föstudagur, apríl 02, 2004

Bland í poka

Þó að ég sé sjálf ákaflega óskipulögð þá er nokkuð augljóst að líkaminn minn er það eigi. Líkt og allar aðrar konur þá skipuleggur hann mánaðarlegan kvennleika hjá mér en nú hefur hann tekið upp á skipuleggja einnig mánaðarlegt kvef. Sjá hér sem og hér.

Mamma mín er í mikilli ónáð. Ég á ljótasta dress í geimi. Það er svo ljótt að það myndi gera mig drottningu, konung, prinsessu, prins, butler, hirfífl og eldabusku ljótufatanna. Og ég er að fara í ljótufatapartý og mamma mín telur sig hafa hent ljótasta dressi í geimi. Ljóta mamma.

Og í mínum huga vann Borgarholtsskóli. Og afi minn sagði að Verslingar létu eins og börn á fermingaraldri og hann er sko 96 ára og veit meira en öll Gettu Betur lið heimsins samanlagt. Auk þess er hann merkilegri en flest allt.

Og nú er ég búin að tjá mig bless.

0 ummæli: