sunnudagur, ágúst 24, 2003

Ýkti feministinn myndi halda því fram að það væri ójafnrétti í almenningsklósettunum í Lækjargötu. Karlaklósettið er nefnilega Stjórnarráðsmegin og það hlýtur jú að teljast betri staðsettning.

Ég verð flinkari með hverjum deginum sem líður. Núna get ég allaveg jugglað pínu pons með 3 boltum og skil aðeins betur hvernig þessi list fer fram. Hins vegar er ég að verða fáránlega góð í því að snúa diski á priki. Bráðum verð ég eins og þessi gaur. Ég skal sýna ykkur það við tækifæri ef þess er óskað.

Kannski stofna ég bara sirkus!

0 ummæli: