Skin og skúrir
Í gær ætlaði ég að blogga um hvað lífið væri yndislegt. Ég ætlaði mér að segja: "Lífið er svo yndislegt stundum að maður gæti bara grátið."
Þegar ég var búin að vera í vinnunni í svona fjóra tíma þá fannst mér lífið bara ekkert yndislegt lengur.
a) Ég var búin að vinna vínsölukeppnina. Keppnin fólst í því að selja ákveðið mikið af tveimur tegundum af víni. Ég var búin að selja átta flöskur af þessum tveimur tegundum. Svo svindlaði ein stelpan og ég tapaði.
b) Sextíu og plúsa ára kall var búin að vera að reyna við mig allt kvöldið. Og svona frekar ógseðslega. Og það var ekki lengur fyndið
c) 12 bisnesskallar frá tipsþjóð Norðurlandanna, Noregi, voru búnir að vera afskaplega grand á því. Tvöfaldur Koníak X.O. á þá alla með kaffinu, humar út í eitt og einar sjö hvítvínsflöskur,, svo að ég tali nú ekki um allt annað sem þeir fengu. Ég var búin að brosa mínu blíðasta og gera nánast allt sem þeir báðu um. Ég fékk nákvæmlega núll krónur í tipps.
Þá ætlaði ég mér að blogga um hvað lífið væri asnalegt. Ég ætlaði mér e.t.v. að segja: "Fólk er stundum svo asnalegt að það er asnalegt"
Eftir lokun var lífið aftur orðið gott. Ég fékk latte með hjarta.. og við erum ekkert að tala um neitt smá hjarta. Og svo fékk ég tvo bjóra fyrir að vera í öðru sæti í vínsölukeppninni + hráskinku og geitaost. "Stundum er lífið bara alveg yndislegt"
Og í morgun var lífið aftur ömurlegt. Það er fokking uppselt! En e.t.v. verður lífið gott aftur ef að við kaupum miða á þennan viðburð. "Ég bíð spennt!"
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli