föstudagur, ágúst 01, 2003

Mannvonska

Ég get ekki bloggað eins og er. Ég horfði á þessa mynd í gær og mér er svo illt í hjartanu. Mér finnst ég svo lítill og tilgangslaus. Ég felldi ekki tár yfir myndinni, ég grét úr mér augun. Núna verð ég að horfa á þessa mynd. Kaldhæðnin er því sú að ég ligg undir flísteppi og grenja yfir óförum annara og óréttlæti heimsins. Í heilan dag líður mér illa en leigi svo bara vídjó svo að mér líði betur. Á öðrum stað í heiminum er án efa stelpa, kannski ekki svo ólík mér, sem lifir því lífi sem ég grenjaði yfir í gær. Og henni líður örugglega illa í lengri tíma en einn dag. Henni líður örugglega illa á hverjum einasta degi. Ég vona að enginn móðgist þegar ég segi að á hverjum degi verð ég sannfærðari um að Guð sé ekki til.

0 ummæli: