mánudagur, ágúst 18, 2003

Ég elska útlendinga

Það er svo sem satt. Suma daga þá hef ég algjöra viðurstyggð á útlendingum. Sérstaklega þegar þeir tala ekki orð í ensku og verða móðgaðir þegar ég afsaka mig og segist ekki tala hollensku/frönsku/þýsku/arabísku/afrísku. Mér þykir það nokkuð gróft þar sem ég hef lagt mig fram við að læra að segja lundi, fiskur, gæs, karfi, lamb, hnífur, gaffall o.fl. á hinum ýmsu tungumálum.
En aðra daga elska ég útlendinga. Ég elska þá svo mikið að ég legg mig fram við að stjana við þá í bak og fyrir, uppfræða þá allt um skyr og brennivín, segi þeim að á einum degi geti veðrið breyst frá glampandi sól í grenjandi rigningu og þaðan í þoku. Ég segi þeim allt um húsið Lækjarbrekku, hver byggði það og hvernig það var hitað í gamla daga. Ég uppfræði þá um vora ágætu fiskimenningu og þá merkilegu staðreynd að íslenskur humar sé minni en annar humar. Ég kenni þeim að þakka fyrir sig á íslensku og hvernig á að svara ef einhver þakkar manni. Ég beyti mínu blíðasta brosi og ljúfasta skapi.

Og ég andskoti fölsk en í staðin get ég unnið mér inn allt að 15-20.000 kr. aukalega á viku. Þ.e.a.s. ef að útlendingarnir hafa ekki gerst svo heimskir að lesa Iceland Review í flugvélinni og lesið þar að "in Iceland people do not tips. It is included in the price" Helvítis Flugleiðir!

0 ummæli: