sunnudagur, júní 06, 2004

Vinnublogg

Ójá börnin góð. Sumarið er komið með blóm í haga, rækjusölu og vinnubloggum. Og hefst nú lesturinn.

Saga eitt
Tveir útlendingar sem hafa nýlokið snæðingi eru að spyrja yfirþjóninn spjörunum úr. Það er of mikið að gera til þess að yfirþjónninn geti haldið uppi vitsmunalega og staðreyndarréttum samræðum.

Kona eitt: "So what do you so in the wintertime"
Yfirþjónn: "We work in our gardens for example"
Kona tvö: "Really? What about all the snow and frost"
Yfirþjónn: (hefur nú áttað sig á spurningunni og mistökunum) "Well, we have heated gardens"

Saga tvö
Húsið er fullt en eins og venjulega hefur verið tekið á það ráð að dæla þeim útlendingum sem ekki geta fengið sæti inni á Brekku úr í hið margarómaða fiskihlaðborð. Fjórir frakkar standa í hurðinni og yfirþjóninn reynir af miklum mætti að útskýra fyrir þeim hvað fiskihlaðborðið er.

Yfirþjónn: "We have a fish buffet"
Frakkarnir sem skilja ekki ensku: "?"
Yfirþjónn: "It´s a table with a lot of fish on it"
Frakkarnir sem skilja ekki ensku: "?"
Yfirþjónn: "Fish buffet, you can eat as much as you can. Buffet, fish buffet, food buffet"

Ekki virðist útskýringin ganga vel. Fyrir aftan yfirþjóninn stendur annar þjónn. Hann hallar sér að yfirþjóninum og hvíslar "Phoebe Buffay"

Yfirþjónn: "Yes, Phoebe Buffay!"

Hér áttar yfirþjóninn sig á því að hún hefur verið göbbuð

0 ummæli: