Hamingjuóskir dagsins
Innilega til hamingju. Þetta tímabil hefur verið lengi að líða. Það hefur verið strembið. Stundum fyllt gleði og stundum fyllt reiði. Ég tel mig hafa gengið í gengum hreinsunareldinn, framtíð mín er skýrari en áður var. Ég tel mig hafa þroskast og misþroskast sem manneskju og ég tel að þetta hafi einungis verið mér til góðs. Í dag lýkur sumri og í dag lýkur sumri, sérhvers vinnandi kvennmanns. Og á morgun skín Filippseyjasól, Filippseyjasól Hamrahlíðarkórsins. Og í dag er síðasti vinnudagurinn minn í langan langan tíma.
Til hamingju Ragnheiður.
Þetta bull var tileinkað sjálfri mér og Lækjarbrekku með gleði og hatur í huga
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli