þriðjudagur, júní 15, 2004

Vinnublogg

Ég er búin að vera afskaplega dugleg í dag. Ég fór í leikfimi með mömmu minni í morgun. Það var hressandi en leiðinlegt vegna þess að þetta var pallatími. Ég skil þetta bara ekki "Og mambó stelpur!" "Jeij! 16, 15, 14..." "Og þrefalt hné!" "Jeij 16, 15, 14..." "Er þríhöfðin farinn að taka á?" "Já" "Ha! Þá gerið þið milljón æfingar í viðbót!"
Og ég er manneskjan sem er alltaf að hoppa út um allt á pallinum og gera eitthvað allt annað. Og allir hinir hlægja að mér..

En þetta er víst vinnublogg. Í vinnunni í dag gerði ég.. ósköp lítið. Við pældum aðallega í hvaða strákur væru sætir. Þeir voru:
... garðyrkjumaðurinn sem er að laga öll beðinn í kringum húsið. Stelpurnar voru víst að spá í að rífa upp öll blómin sem hann hafði plantað svo að hann þyrfti að vera lengur
... gaur sem vinnur líka í portinu. Hann var ekki sætur í fyrra
... útlendingur sem kom einn út að borða. Hann fékk súpu með rjóma, rjóminn var í laginu eins og hjarta.

En því miður reyndi enginn þeirra við okkur. Sá eini sem gerði það í allt kvöld var rúmlega níðræður gamall ljótur kall sem var í fylgd með 16 blindfullum Japönum. Það hljómar skemmtilega, en er það ekki. Eftir rúmlega 0.05 af brennivínsskoti var kallinn farinn að teygja sig í okkur, blikka ákaft og kalla okkur hinum og þessum misskemmtilegum nöfnum. Á einhvern undraverðan hátt tókst honum að toga samstarfskonu mína í kjöltu sér og klípa í brjóstið á henni (já, ef þið eruð rugluð, þetta gerðist í vköld, á mánudagskvöldi). Þegar ég fór voru Japarnir búnir að smyrja hann allan í framan með ís..

Já, fólk er ekki alltaf dannað..

0 ummæli: