föstudagur, ágúst 22, 2003

Ég og Karól vorum að horfa á Harry Potter 2 í gær. Ég skil ekki alveg eitt. Í hverju húsi eru tíu krakkar í hverju ári. Það þýðir þá að í öllu árinu eru 40 krakkar. Þá þýðir að 40 sinnum 7 (fyrir árin 7) eru 280. S.s. að 210 krakkar eru í Hogwarts. En í myndinni virðist vera svona 75.280 krakkar. Ég er að pæla í að hringja í framleiðendur eða bara Rowling.

En fyrst ætla ég að kaupa mér Juggle bolta. Mummi og Anna, we need to talk. Karól og Árni, til hamingju.

0 ummæli: