miðvikudagur, júní 02, 2004

Helgin

Hef ákveðið að gera hana að plús og mínus lista sem virðist vera að breytast í hefð hjá mér.

Plúsar
+ Opnunin á útskriftarsýningunni okkar (stendur til 7. júní á Laugavegi 25, 3. hæð, opið frá 14-20 alla daga)
+ Tapasbarinn eftir opnunina, hressa fólkið þar, sérstaklega þau sem kláruðu hvítvínið uppi í stúdíói.
+ Að sofa út á laugardeginum
+ Kórpartýið hjá Jónasi. Hann er án efa besti tenór sem kórinn hefur átt.
+ Eiginmannalistinn
+ Saumaklúbburinn okkar Bjargar, Salóme og Valdísar. Afskaplega stundvís
+ Sundferðin okkar Bjargar og reddingardagurinn
+ Allt hitt með Björgu
+ Brjóstakeppninn, eingöngu sýnileg keppendum
+ Bitchfightið, fyrir þá sem horfðu á og höfðu gaman af
+ Þegar Marta festi sig í kofanum í bakgarðinum hjá Jónasi. Það var mjöööög fyndið.
+ Trúnóið
+ Ég í gyminu á mánudagsmorgunin í tvo tíma, síðan í sund á eftir
+ Brúnkan sem er að láta sjá sig
+ Susanna Baca. Hef aldrei vitað að fólk geti hreyft sig í slow motion í alvöru, þá án þess að leika
+ Rupert að vinna Survivor. Ég vissi það fyrir en felldi engu að síður nokkur tár.. nei ég er ekki að djóka!

Mínusar
- Augljóslega hræðilegu fréttirnar
- Tæknimennirnir á Susanna Baca sem fokkuðu einhverju upp
- Kokkurinn í vinnunni sem virðist vera að byrja á túr
- Allt hitt fólkið í vinnunni sem virðist líka vera á túr
- Sandkassinn á róluvellinum sem ég virðist hafa hirt með mér í skónum og sokkunum
- Fólk sem skilur ekki OC

Eitt að lokum. Við Jóhannes erum frekar hress á því eitt og tvö

0 ummæli: