Númer 300
Þessi póstur er númer 300. Það þýðir að 300 sinnum hef ég talið mig hafa eitthvað mikilvægt að segja. Ólíkt Guðmundi nokkrum Einari (tenór fyrir þá sem enn ekki kveikja) hef ég þó í nokkur skipti haft eitthvað mikilvægt að segja.
Annars hef ég nokkuð mikilvægt að tilkynna hér á blogginu.
Ég hef lokið þriðja stigi á slagverk. Ég fékk 10 á fyrstu tveimur stigsprófunum mínum og 9 á því þriðja. Ég var mjög góð á pákur og trommukennarinn hafði aldrei kennt neinum sem höndlaði burstana jafn vel og ég. Sama hvað hver segir þá hef ég lokið þriðja stigi á slagverk með glæsibrag.
Takk fyrir bless
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli