miðvikudagur, júní 09, 2004

Samræðublogg

Mótorhjólasamræður í heitapottinum

Tribaltattúveraði gaur: "Sko mér finnst bara að það þurfi að leggja þessum nýju gaurum línurnar"
Gaur með tígrisdýratattú: "Já einmitt. Segja þeim bara að ef þeir vilja djóna klúbbinn þá spítta þeir ekkert fram út okkur!"
Tribaltattúveraði gaur: "Um daginn þegar við vorum að keyra að Þingvallar vatni þá tók Gunni fram úr mér. Og í beygju í þokkabót, þegar ég var að prjóna og ætlaði að skera í beygjuna. Næst þegar við stoppuðum þá sagði ég bara við hann "Þú tekur ALDREI aftur fram úr mér! Er það skilið?" (hér otar tribalgaurinn puttanum æst út í loftið) En auðvitað gerði hann það svo. Djöfulsins fífl!"
Gaur með tígrisdýratattú: "Svo er hann bara að keyra á einhverri beyglu sko. Hann er ekki einu sinni á túrbó R-C768 racertype eða neitt. Þessir gaurar verða bara að skilja að þeir taka ekkert fram úr okkur. Þeir fara ekki á meira en 100 km. hraða. Bara eins og með stelpurnar. Svo bíðum við bara eftir þeim í næsta stoppi"
Gella með tribaltattú á mjöðminni: "Einmitt"

Af samræðunum að dæma virtist mér að þetta væru Guð, Jesú og María Mey mótorhjólasamfélagsins á Íslandi. Að öðru leyti fannst mér þau bara asnaleg.

Afasamræður á spítalanum

Hins vegar er afi minn ekki asnalegur. Ó nei, hann er bara snillingur. Um þessar mundir er hann á spítala. Þegar ég og mamma komum að heimsækja hann í gær þá var hann hinn hressasti

Mamma: "Pabbi minn, viltu ekki raka þig?"
Afi: "Tja, ég get svo sem alveg gert það en ég ætlaði nú ekki í neina kelerísferð"
Mamma: "Jæja, hér er allaveg bjallan fyrir hjúkkuna"
Afi: "Ég læt þær nú aldrei snúast neitt um mig. Það er frekar að ég taki þær upp í einn snúning"

0 ummæli: