laugardagur, apríl 24, 2004

Endurminningablogg um bloggið mitt

Bráðum þarf ég að byrja að læra. Ég var einmitt að skoða nokkrar lærdómsfærslurnar frá því í fyrra. Og sumar þeirra finnst mér svolítið skondar. Hér meika ég alveg sens. Og ég skil ekki alveg hvernig mér tókst að klára Super Mario Bros í huganum hérna þar sem ég átti ekki Nintendo í gamla daga. Hér er ég augljóslega að missa vitið og Topp tíu listinn yfir hluti sem að maður gerir þegar maður á að vera læra en enn við gildi. En um komandi próf vil ég eingöngu segja þetta: Fokking helvítis djöfulsins andskotans helvítis prumpu gubbu (til heiðurs Uglu) tussu ógeðs ömurlega andskotans drasl.

Já þá er það komið út úr systeminu takk fyrir. Og í tilefni dagsins langar mig að birta dimmisjónfærsluna mína frá því í fyrra. Ég var augljóslega miklu hressari en Björg var í dag. Og fyrir þá sem ekki vita þá var ég svona Human Cannonball

föstudagur, apríl 25, 2003

Ég var að dimitera. Stjörnuljósið var lengi að brenna og ég beið lengi. Svo fór e´g niður í bæ og drakk bjór. Núna ætla ég að fara heita pottinn hjá Karól af því að ég lykta eins og gras (ég veit ekki afhverju, hef ekkert verið að velta mér upp´úr frási, aðallega aldið mig við gangstéttina..)
Bless bless og hafiði það gott um páskana.. Já ég fékk brot af pa´ska eggi áðan á meðan ég pómnudi litlu kisuna til þess að vera hjá mér. Æ greyoið!

0 ummæli: