föstudagur, apríl 02, 2004

Ég er ímyndunarveik

Afhverju þarf skólinn minn að vera staðsettur í skuggalegu porti á Laugaveginum? Það gerir það einfaldlega að verkum að þegar ég er þar ein að vinna fram á nótt þá þori ég aldrei að fara út vegna þess að ég er viss um að allir ljótu kallar Íslands séu að bíða eftir mér og róninn sem að ég trúi stöðugt að búi í ruslakompunni. Einning er ég viss um að einhver eigi eftir að brjótast inn á meðan ég er þarna. En möguleikarnir eru öngvir vegna þess að

a) skólinn er í kjallara með engum gluggum. Það veit því enginn af mér.
b) maður þarf tvo mismunandi lykla til þess að komast inn.
c) ef svo ólíklega vildi til að einhver myndi brjótast inn um efri horuðina þá er neðri hurðinn úr einhverjum rosalegum málmi svo að vondi kallinn þyrfti að hafa rosalegt tæki til þess að komast inn.

Og ég er svo ímyndunarveik að í gærnótt gargaði ég á stöðumælatæki vegna þess að ég hélt að það væri vondur kall, sem það var að sjálfsögðu ekki.

Yfirlýsingar
- Ingi er bestur.
- Ég er líka best og dugleg. Skilaði stóru verkefni í kvöld og það var klappað fyrir mér einni. Takk fyrir
- Á ég pappír, snýtupappír, því úr nös, rennur slímug á.

0 ummæli: