgun var kóræfingum og höfðum ég og Hildigunnur lofað að sjá um morgunmat fyrir þá æfingu. Á kínaskóm með páskaliljur í hendi, skunduðum við kl. 9.00 um morgun frá Fjölnisvegi niður í bakaríið í Suðurveri. Keypt voru 60 rúnstykki, 5 snúðar og 3 vínarbrauðslengjur. Því næst var haldið til kaupmannsins sem var í þann mund að opna. Þar festum við kaup á mjólk, appelsínusafa, pestói, gúrkum, tómötum, osti og smjöri. Síðan héldum við upp í skóla og hófumst handa við að leggja hvítan dúk á borð, setja veðurbörðu páskaliljurnar í vasa, skera hitt og þetta og raða snyrtilega á borð. Ég bjó til fallegt, en ætt, listaverk úr tómötunum og gúrkunum. Er talið að allir hafi haldið sáttir og saddir á braut og þykir mér hin mesta vitleysa ef einhver og einhver annar sem bjuggu til eiginkonulistann telja Hildigunni þá einustu í kórnum sem gerir góðan mat. Ekki að því hafi verið haldið fram einhver tímann, bara að fyrirbyggja misskilning. Nóg af því.
Eftir kóræfingu fórum ég of Yngvi að versla í matinn. Við keyptum sumt ódýrt og gott, og sumt mjög dýrt og gott. Til þess að allir skilji söguna til fulls er réttast að útskýra eitt áður. Veitingarhús geta fengið hinar svokölluðu Michelin stjörnur. Gefnar eru þrjár í það mesta. Yngvi er að vinna á Hereford og þar vinnur maður að nafni Pieter frá Belgíu. Hann kemur frá tveggja stjörnu Michelin veitingarhúsi í Belgíu. Það þýðir þá að veitingarhúsið telst "excellent cooking, worth a detour". Á mánudag hittum við hann á kaffihúsi til þess að spjalli um daginn og veginn yfir Latte og bjór. Áætlað hafði verið að halda Rokkfélagsmat í vikunni og vorum við í miðri ræðu að lofsama Rokkfélagið þegar Pieter segir "I am free tomorrow night. Would you like me to cook for you?" Á þriðjudagskvöldið vorum við rokkfélagar prúðbúin heima hjá Yngva, ég lagið á borðið, 4 gafflar, 4 hnífar, ein desertskeið, einn desertgaffall, vínglas og vatnsglas. Anna Pála straujaði dúk og skyrtu og í eldhúsinu stóðu tveir kokkar, annar lærður og tveggja stjörnu, hinn góður, og skáru grænmeti og annað. Að sjálfsögðu var skálað í kampavín á undan matnum. Til þess að allir geti skilið hversu yndislegur þessi matur var þá tel ég upp matseðilinn hér.
-Menu-
Réttur eitt
Grillaðar kjúklingabringur og ristaður humar með epla- og avókadósalati, káli með dressingu og kumquat rjómamauki
Réttur tvö
Ferskt spagettí steikt með rósarkáli, valhnetum og sveppum
Réttur þrjú
Ögnbakaður og grillaður ferskur túnfiskur með piparrjóma og fersku grænmeti með limesafa
Réttur fjögur
Marineraðar nektarínur (úr einhverju sem ég vissi aldrei hvað var), grillað brauð með camembert, kryddi og hunangsgljáðum ferskjum fíkjum.
Réttur fimm
Ferskur ananas í sósu úr skyri, rjóma, mascarpone og earl grey tei með ís og súkkulaði sósu
Rauðvín kvöldsins
Baron Philippe Merlot
--------------

Það hlýtur því hver að skilja að það voru ansi þreyttir rokkfélagar og sem settust afvelta og mjög saddir á sófann. Kokkurinn var hinsvegar í fullu fjöri og vildi fara út að dansa. Kaffið gerði ekki mikið gagn og ég og Anna Pála ákváðum að sofa í rúminu hans Yngva. Hann var svo þreyttur að sófinn varð hans náttstaður. Morguninn eftir þurftu Anna Pála og Andri að vakna kl. 8.00 til þess að fara í skoðunarferð um Bláskógarbyggð. Það er önnur löng saga en ég hófst handa við að taka til. Kl. 11.00 vakti ég Yngvi og heimtaði að hann myndi keyra mig heim því að nú væri húsið orðið svo hreint. Þess gerðist ekki þörf því móðir mín, hin yndislega, hringdi og bauðst til þess að sækja mig. Hún vildi endilega bjóða mér í húðmeðferð á snyrtistofu í Smáralind, ég berháttaði í bílnum og burstaði tennurnar. Svo að á miðvikudagshádegi lagði ég mig á meðan einhver kona fór silkimjúkum olíuhöndum og andlit mitt og hendur.
Í kvöld er svo kórpartý á sama stað og Rokkfélagsmaturinn var. Ískápurinn minn er fullur að freyðivíni og jarðaberjum fyrir stúlkurnar í kórnum. Gæti lífið verið ljúfara?

mánudagur, apríl 14, 2003

Þetta hefur verið viðburðarrík helgi og ekki verða fleiri orð höfð um hana.

Af deginum í dag ber helst að nefna að Nanna Hjaltamamma hefur gjörst svo hugljúf að hlekkja á mig og þykir mér það með eindæmum mikill heiður. Megi hún mikla þökk hafa fyrir það.
Einnig ber að nefna að ég fór niður í Andaskítsgarð (eða Hljómskálagarð) í dag með ritstjórn Beneventum til þess að taka af þeim nokkrar myndir. Þau vildi ólm leggjast í andaskítinn til þess að taka mynd eins og er alltaf á öllum plaggötum fyrir Hárið en sem betur fer hættu þau við það. Í staðinn klifruðum við upp á skúr og frömdum nokkur áhættuatriði, t.d. stóðu þau öll fyrir neðan skúrinn og ég stökk niður og þau gripu mig. Einhvernveginn fannst mér þetta öruggara en að príla afturábak niður, kannski vegna þess að ég var í pilsi.

Bloggstríði við Inga er nú lokið. Aðallega vegna þess að ég fann ekkert ljótt um hann að segja (mér fannst tussa eða pjölla ekki viðeigandi) og vegna þess að fyrsta setningin var sú eina sem að ég meinti. Ég veifa því hvíta fánanum hér með.

laugardagur, apríl 12, 2003

Bloggstríð

Fyrir fjórum dögum hófst bloggstríð við Inga. Þar sem að ég hef ekki ritað neitt um það þá skulda ég fjórara vondar setningar um Inga og hér koma þær

1. Ingi er ljótur þegar hann er ekki með skegg
2. Hann er líka ljótur þegar hann er með skegg
3. Bílinn hans Inga er alltaf skítugur og ógeðslegur
4. Bloggið hans Inga er leiðinlegt og þurrt

Það má aldeilis segja að þungu fargi sé af mér létt. Fylgist spennt með því að það kemur meira seinna (ein setning fyrir hvern dag!)
Í gær var næntísball MH. Það var ansi gaman og má með sanni segja að margar eldri stúlkur hafi svo sannarlega nýtt sér þetta síðasta ball þeirra til þess að bæta upp fyrir síðuðstu ár.

Þakkarlisti
Yngstu strákar MH fyrir að vera sætir og samvinnuþýðir
Aðrir strákar MH sem gáfu nógu mörg stig
Anna Pála, Anna Tryggva, Hildigunnur, Inga Lára og Írene fyrir samkeppnina
DJ-amma, Ass of Bass og The Musicians fyrir einstaklega skemmtilegt tónlistarval
Verðandi forseti fyrir mörg stig
Free Style danshópurinn Döðlukunturnar fyrir glimmerið

miðvikudagur, apríl 09, 2003

Fréttayfirlit

Á föstudaginn las ég upp tölur á kosningavökunni, einnig tók ég boybandlag með Kára forseta vorum og sá rass. Okkur Hildigunni fannst það mjög fyndið. Síðan fór ég á pínu skrall og hitti Bolla, sem hét í raun Ketill og hitta líka klósettvörð í hlutastarfi.

Á laugardaginn fór ég til Akureyrar með Kórnum. Ritað verður meira um það seinna en hér verður getið lágpunkta og hápunkta...
Lágpunkturinn var þegar 96% kórsins fékk sér bakaðar baunir í kvöldmat og mátti finnast langar leiðir á lyktinna eftir það hvar kórinn var staddur, hverju sinni.
Hápunktarnir voru tveir. Þegar við fengum dýrindis málsverð í VMA (sem er mun betri en MA) og svo þegar við Skördí fórum í sund, sýndum listdans í rennibrautinni og sýndum fólki hvernig á að setja sundbol upp í rass til þess að renna hraðar.. allar fjölskyldurnar sem voru í sunnudagssundferðinni sáu það líka.

Í dag gerðist svo ekkert merkilegt. Ég sá reyndar að einhver var að kvarta á kommentum hér fyrir neðan. E.t.v. verða lagfæringar gerðar seinna, en ég vil bara benda á það að það þýðir ekkert að kvarta yfir að vera ekki með link á réttum stað og ég fæ ekki svo mikið sem lítinn link!

Ég hef heitið því að grýta hvern þann karlmann sem talar meira um þjöppun á lufsum, að skíta í beyglur eða einhvern annan ósóma. Eru virkilega til fleiri en þrír strákar í heiminum sem að finnst þetta fyndið? Þeir gefi sig þá vinsamlegast fram hér (ég skal ekki grýta þá).

föstudagur, apríl 04, 2003

Þar gala gaukar, þar vaxa laukar...

... hver kann svo restina af setningunni í þessu ljóði. Mig sárvantar hana og bið um hjálp (vinsamlegast kommentið ef að þið kunnið afganginn).

Annars er það helst að frétt að ég lifi í alsnæktum í pólitík skólans. Ég fæ nóg að borða og drekka, í mig er dælt skemmtiefni og pappír festist iðulega við skóna mína sem gerir það að verkum að skósólinn eyðist minna. Lifi kosningavikann. Já og margt skemmtilegt getur átt sér stað í kosningavikunni. Hér eru tvær sögur..

Brandarablaðið er gefið út af Uglu og Iris the Virus. Það er afar skemmtilegt blað og fá þær báðar Plöggorðu fyrir að endurvekja MH andann. En sagan er s.s. þessi: Á fyrsta tölublaði Konsingabrandarablaðsins var forsíðan eitthvað á þessa leið:

Athyglisverð fólksfækkun á Íslandi?
Haft eftir forsætisráðherra um stríðið í Írak á nýafstöðnum landsfundi Sjálfstæðismanna
,,og við íslendingar höfum tekið afstöðu í þessu máli..."

Kosningaráróður er gjarnan hengdur á hverja tröppu í stiganum upp að Miðgarði. Þessi kosningaráróður á þó oft til að losan og flækjast fólki um fætur. Slíkt gerðist í fyrra þegar ungur ónefndur drengur varð fyrir því óhappi að flækjast í einum slíkum, detta og puttabrotna. Reiður, með gifsi á putta, fór hann að leita að meðlimum framboðsins sem báru ábyrgð á flækingsáróðrinum. Hann fann slíka stúlku þar sem hún stóð á tali við mig og otaði ákaft gifsputtanum að henni á meðan hann tilkynnti hátt og snjallt að framboðið hennar myndi ekki fá hans atkvæði. Nei, hann ætlaði sko að kjósa hitt framboðið sem var ekki að stórslasa fólk hér í skólanum. Oh hvað ég var glöð að hann puttabrotnaði og ákvað þess vegna og kjósa mig og mitt framboð!

P.S. ég tek ekki ábyrgð á stafsetningarvillum, það gerir hver sem vill