Meira bland í poka
Litli strákurinn á efri hæðinni á hlaupahjól. Hann notar það aldrei og ég hef þess vegna tekið það í mínar hendur. Ég er nánast búin að eyðileggja sólann á einum skónum mínum vegna þessa. Það er samt frekar fínt að vera á svona hlaupahjóli sko. Væri alveg til í að eiga svona rautt með hvítum hjólum. Svo finnst mér ég bara eitthvað svo kúl á hlaupahjólin. Annars er ég bara kúl yfir höfuð sko.
Konan við hliðin á mér hefur þann vana að setjast út í garð þegar sólin skín. Það er svo sem ekkert merkilegt fyrir utan það að hún sest alltaf í garðinn fyrir framan húsið sitt eða bara eifaldlega út í stiga. Sem er heldur svo sem ekkert merkilegt fyrir utan það að hún er oftast á brjósthaldaranum og stundum án hans. Sem væri allt í lagi ef hún væri ekki komin langt á níræðisaldurinn og með stærri brjóst en ég (nei Atli, ég er ekki að grínast!). Það er samt frekar fyndið. Maður er orðinn vanur að heilsa henni hálfnaktri. Enda er hún ákfalega brún.
En talandi um brjóst. Ég tók einmitt nokkrar brjóstamyndir á kóramótinu. Og er einmit búinn að skella þeim á netið hér ásamt fleiri myndum. Mér finnst þær alveg frekar skemmtilegar. Nú er svona keppni. Allar myndirnar af okkur lýsa ákveðinni tilfinningu eða gjörðum. Þannig að þið kommentið á myndirnar hvaða tilfinning myndin lýsir. Svo skal ég segja ykkur hvað er hin eiginlega tilfinning.
Takk fyrir bless.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli