Vinnublogg
Ef einhver segir við mig að unglingar séu til skammar þegar þeir eru fullir þá ætla ég að slá hinn sama. Allavega hrista hausinn og hnussa.
Í gær beið ég eftir því að geta lokað vegna þess að uppi sátu tvenn hjón. Þau þekktust ekkert en voru á hörkuspjalli, öll vel íðí. Umræðurnar snérust aðallega um börnin þeirra
Mamma eitt: "Hann Gunni sonur okkar hann er alveg æðislegur. Hann er alveg eins og pabbi sinn nema bara ljóshærður. Við keyptum sko Hjóndæ handa honum þegar hann fékk bílprófið og hann er rosa duglegur að keyra. Svo er hann svo sætur, enda alveg eins og pabbi sinn!"
Mamma tvö: "Já hún Rán okkar hún er sko svo sæt að allir strákarnir eru alveg að deyja. Við ætlum sko að gefa henni bíl þegar hún klárar bílprófið. Hún er alveg æði hún Rán"
Fimm min. seinna Sjá samtal fyrir ofan
Fimm min. seinna Sjá samtal fyrir ofan
Fimm min. seinna Sjá samtal fyrir ofan
Fimm min. seinna
Mamma eitt: "Hún Sigga dóttir okkar, hún er sko systir hans Gunna, sonar okkar. (Innskot frá bloggara: Það getur bara ekki verið!) Hún er sko að æfa á harmonikku og er algjör snillingur. Gunni verður örugglega sagnfræðingur. Allavega, Gunni þolir ekki þegar hún fer að æfa sig. Samt sækir hann hana alltaf í tónlistarskólann. Oh, hann er alveg æði. Viltu ekki bara láta hann giftast henni Rán?"
Mamma tvö: "Já heyrðu, það er frábært!"
Fimm min. seinna Sjá samtal fyrir ofan
Svo fóru þau að kalla börnin tengdason og tendadóttur og stuttu síðar var verðandi tengdafaðir stelpunnar látinn hringja í Gunna og tilkynna honum ráðahaginn.
Hálftíma seinna
Mamma eitt: "Hann Gunni er alltof dekraður. Hann fær sko allt. Hann á [setja inn fullt af dýru græjudóti hér] og svo er hann alltaf að heimta meira. Ég meina við búum fjögur í 350 fermetra húsi og samt segir hann að herbergið sitt sé of lítið. En ég læt auðvitað allt eftir honum. Hann er frumburðinn minn!"
Mamma tvö: "Já Rán er líka svona. Hún fór að gráta um daginn því að ég vildi ekki láta hana hafa pening fyrir gervinöglum. Svo gerði ég það auðvitað. En hún er algjör frekja. Ég skil þetta ekki!"
Mamma eitt: "Nei, ekki ég heldur!"
Og svo böbbluðu þau þangað til að þau höfðu ekki rænu né úthald í meira og stauluðust heim. Bjánafólk.
Þetta var svo sem alveg fyndið. En í kvöld beið ég aftur í klukkutíma eftir fólki sem var uppi. Þau voru að hnakkrífast um að einhver hefði lekið einhverjum upplýsingum í fjölmiðla og einhver hefði ekki gert það. Þau hnakkrifust um eitthvað sem gerðist árið 1997 (í alvöru!) og um hver fengi nú að vera í stjórn og hver ekki. Þau rifust um að einhver hefði segt að eitthvað símanúmer væri annað símanúmer og að einhver hefði sagt að þessi væri asnalegur og vitlaus. Og þau voru svo barnaleg að það hálfa væri nóg.
"Þú segir mér ekkert að þegja og vertu ekki að grípa fram í fyrir mér!"
"Víst segi ég þér að þegja. Þegiðu bara"
"Nei, þegi þú"
"Þegiðu bara sjálfur!"
"Ég er að tala og viltu þegja"
"Þegið þú bara. Ég ætla ekkert að þegja!"
"Já ég ætla heldur ekki að þegja. Þegi þú".. and on and on and on!
Jæja, að hanga yfir blindafullu fullorðnu (að einhverju leiti) fólki er afar þreytandi. Ég er farin að sofa.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli