þriðjudagur, ágúst 26, 2003

Hamingjuóskir dagsins

Innilega til hamingju. Þetta tímabil hefur verið lengi að líða. Það hefur verið strembið. Stundum fyllt gleði og stundum fyllt reiði. Ég tel mig hafa gengið í gengum hreinsunareldinn, framtíð mín er skýrari en áður var. Ég tel mig hafa þroskast og misþroskast sem manneskju og ég tel að þetta hafi einungis verið mér til góðs. Í dag lýkur sumri og í dag lýkur sumri, sérhvers vinnandi kvennmanns. Og á morgun skín Filippseyjasól, Filippseyjasól Hamrahlíðarkórsins. Og í dag er síðasti vinnudagurinn minn í langan langan tíma.
Til hamingju Ragnheiður.

Þetta bull var tileinkað sjálfri mér og Lækjarbrekku með gleði og hatur í huga

0 ummæli: