Ég er farin til London, Kuala Lumpur og Filippseyja. Mér finnst að allir eigi að gera eins og Skördí og semja ljóð.
Dreymdi mig oft daga þá
deginum ég eyddi
Á fagurri Filipsseyjatá
og faðminn minn út breiddi.
Syngjandi mun ég stíga á land
sólin geilsar á kórinn
Komin í mitt kæra draumland
k(h)var mig dreymdi um vórinn*
Viljiði biðja Uglu um að senda mér sms með heimilisfangi svo að hún fái nú bréfið gæskann.
Takk og bless
*Færeyskt orð yfir þá mánuði þegar sumar og vor mætast
miðvikudagur, ágúst 27, 2003
Obligatory vinnufrásögn
Sumarið endar hjá mér þegar ég kem heim frá Filipsseyjum og þess vegna er síðasta vinnukvöldi sumarsins á Lækjarbrekku lokið. Það var í marga staði merkilegt.
Í fyrsta lagi þá var dip kvöldins, eða ,,amuse bouchée" eins og fróðar konur kalla það, hrefnukjöt, pönnu steikt og marinerað í austurlenskri sósu. Það voru ófáir Íslendingarnir sem afþökkuðu en ekki einn einasti útlendingur. Útlendingarnir voru alveg heillaðir af "minkwhale" og sumir báðu m.a.s. um að fá meira.
Í öðru lagi þá voru flest allir mínir viðskiptavinir dönskumælandi. Fjögur borð voru aldönsk, eitt átta manna karla borð þar sem dönsku víkingarnir (sem voru nýkomnir út ævintýraför frá Grænlandi) hófu kvöldið á að lofsama fegurð íslensks kvennpenings, blikkuðu okkur stúlkurnar svo ákaft og flautuðu "áhugastefið" hvor í kapp við annann. Það þótti mér fyndið. Hin borðin voru ekki svo merkileg að utanskildu einu. Þar voru vinkonur tvær, sem báðar eru að nálgast sextugt býst ég við. Önnur var alíslensk en hin var dönsk en hafði verið búsett á Íslandi augljóslega í all-langan tíma. Hún var alveg mögnuð. Hárið var uppsett í sixties greiðsu, eyrnalokkarnir náðu langt niður á axlir, hún var í fjólubláu átfitti og hún tala íslenskdönsku t.d. "Ja og svo bare gik jeg ind i svefnværelset!" "Nej, við ska bare sitja hér fordi at vi höfum det svo fint hér"
Í þriðja lagi þá fékk ég einn Brynjólf í tips frá Íslendingum! Það hefur ekki gerst í mörg ár!
Ég er farin að skjálfa af kaffiskorti og mig langar að snúa disknum mínum meira. Ykkur til gleði bendi ég á þessa frábæru mynd af Bjarna og Mumma sem og fleiri frá Braga Snaga
Sumarið endar hjá mér þegar ég kem heim frá Filipsseyjum og þess vegna er síðasta vinnukvöldi sumarsins á Lækjarbrekku lokið. Það var í marga staði merkilegt.
Í fyrsta lagi þá var dip kvöldins, eða ,,amuse bouchée" eins og fróðar konur kalla það, hrefnukjöt, pönnu steikt og marinerað í austurlenskri sósu. Það voru ófáir Íslendingarnir sem afþökkuðu en ekki einn einasti útlendingur. Útlendingarnir voru alveg heillaðir af "minkwhale" og sumir báðu m.a.s. um að fá meira.
Í öðru lagi þá voru flest allir mínir viðskiptavinir dönskumælandi. Fjögur borð voru aldönsk, eitt átta manna karla borð þar sem dönsku víkingarnir (sem voru nýkomnir út ævintýraför frá Grænlandi) hófu kvöldið á að lofsama fegurð íslensks kvennpenings, blikkuðu okkur stúlkurnar svo ákaft og flautuðu "áhugastefið" hvor í kapp við annann. Það þótti mér fyndið. Hin borðin voru ekki svo merkileg að utanskildu einu. Þar voru vinkonur tvær, sem báðar eru að nálgast sextugt býst ég við. Önnur var alíslensk en hin var dönsk en hafði verið búsett á Íslandi augljóslega í all-langan tíma. Hún var alveg mögnuð. Hárið var uppsett í sixties greiðsu, eyrnalokkarnir náðu langt niður á axlir, hún var í fjólubláu átfitti og hún tala íslenskdönsku t.d. "Ja og svo bare gik jeg ind i svefnværelset!" "Nej, við ska bare sitja hér fordi at vi höfum det svo fint hér"
Í þriðja lagi þá fékk ég einn Brynjólf í tips frá Íslendingum! Það hefur ekki gerst í mörg ár!
Ég er farin að skjálfa af kaffiskorti og mig langar að snúa disknum mínum meira. Ykkur til gleði bendi ég á þessa frábæru mynd af Bjarna og Mumma sem og fleiri frá Braga Snaga
þriðjudagur, ágúst 26, 2003
Hamingjuóskir dagsins
Innilega til hamingju. Þetta tímabil hefur verið lengi að líða. Það hefur verið strembið. Stundum fyllt gleði og stundum fyllt reiði. Ég tel mig hafa gengið í gengum hreinsunareldinn, framtíð mín er skýrari en áður var. Ég tel mig hafa þroskast og misþroskast sem manneskju og ég tel að þetta hafi einungis verið mér til góðs. Í dag lýkur sumri og í dag lýkur sumri, sérhvers vinnandi kvennmanns. Og á morgun skín Filippseyjasól, Filippseyjasól Hamrahlíðarkórsins. Og í dag er síðasti vinnudagurinn minn í langan langan tíma.
Til hamingju Ragnheiður.
Þetta bull var tileinkað sjálfri mér og Lækjarbrekku með gleði og hatur í huga
Innilega til hamingju. Þetta tímabil hefur verið lengi að líða. Það hefur verið strembið. Stundum fyllt gleði og stundum fyllt reiði. Ég tel mig hafa gengið í gengum hreinsunareldinn, framtíð mín er skýrari en áður var. Ég tel mig hafa þroskast og misþroskast sem manneskju og ég tel að þetta hafi einungis verið mér til góðs. Í dag lýkur sumri og í dag lýkur sumri, sérhvers vinnandi kvennmanns. Og á morgun skín Filippseyjasól, Filippseyjasól Hamrahlíðarkórsins. Og í dag er síðasti vinnudagurinn minn í langan langan tíma.
Til hamingju Ragnheiður.
Þetta bull var tileinkað sjálfri mér og Lækjarbrekku með gleði og hatur í huga
sunnudagur, ágúst 24, 2003
Ýkti feministinn myndi halda því fram að það væri ójafnrétti í almenningsklósettunum í Lækjargötu. Karlaklósettið er nefnilega Stjórnarráðsmegin og það hlýtur jú að teljast betri staðsettning.
Ég verð flinkari með hverjum deginum sem líður. Núna get ég allaveg jugglað pínu pons með 3 boltum og skil aðeins betur hvernig þessi list fer fram. Hins vegar er ég að verða fáránlega góð í því að snúa diski á priki. Bráðum verð ég eins og þessi gaur. Ég skal sýna ykkur það við tækifæri ef þess er óskað.
Kannski stofna ég bara sirkus!
Ég verð flinkari með hverjum deginum sem líður. Núna get ég allaveg jugglað pínu pons með 3 boltum og skil aðeins betur hvernig þessi list fer fram. Hins vegar er ég að verða fáránlega góð í því að snúa diski á priki. Bráðum verð ég eins og þessi gaur. Ég skal sýna ykkur það við tækifæri ef þess er óskað.
Kannski stofna ég bara sirkus!
föstudagur, ágúst 22, 2003
Ég og Karól vorum að horfa á Harry Potter 2 í gær. Ég skil ekki alveg eitt. Í hverju húsi eru tíu krakkar í hverju ári. Það þýðir þá að í öllu árinu eru 40 krakkar. Þá þýðir að 40 sinnum 7 (fyrir árin 7) eru 280. S.s. að 210 krakkar eru í Hogwarts. En í myndinni virðist vera svona 75.280 krakkar. Ég er að pæla í að hringja í framleiðendur eða bara Rowling.
En fyrst ætla ég að kaupa mér Juggle bolta. Mummi og Anna, we need to talk. Karól og Árni, til hamingju.
En fyrst ætla ég að kaupa mér Juggle bolta. Mummi og Anna, we need to talk. Karól og Árni, til hamingju.
miðvikudagur, ágúst 20, 2003
Margvíslegar ólærðar listir
Að ári liðnu ætla ég að geta...
... jugglað með 4-5 boltum
... gengið á stultum
... gengið á höndum
... tekið ofurstökksnúning í loftinu þar sem haus fer fyrir neðan lappir
... spúið eldi
... snúið postulíndiski á puttanum
... farið í handahlaup og/eða flikk flakk
... klifrað upp í allt sem mig langar að klifra upp í
... spilað fullkomlega á gítar og norska munnhörpu
... smellt fingrum almennilega
... snúið penna og trommukjuðum fullkomlega um fingur mér
... húllað í a.m.k. 40 min. með húllahring
Þjálfari óskast til þess að takmarkið náist. Umsóknir berist í komment kerfi með upplýsingum um aldur, reynslu, fyrri störf, útlit og launakröfur.
Takk fyrir
Að ári liðnu ætla ég að geta...
... jugglað með 4-5 boltum
... gengið á stultum
... gengið á höndum
... tekið ofurstökksnúning í loftinu þar sem haus fer fyrir neðan lappir
... spúið eldi
... snúið postulíndiski á puttanum
... farið í handahlaup og/eða flikk flakk
... klifrað upp í allt sem mig langar að klifra upp í
... spilað fullkomlega á gítar og norska munnhörpu
... smellt fingrum almennilega
... snúið penna og trommukjuðum fullkomlega um fingur mér
... húllað í a.m.k. 40 min. með húllahring
Þjálfari óskast til þess að takmarkið náist. Umsóknir berist í komment kerfi með upplýsingum um aldur, reynslu, fyrri störf, útlit og launakröfur.
Takk fyrir
mánudagur, ágúst 18, 2003
Ég elska útlendinga
Það er svo sem satt. Suma daga þá hef ég algjöra viðurstyggð á útlendingum. Sérstaklega þegar þeir tala ekki orð í ensku og verða móðgaðir þegar ég afsaka mig og segist ekki tala hollensku/frönsku/þýsku/arabísku/afrísku. Mér þykir það nokkuð gróft þar sem ég hef lagt mig fram við að læra að segja lundi, fiskur, gæs, karfi, lamb, hnífur, gaffall o.fl. á hinum ýmsu tungumálum.
En aðra daga elska ég útlendinga. Ég elska þá svo mikið að ég legg mig fram við að stjana við þá í bak og fyrir, uppfræða þá allt um skyr og brennivín, segi þeim að á einum degi geti veðrið breyst frá glampandi sól í grenjandi rigningu og þaðan í þoku. Ég segi þeim allt um húsið Lækjarbrekku, hver byggði það og hvernig það var hitað í gamla daga. Ég uppfræði þá um vora ágætu fiskimenningu og þá merkilegu staðreynd að íslenskur humar sé minni en annar humar. Ég kenni þeim að þakka fyrir sig á íslensku og hvernig á að svara ef einhver þakkar manni. Ég beyti mínu blíðasta brosi og ljúfasta skapi.
Og ég andskoti fölsk en í staðin get ég unnið mér inn allt að 15-20.000 kr. aukalega á viku. Þ.e.a.s. ef að útlendingarnir hafa ekki gerst svo heimskir að lesa Iceland Review í flugvélinni og lesið þar að "in Iceland people do not tips. It is included in the price" Helvítis Flugleiðir!
Það er svo sem satt. Suma daga þá hef ég algjöra viðurstyggð á útlendingum. Sérstaklega þegar þeir tala ekki orð í ensku og verða móðgaðir þegar ég afsaka mig og segist ekki tala hollensku/frönsku/þýsku/arabísku/afrísku. Mér þykir það nokkuð gróft þar sem ég hef lagt mig fram við að læra að segja lundi, fiskur, gæs, karfi, lamb, hnífur, gaffall o.fl. á hinum ýmsu tungumálum.
En aðra daga elska ég útlendinga. Ég elska þá svo mikið að ég legg mig fram við að stjana við þá í bak og fyrir, uppfræða þá allt um skyr og brennivín, segi þeim að á einum degi geti veðrið breyst frá glampandi sól í grenjandi rigningu og þaðan í þoku. Ég segi þeim allt um húsið Lækjarbrekku, hver byggði það og hvernig það var hitað í gamla daga. Ég uppfræði þá um vora ágætu fiskimenningu og þá merkilegu staðreynd að íslenskur humar sé minni en annar humar. Ég kenni þeim að þakka fyrir sig á íslensku og hvernig á að svara ef einhver þakkar manni. Ég beyti mínu blíðasta brosi og ljúfasta skapi.
Og ég andskoti fölsk en í staðin get ég unnið mér inn allt að 15-20.000 kr. aukalega á viku. Þ.e.a.s. ef að útlendingarnir hafa ekki gerst svo heimskir að lesa Iceland Review í flugvélinni og lesið þar að "in Iceland people do not tips. It is included in the price" Helvítis Flugleiðir!
föstudagur, ágúst 15, 2003
"Þetta ku vera leiðinlegt blogg" - Episode three
Djísös, krádið varð gjörsamlega nöts þegar ég tilkynnti að þáttaröðin væri að hætta (krádið samanstóð af tveimur). Auk þess var ég farin að skemmta mér yfir þessu og með þessu móti get ég einbeitt mér algerlega að handbókinni. Neðst getið þið séð leiðindareinkunn. Bloggið getur verið allt að sjöstjörnu leiðinlegt, endilega takið þátt og látið mig vita ef að ég hef skemmt mér of vel (s.s. 7 stjörnur, afar leiðinlegt, 0 stjörnur afar skemmtilegt o.s.frv.) Bragi, takk fyrir hvatninguna.
Í mínu daglega lífi þá hef ég ýmsar venjur. Hluti af hreinlætisvenjum mínum er svo:
Á morgnana byrja ég alltaf á því að þvo mér í framan með vatni og þvottapoka. Síðan þvæ ég mér í framan með Creamy soap (hún er frá Kanebo). Ég bursta í mér tennurnar, nota tannkrem og tannbursta frá NuSkin, mamma hefur einhverjar svakalegar sérþarfir í þessu. Síðan ber ég á mig andlitsvatn frá Kanebo með bómull. Á meðan það er að þorna byrja ég að skola munninn með flúorskoli sem er framleitt hér á landi. Það tekur tvær til þrjár min. Síðan ber ég á mig andlistkrem frá Kanebo og svitalyktaeyði frá fyrirtækinu sem auglýsir þvottaefni með rauðhærðum börnum og hvítum handklæðum.
Áður en ég fer út þá bursta ég tennurnar aftur og set smá maskara frá Kanebo á augnhárin. Ég nota alltaf lei frá Armani og er mjög háð ilmvatninu mínu. Ég hef notað það í fjögur ár.
Ef að ég hef verið að vinna, þá byrja ég alltaf á því að þvo mér rækilega um hendurnar þegar ég kem heim. Þegar ég geng til náða byrja ég á því að ná maskaranum af. Það er mjög einfalt, ég nota einfaldlega heitt vatn og þvottapoka. Síðan þvæ ég mér í framan með cleansing oil frá Kanebo og síðan nota ég creamy soap frá Kanebo. Ég nota alltaf tannþráð á kvöldin og svo bursta ég tennurnar. Áður en ég nota andlistvatnið frá Kanebo þá nota ég flúorskolið og ég laga stundum augabrúnirnar með því að plokka burt eitt og eitt hár. Síðan ber ég á mig andlistkremið frá Kanebo.
Leiðindarstjörnugjöf
******1/2 eða 6 og hálf af 7 mögulegum
Djísös, krádið varð gjörsamlega nöts þegar ég tilkynnti að þáttaröðin væri að hætta (krádið samanstóð af tveimur). Auk þess var ég farin að skemmta mér yfir þessu og með þessu móti get ég einbeitt mér algerlega að handbókinni. Neðst getið þið séð leiðindareinkunn. Bloggið getur verið allt að sjöstjörnu leiðinlegt, endilega takið þátt og látið mig vita ef að ég hef skemmt mér of vel (s.s. 7 stjörnur, afar leiðinlegt, 0 stjörnur afar skemmtilegt o.s.frv.) Bragi, takk fyrir hvatninguna.
Í mínu daglega lífi þá hef ég ýmsar venjur. Hluti af hreinlætisvenjum mínum er svo:
Á morgnana byrja ég alltaf á því að þvo mér í framan með vatni og þvottapoka. Síðan þvæ ég mér í framan með Creamy soap (hún er frá Kanebo). Ég bursta í mér tennurnar, nota tannkrem og tannbursta frá NuSkin, mamma hefur einhverjar svakalegar sérþarfir í þessu. Síðan ber ég á mig andlitsvatn frá Kanebo með bómull. Á meðan það er að þorna byrja ég að skola munninn með flúorskoli sem er framleitt hér á landi. Það tekur tvær til þrjár min. Síðan ber ég á mig andlistkrem frá Kanebo og svitalyktaeyði frá fyrirtækinu sem auglýsir þvottaefni með rauðhærðum börnum og hvítum handklæðum.
Áður en ég fer út þá bursta ég tennurnar aftur og set smá maskara frá Kanebo á augnhárin. Ég nota alltaf lei frá Armani og er mjög háð ilmvatninu mínu. Ég hef notað það í fjögur ár.
Ef að ég hef verið að vinna, þá byrja ég alltaf á því að þvo mér rækilega um hendurnar þegar ég kem heim. Þegar ég geng til náða byrja ég á því að ná maskaranum af. Það er mjög einfalt, ég nota einfaldlega heitt vatn og þvottapoka. Síðan þvæ ég mér í framan með cleansing oil frá Kanebo og síðan nota ég creamy soap frá Kanebo. Ég nota alltaf tannþráð á kvöldin og svo bursta ég tennurnar. Áður en ég nota andlistvatnið frá Kanebo þá nota ég flúorskolið og ég laga stundum augabrúnirnar með því að plokka burt eitt og eitt hár. Síðan ber ég á mig andlistkremið frá Kanebo.
Leiðindarstjörnugjöf
******1/2 eða 6 og hálf af 7 mögulegum
fimmtudagur, ágúst 14, 2003
OK, andskotinn hafi það.
Ég gafst upp á því að halda uppi þáttaröðinni óspennandi "Þetta ku vera leiðinlegt blogg". Líf mitt er svo snautt öllu öðru en vinnu að ég hef ekki einu sinni neitt leiðinlegt að skrifa um. Í staðinn hef ég ákveðið að nota kraftana í eitthvað annað og hef hafist handa við að skrifa handbók. Handbók þessi hefur enn ekki hlotið nafn en er byggð á mínu innihaldslausa lífi þessa dagana.
(Eftirfarandi texti er lesinn með röddu sem hljómar líkt og röddin í konunni sem les alltaf upp vinningana í Éttu Betur) Handbókin er leiðari fyrir hinn almenna íslending um hvað má og má ekki sem viðskiptavinur á veitingarhúsum. Bókinni er skipt niður í kafla með myndskreytingum og ljósmyndum til þess að gera hinum almenna borgara kleift að skilja til fullnustu þá list sem felst í því að vera viðskiptavinur. Plöggútgáfur gefa bókina.(Hér hættir svo Éttu betur vinninga röddin)
Ég hef verið dugleg við það að krota niður undanfarna daga hvað viðskiptavinir hafa gert rangt eða rétt. Blokkin mín, sem venjulega er öll notuð til þess að skrifa niður pantanir, er nú skipt í tvennt, fremri hluti er brúkaður til upprunalegs tilgangs og aftari til þess að vinna að handbókinni. Bíði spennt, kæru lesendur, röflið mun brátt koma á prenti...
Ég gafst upp á því að halda uppi þáttaröðinni óspennandi "Þetta ku vera leiðinlegt blogg". Líf mitt er svo snautt öllu öðru en vinnu að ég hef ekki einu sinni neitt leiðinlegt að skrifa um. Í staðinn hef ég ákveðið að nota kraftana í eitthvað annað og hef hafist handa við að skrifa handbók. Handbók þessi hefur enn ekki hlotið nafn en er byggð á mínu innihaldslausa lífi þessa dagana.
(Eftirfarandi texti er lesinn með röddu sem hljómar líkt og röddin í konunni sem les alltaf upp vinningana í Éttu Betur) Handbókin er leiðari fyrir hinn almenna íslending um hvað má og má ekki sem viðskiptavinur á veitingarhúsum. Bókinni er skipt niður í kafla með myndskreytingum og ljósmyndum til þess að gera hinum almenna borgara kleift að skilja til fullnustu þá list sem felst í því að vera viðskiptavinur. Plöggútgáfur gefa bókina.(Hér hættir svo Éttu betur vinninga röddin)
Ég hef verið dugleg við það að krota niður undanfarna daga hvað viðskiptavinir hafa gert rangt eða rétt. Blokkin mín, sem venjulega er öll notuð til þess að skrifa niður pantanir, er nú skipt í tvennt, fremri hluti er brúkaður til upprunalegs tilgangs og aftari til þess að vinna að handbókinni. Bíði spennt, kæru lesendur, röflið mun brátt koma á prenti...
"Þetta ku vera leiðinlegt blogg" - Episode two
Um dagin fóru mamma og pabbi í sumarbústað. Ég setti svört föt í þvottavélina. Þvottavélin þvoði í meira en 24 tíma, hún var örugglega biluð. Þegar ég tók úr þvottavélinni þá sá ég að bláar nærbuxur höfðu flækst með og þær voru nú orðnar gráar og teygjan var ógeðslega ljót. Mér er samt alveg sama því að það á enginn að sjá nærbuxurnar og ef einhver á að sjá þær þá á maður að vera í flottum nærbuxum. Ég hef samt aldrei litað hvítan þvott bleikann en einu sinni, þegar ég var í Danmörku í sumarbúðum, þá var strákur sem setti alla liti saman í vélina. Svo hætti hann að þvo og fór bara að fara í öllum fötunum sínum í sturtu. Svo fór hann bara úr hægt og smátt alveg þangað til að öll fötin höfðu verið skoluð nóg og hann var orðin ber. Þá átti víst allt að verða orðið hreint. Annars veit ég ekkert um það.
Um dagin fóru mamma og pabbi í sumarbústað. Ég setti svört föt í þvottavélina. Þvottavélin þvoði í meira en 24 tíma, hún var örugglega biluð. Þegar ég tók úr þvottavélinni þá sá ég að bláar nærbuxur höfðu flækst með og þær voru nú orðnar gráar og teygjan var ógeðslega ljót. Mér er samt alveg sama því að það á enginn að sjá nærbuxurnar og ef einhver á að sjá þær þá á maður að vera í flottum nærbuxum. Ég hef samt aldrei litað hvítan þvott bleikann en einu sinni, þegar ég var í Danmörku í sumarbúðum, þá var strákur sem setti alla liti saman í vélina. Svo hætti hann að þvo og fór bara að fara í öllum fötunum sínum í sturtu. Svo fór hann bara úr hægt og smátt alveg þangað til að öll fötin höfðu verið skoluð nóg og hann var orðin ber. Þá átti víst allt að verða orðið hreint. Annars veit ég ekkert um það.
mánudagur, ágúst 11, 2003
"Þetta ku vera leiðinlegt blogg" - Episode One
Í gegnum tíðina hefur mér þótt gott að borða
- steiktar soðnar kartöflur í smjöri með skinku
- eina brauðsneið með osti, grillaða
- sprite með grenadine
- sprite og appelsínusafa með grenadine
- sprite, appelsínusafa og ananassafa með grenadine
- nutella súkkulaði á ristuðu brauði (very hard to get)
- blómkál dýft í vogaídýfu
- gúrkur dýfðar í vogaídýfu
- english breakfast te og ristað brauð með osti
- peanutbutter'n'jelly samlokur
- nachos með osti, beint úr örbyljguofninum
- bjúgu
- ristað brauð með dönskum súkkulaðiplötum (very hard to get)
- brasilískt ostabrauð (very very very hard to get)
- paprikupestó og austurríkisbrauð
- falafel (very hard to get á Íslandi, þ.e.a.s. gott falafel)
- hummus (very hard to get eins og mér finnst það best)
- Snickers (varð mikið æði eftir ferð mín til USA)
- hvítlauksbrauð með osti
- amerískar pönnukökur
- Devitos pizzur með fullt af hvítlauksolíu
Takk fyrir
Í gegnum tíðina hefur mér þótt gott að borða
- steiktar soðnar kartöflur í smjöri með skinku
- eina brauðsneið með osti, grillaða
- sprite með grenadine
- sprite og appelsínusafa með grenadine
- sprite, appelsínusafa og ananassafa með grenadine
- nutella súkkulaði á ristuðu brauði (very hard to get)
- blómkál dýft í vogaídýfu
- gúrkur dýfðar í vogaídýfu
- english breakfast te og ristað brauð með osti
- peanutbutter'n'jelly samlokur
- nachos með osti, beint úr örbyljguofninum
- bjúgu
- ristað brauð með dönskum súkkulaðiplötum (very hard to get)
- brasilískt ostabrauð (very very very hard to get)
- paprikupestó og austurríkisbrauð
- falafel (very hard to get á Íslandi, þ.e.a.s. gott falafel)
- hummus (very hard to get eins og mér finnst það best)
- Snickers (varð mikið æði eftir ferð mín til USA)
- hvítlauksbrauð með osti
- amerískar pönnukökur
- Devitos pizzur með fullt af hvítlauksolíu
Takk fyrir
Viðskiptavinir athugið
Sökum þess að líf mitt er innihaldslaust og leiðinlegt þessa dagana hef ég ákveðið að hefja þáttaröðina "Þetta ku vera leiðinlegt blogg" þar til eitthvað spennandi gerist. Mun þáttaröðin samanstanda af einstaklega ómikilvægum og leiðinlegum frásögnum af mínu hversdagslífi. Ég vona að fólk muni skemmta sér illa yfir lestrinum. Takk fyrir, vondar stundir
Ragnheiður Sturludóttir önnur.
Sökum þess að líf mitt er innihaldslaust og leiðinlegt þessa dagana hef ég ákveðið að hefja þáttaröðina "Þetta ku vera leiðinlegt blogg" þar til eitthvað spennandi gerist. Mun þáttaröðin samanstanda af einstaklega ómikilvægum og leiðinlegum frásögnum af mínu hversdagslífi. Ég vona að fólk muni skemmta sér illa yfir lestrinum. Takk fyrir, vondar stundir
Ragnheiður Sturludóttir önnur.
sunnudagur, ágúst 10, 2003
5 minútna heimsfrægð
Endur fyrir löngu, eða fyrir rúmum fjórum árum síðan, var ég stödd í Bandaríkjunum. Þar var ég í sumarbúðum á vegum CISV sem JC (ég nenni ekki að útskýra þetta fyrir ykkur, lesið ykkur bara til um þetta). Af einhverjum ástæðum var ég send í útvarpsviðtal. Ég man ekki hvað þátturinn hét en ég býst við að hann hafi heitað "Ya'll folks doin' fine?" eða álíka. Ég man samt að útvarpsmaðurinn talaði rosalega hratt, rosalega mikið og með rosalega miklum Elebema hreim. Og hér fer sagan af mér í útvarpinu (E er útvarpsmaðurinn, E stendur fyrir Elebema. Í er ég og í stendur fyrir íslendingur)
E: So miss in the middle, what´s your name?
Í: Mæ neim iss Ragnheiður
E: Aragnid? That means a spider here in the States!
Í: Vell, nó itss ektjsúllí öö hérna..
E: So, Aragnid, where are you from?
Í: Æm fromm Æsland
E: So you´re a big fan of Bedjork (átti víst að vera Björk)
Í: Vell nott rillí, æ mín.. (hér átti að koma: Æ læk hör, bött æm not a bigg fen)
E: So you don´t like her! Now that´s strange! Anyhow, what´s Iceland like? Cold?
Í: Nó, nott olveis, ví hev sön end it dossnt snó all jír bött it reins kvæt.. (a lott átti ég eftir að segja. Ég meina, hann spurði um veðrið!)
E: Anyways, what do you find the biggest difference between Iceland and The States
Í: (Hér var ég komin í bobba. Ekki gat ég sagt við manninn að mér finndist fólkið ógeðslega feitt, ofverndað og yfirborðskennt. Eða að allur maturinn væri genabættur og óhollur. Það eina sem að mér datt í hug var) ðö tóíletts..
E: What on earth do you mean? The toilets?
Í: Jess, jú dónt hev ení seats (Hér skal tekið fram að ég gisti í skóla. Þar voru klósett eins og á Leifstöð, setan nær ekki allan hringinn, er eins og skeifa, það er ekkert lok og allt sturtast niður í einu, klósettið tæmist algjörlega. Þetta þóti mér asnalegt)
E: Yes we do have seats!
Í: Vell, æ mín, jú dónt hev ení.. öö kovers. End ðö tóíletts ar verrí bigg.
Hér endaði maðurinn viðtalið. Það þarf vart að taka fram að ég fékk marga klósettbrandara það sem eftirlifði sumars. Og ég drap mín 5 mínútna heimsfrægð, allavega í Tennesee og nágrannafylkjum.
Endur fyrir löngu, eða fyrir rúmum fjórum árum síðan, var ég stödd í Bandaríkjunum. Þar var ég í sumarbúðum á vegum CISV sem JC (ég nenni ekki að útskýra þetta fyrir ykkur, lesið ykkur bara til um þetta). Af einhverjum ástæðum var ég send í útvarpsviðtal. Ég man ekki hvað þátturinn hét en ég býst við að hann hafi heitað "Ya'll folks doin' fine?" eða álíka. Ég man samt að útvarpsmaðurinn talaði rosalega hratt, rosalega mikið og með rosalega miklum Elebema hreim. Og hér fer sagan af mér í útvarpinu (E er útvarpsmaðurinn, E stendur fyrir Elebema. Í er ég og í stendur fyrir íslendingur)
E: So miss in the middle, what´s your name?
Í: Mæ neim iss Ragnheiður
E: Aragnid? That means a spider here in the States!
Í: Vell, nó itss ektjsúllí öö hérna..
E: So, Aragnid, where are you from?
Í: Æm fromm Æsland
E: So you´re a big fan of Bedjork (átti víst að vera Björk)
Í: Vell nott rillí, æ mín.. (hér átti að koma: Æ læk hör, bött æm not a bigg fen)
E: So you don´t like her! Now that´s strange! Anyhow, what´s Iceland like? Cold?
Í: Nó, nott olveis, ví hev sön end it dossnt snó all jír bött it reins kvæt.. (a lott átti ég eftir að segja. Ég meina, hann spurði um veðrið!)
E: Anyways, what do you find the biggest difference between Iceland and The States
Í: (Hér var ég komin í bobba. Ekki gat ég sagt við manninn að mér finndist fólkið ógeðslega feitt, ofverndað og yfirborðskennt. Eða að allur maturinn væri genabættur og óhollur. Það eina sem að mér datt í hug var) ðö tóíletts..
E: What on earth do you mean? The toilets?
Í: Jess, jú dónt hev ení seats (Hér skal tekið fram að ég gisti í skóla. Þar voru klósett eins og á Leifstöð, setan nær ekki allan hringinn, er eins og skeifa, það er ekkert lok og allt sturtast niður í einu, klósettið tæmist algjörlega. Þetta þóti mér asnalegt)
E: Yes we do have seats!
Í: Vell, æ mín, jú dónt hev ení.. öö kovers. End ðö tóíletts ar verrí bigg.
Hér endaði maðurinn viðtalið. Það þarf vart að taka fram að ég fékk marga klósettbrandara það sem eftirlifði sumars. Og ég drap mín 5 mínútna heimsfrægð, allavega í Tennesee og nágrannafylkjum.
fimmtudagur, ágúst 07, 2003
Sönglandi
Ég, 25% af tenglafélögum mínum og heill hópur af öðru fólki eyðum nú miklum tíma í söng, umræður um pening, tilraunir til þess fá pening og annað sem tengist okkar merku ferð til Filippseyja. Og í gær komu læknar sem potuðu með nál í handleggi allra þeirra sem á þurftu að halda.
Og talandi um söng. Þegar ég hef haldið á Nökkva Páli undanfarið hef ég verið að raula Smávinir fagrir. Núna áðan var ég að reyna að svæfa hann og setti lagið á fóninn. Þá hætti drengurinn alveg við að sofna og fór að hjala með laginu, líkt og hann væri að syngja. Það þótti mér efnilegt. Annars oftúlkar maður víst allt svona.
Stelpa sem er að vinna með mér á hund. Hann syngur. Hún getur t.d. ekki hlustað á Moulin Rouge soundtrackið því að þá vælir hundurinn svo hátt með að hún heyrir ekki í tónlistinni.
Og núna á ég ennþá fleiri skó. Ég hlýt að þurfa að fá einhverjar pillur við þessu. Ég hef allavega ekki efni á þessu ef ég held áfram að kaupa mér þrjú pör á viku í ágúst.
Ég, 25% af tenglafélögum mínum og heill hópur af öðru fólki eyðum nú miklum tíma í söng, umræður um pening, tilraunir til þess fá pening og annað sem tengist okkar merku ferð til Filippseyja. Og í gær komu læknar sem potuðu með nál í handleggi allra þeirra sem á þurftu að halda.
Og talandi um söng. Þegar ég hef haldið á Nökkva Páli undanfarið hef ég verið að raula Smávinir fagrir. Núna áðan var ég að reyna að svæfa hann og setti lagið á fóninn. Þá hætti drengurinn alveg við að sofna og fór að hjala með laginu, líkt og hann væri að syngja. Það þótti mér efnilegt. Annars oftúlkar maður víst allt svona.
Stelpa sem er að vinna með mér á hund. Hann syngur. Hún getur t.d. ekki hlustað á Moulin Rouge soundtrackið því að þá vælir hundurinn svo hátt með að hún heyrir ekki í tónlistinni.
Og núna á ég ennþá fleiri skó. Ég hlýt að þurfa að fá einhverjar pillur við þessu. Ég hef allavega ekki efni á þessu ef ég held áfram að kaupa mér þrjú pör á viku í ágúst.
þriðjudagur, ágúst 05, 2003
Merkileg helgi
Síðustu dagar hafa verið alveg hreint magnaðir. Ég hef
- farið á kreisí tónleika, Innipúkann
- farið á skemmtistaði sem ég hef ekki farið á áður og dansað gat á skónna mín
- gengið í átt að Nauthólsvík og lagt krók á leið mína á tánum yfir brenninetluengi
- farið að synda á einna af 10 bestu baðströndum Evrópu, kl. 7.00 um morgun, ennþá full
- stolið handklæðum frá FM-hnökkum sem vildu bara spila fótbolta
- hjólað í sund, beint eftir baðsprettinn í sjónum
- unnið ansi mikið
- fengið mikið af ókeypis áfengi einfaldlega vegna þess að ég vinn á Lækjarbrekku
- dansað ennþá meira á öðrum ókunnungum stöðum
- fengið blóðnasir yfir mig alla
- stofnað til tjillpartýs í tröppunum fyrir utan Japis á Laugarvegi
- heilsað upp á endurnar á tjörninni
- pissað á bak við margan ruslagáminn og þakkað fyrir að geyma nokkrar kassakvittanir í veskinu mínu
- djammað til a.m.k. 11.00 laugardag og sunnudag
- þjónað Emmu Thompson og afskaplega myndarlega manninum hennar, Greg Wise
Ég er þessvegna afskaplega þreytt og ætla að sofa langþráðum svefni.
P.S. hef til sölu sígarettustubba, afganga af Kir Royale, notað glas, hnífapörin sem þau brúkuðu, kreditkortakvittun og fleira frá fræga fólkinu.
Síðustu dagar hafa verið alveg hreint magnaðir. Ég hef
- farið á kreisí tónleika, Innipúkann
- farið á skemmtistaði sem ég hef ekki farið á áður og dansað gat á skónna mín
- gengið í átt að Nauthólsvík og lagt krók á leið mína á tánum yfir brenninetluengi
- farið að synda á einna af 10 bestu baðströndum Evrópu, kl. 7.00 um morgun, ennþá full
- stolið handklæðum frá FM-hnökkum sem vildu bara spila fótbolta
- hjólað í sund, beint eftir baðsprettinn í sjónum
- unnið ansi mikið
- fengið mikið af ókeypis áfengi einfaldlega vegna þess að ég vinn á Lækjarbrekku
- dansað ennþá meira á öðrum ókunnungum stöðum
- fengið blóðnasir yfir mig alla
- stofnað til tjillpartýs í tröppunum fyrir utan Japis á Laugarvegi
- heilsað upp á endurnar á tjörninni
- pissað á bak við margan ruslagáminn og þakkað fyrir að geyma nokkrar kassakvittanir í veskinu mínu
- djammað til a.m.k. 11.00 laugardag og sunnudag
- þjónað Emmu Thompson og afskaplega myndarlega manninum hennar, Greg Wise
Ég er þessvegna afskaplega þreytt og ætla að sofa langþráðum svefni.
P.S. hef til sölu sígarettustubba, afganga af Kir Royale, notað glas, hnífapörin sem þau brúkuðu, kreditkortakvittun og fleira frá fræga fólkinu.
laugardagur, ágúst 02, 2003
Af kraftaverkum
Ég hef jafnað mig að nokkru leiti eftir myndina. Ekki alveg, en að nokkru leiti þó. Allavega hef ég tekið gleði mína á ný en hef ákveðið að lesa mér til um þetta mál.
Hið undarlega gerðist á fimmtudaginn að ég hóf að tala þýsku. Jú jú, ég hef svo sem skilið málið en ekki getað talað það. En allt kom fyrir ekki og ég útskýrði fyrir þjóðverjum sem ekki höfðu lagt stund á hið yndislega mál, engilsaxnesku, að þeir væru að borða reyktan og grafin lunda og reykta gæs, karfa (já ég sagði það m.a.s. á þýsku) í humarsósu, húsvínin væru bæði meðalvín, ekki of sæt og ekki of þurr, rauðvínsglas og bjór kostaði 1350 kr. og úbbossí! Þú ert bara með 1150 kr. og það vantar 200 kr uppá. Í gær talaði ég svo ítölsku.
Skó(lista)safnið mitt (eins og Anna Pála kýs að kalla það) telur nú hátt í XX pör og lítur allt út fyrir að eitt enn parið muni bætast við um leið og ég hef fengið útborgað (fæ aldrei útborgað fyrr en 3. hvers mánaðar. Frekar fáránlegt kerfi). Í gær bættust allavega við tvö en hefðu verið þrjú ef buddann hefði leyft. Nóg af því. Ég var farin að njóta lífsins.
Ég hef jafnað mig að nokkru leiti eftir myndina. Ekki alveg, en að nokkru leiti þó. Allavega hef ég tekið gleði mína á ný en hef ákveðið að lesa mér til um þetta mál.
Hið undarlega gerðist á fimmtudaginn að ég hóf að tala þýsku. Jú jú, ég hef svo sem skilið málið en ekki getað talað það. En allt kom fyrir ekki og ég útskýrði fyrir þjóðverjum sem ekki höfðu lagt stund á hið yndislega mál, engilsaxnesku, að þeir væru að borða reyktan og grafin lunda og reykta gæs, karfa (já ég sagði það m.a.s. á þýsku) í humarsósu, húsvínin væru bæði meðalvín, ekki of sæt og ekki of þurr, rauðvínsglas og bjór kostaði 1350 kr. og úbbossí! Þú ert bara með 1150 kr. og það vantar 200 kr uppá. Í gær talaði ég svo ítölsku.
Skó(lista)safnið mitt (eins og Anna Pála kýs að kalla það) telur nú hátt í XX pör og lítur allt út fyrir að eitt enn parið muni bætast við um leið og ég hef fengið útborgað (fæ aldrei útborgað fyrr en 3. hvers mánaðar. Frekar fáránlegt kerfi). Í gær bættust allavega við tvö en hefðu verið þrjú ef buddann hefði leyft. Nóg af því. Ég var farin að njóta lífsins.
föstudagur, ágúst 01, 2003
Mannvonska
Ég get ekki bloggað eins og er. Ég horfði á þessa mynd í gær og mér er svo illt í hjartanu. Mér finnst ég svo lítill og tilgangslaus. Ég felldi ekki tár yfir myndinni, ég grét úr mér augun. Núna verð ég að horfa á þessa mynd. Kaldhæðnin er því sú að ég ligg undir flísteppi og grenja yfir óförum annara og óréttlæti heimsins. Í heilan dag líður mér illa en leigi svo bara vídjó svo að mér líði betur. Á öðrum stað í heiminum er án efa stelpa, kannski ekki svo ólík mér, sem lifir því lífi sem ég grenjaði yfir í gær. Og henni líður örugglega illa í lengri tíma en einn dag. Henni líður örugglega illa á hverjum einasta degi. Ég vona að enginn móðgist þegar ég segi að á hverjum degi verð ég sannfærðari um að Guð sé ekki til.
Ég get ekki bloggað eins og er. Ég horfði á þessa mynd í gær og mér er svo illt í hjartanu. Mér finnst ég svo lítill og tilgangslaus. Ég felldi ekki tár yfir myndinni, ég grét úr mér augun. Núna verð ég að horfa á þessa mynd. Kaldhæðnin er því sú að ég ligg undir flísteppi og grenja yfir óförum annara og óréttlæti heimsins. Í heilan dag líður mér illa en leigi svo bara vídjó svo að mér líði betur. Á öðrum stað í heiminum er án efa stelpa, kannski ekki svo ólík mér, sem lifir því lífi sem ég grenjaði yfir í gær. Og henni líður örugglega illa í lengri tíma en einn dag. Henni líður örugglega illa á hverjum einasta degi. Ég vona að enginn móðgist þegar ég segi að á hverjum degi verð ég sannfærðari um að Guð sé ekki til.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)