Ég mundi skyndilega eftir listanum sem ég bjó til síðasta sumar. Á honum tók ég fram hinar ýmsu listir sem ég ætlaði að vera búin að fullkomna að ári liðnu. Listinn er svo hljóðandi:
Margvíslegar ólærðar listir
Að ári liðnu ætla ég að geta...
... jugglað með 4-5 boltum
... gengið á stultum
... gengið á höndum
... tekið ofurstökksnúning í loftinu þar sem haus fer fyrir neðan lappir
... spúið eldi
... snúið postulíndiski á puttanum
... farið í handahlaup og/eða flikk flakk
... klifrað upp í allt sem mig langar að klifra upp í
... spilað fullkomlega á gítar og norska munnhörpu
... smellt fingrum almennilega
... snúið penna og trommukjuðum fullkomlega um fingur mér
... húllað í a.m.k. 40 min. með húllahring
Segjum sem svo að ég kroti nú yfir þær listir sem ég er búin að fullkomna. Hann lítur svona út (sjá lista hér að ofan). Þessi listi var birtur 20 ágúst 2003. Það er því augljóst að sumarið fram undan mun verða undirlagt löngu og ströngu æfingarferli. Sérstaklega í ljósi þess að:
a) ég á bara 3 juggle bolta
b) ég á ekki stultur
c) fólkið sem ætlar að kenna mér að spúa eldi er í Noregi
d) ég á ekki postulínsdisk
e) ég hef fátt að klifra upp í
f) norksa munnharpan mín er týnd
g) trommukjuðarnir mínir eru týndir
h) ég á ekki húllahring
Annars er ég að vinna að listanum sem ég ætla að fullkomna í sumar. Fyrst er ég að búa til boðskort í barnaafmælið mitt (ég neita að vera gömul). Og að lokum hef ég búið til nýtt myndaalbúm. Myndaalbúmið er tileinkað fólkinu sem verður aldrei tengdaforeldrar mínir, þó það óski þess heitast. Alda og Jóhannes, Ég er ljót gjöriði svo vel.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli