Barnamenning til þess að grenja yfir
Til öryggis ber að taka fram að þetta er bara upprifjun og líklegt er að bækurnar/spólurnar séu ekki svona hræðilegar í raun og veru.
Depill litli
Blá harðsjalda bók með einmana kanínu framaná
Mesta rasista bók í geimi sem fjallar um litla kanínu sem fæðist doppótt inn í ódoppótta fjölskyldu. Þegar kemur að fjölskylduboði þá er litla doppótta kanínan skilin eftir ein heima afþví að þau skammast sín svo fyrir að hún sé doppótt. Svo strýkur hún til þess að forða fjölskyldunni frá skömminni og finnur doppótta fjölskyldu og allir fara að leita að henni. En ég grenjaði oft yfir þessari bók og var gott ef ekki búin að krota yfir ódoppóttu kanínumömmuna og kanínupabbann. Ég hef enn ekki fundið boðskapinn í sögunni.
Froskurinn sem vildi læra að fljúga
Spóla, hvítt cover með grænum froski (væntanlega!)
Froskurinn vill læra að fljúga eins og bréfdúfan. Farið er með hann til einhver læknis sem græðir á hann vængi. Svo er allt ömurlegt og það rignir á hann endlaust. Þá fer hann að væla (og ég með) og lætur fjarlægja vængina. Boðskapurinn væntanlega sá að grasið er ekki grænna hinu megin.
Píla Pína
Spóla og bók, bæði gul með mynd af mús af fljóta á hrossaskít niður á
Píla Pína á æðislega fjölskyldu en flýtur í burt niður á á hrossaskít. Reyndar kemst hún heim aftur en "Hvar er litla Píla Pína? Sárt er að missa sína." með Röggu Gísla er bara algert grenjulag. Á væntanlega að vera forvörn svo að krakkar týnist ekki eða strjúki að heiman.
Græna höndin
Bók og spóla, einnig gul. Mynd af krökkum í hring með kerti framan á
Virkilega ógeðsleg hryllingsbók sem segir t.d. frá börnum sem gleyma að kaupa lifri í matinn. Þá muna þau eftir líki gamallrar frænku sem er nýdáin og er geymd uppi á lofti og skera bara lifrina út því (lítill börn kunna að sjálfsögðu að kryfja). Frænka gengur að sjálfsögðu aftur með orðunum "Hver tók lifrina mína? Hver tók lifrina mína?" og sker úr þeim lifrina og drepur þau. Einnig er saga um pabba sem kaupir dúkku handa dætrum sínum og svo myrðir dúkkan allar dæturnar. S.s. Virkilega ógeðslega bók og maður grenjar eingöngu af hræðslu. Boðskapurinn e.t.v. að kenna börnum að skera ekki lifrina úr frænkum sínum?
Afi minn
Grá bók með ljósmynd af afa og stelpu framaná
Afi er bestur í heimi, ýtir alltaf í rólunni o.s.frv. Svo deyr hann. Augljóslega skrifðu til þess að láta mann fara að gráta. Ég las hana ekki alla. Þegar afinn dó grenjaði ég svo mikið að hún hefur verið geymd út í skúr æ síðan. Borðskapurinn þó líklegast að kenna börnum að sættast við dauðann.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli