föstudagur, júní 25, 2004

Leikur, ljóð og lífsgleði
Þetta er sko vinnuheiti á aunglingabók sem að ég ætla að gefa út

Mér finnst svo asnalegt að fólk fari ekki í leiki í bílunum sínum. Finni t.d. risastórt tún og fari í "Keyra í skarðið", "Stórbílaleik" eða "Dimalamm". Það væri líka magnað að fara í þrautakóng á bílnum sínum. Ég ætla að finna upp eitthvað system svo hægt sé að klukka án þess að skemma bílinn. Mér finnst þetta í alvöru heví góð hugmynd.

En að öðru málefni sem mikið hefur verið bloggað um (sjá t.d. [1], [2], [3], [4], [5]
Eftir þrjá og hálfan tíma mun ég væntanlega standa á plani Menntaskólanns við Hamrahlíð og syngja "Hver á sér fegra föðurland" eða álíka ættjarðarlag ef allt fer eftir óskum. Tveimur og hálfum tíma seinna mun ég vonandi rölta á milli sætaraða í flugvélinni og biðja kórfélga að krota yfir litla setningu í Iceland Review ("In Iceland, tipsing is included in the service"). Og síðan nokkrum tímum seinna verð ég kannski gubbandi á einhverjum báti. Það þykir mér reyndar ólíklegt þar sem ég hef aldrei verið sjóveik. Og ég er ekki búin að pakka og er að klára að vinna í verkefni sem ég verð að skila af mér á morgun. Djöfull verð ég hress maður!

Allavega, ætla að semja ljóð eins og síðast, þegar ég fór til Filippseyja

Er Ragnheiður sjálf hóf að vera
tuttuguogeins vetra gömul
Tösku hún þurfti að bera
samt ó svo ung og fögur.

Hún var dóttir Steinunnar
er var dóttir Bjarnheiðar
við snúum okkur aftur til Ragnheiðar
er horfir nú á flugvélar.

Hallelúja, hallelúja, hallelúja
Eistland here we come
Og aðeins fyrir Skúla
með eina flösku af romm

Bless bless

0 ummæli: