föstudagur, ágúst 15, 2003

"Þetta ku vera leiðinlegt blogg" - Episode three

Djísös, krádið varð gjörsamlega nöts þegar ég tilkynnti að þáttaröðin væri að hætta (krádið samanstóð af tveimur). Auk þess var ég farin að skemmta mér yfir þessu og með þessu móti get ég einbeitt mér algerlega að handbókinni. Neðst getið þið séð leiðindareinkunn. Bloggið getur verið allt að sjöstjörnu leiðinlegt, endilega takið þátt og látið mig vita ef að ég hef skemmt mér of vel (s.s. 7 stjörnur, afar leiðinlegt, 0 stjörnur afar skemmtilegt o.s.frv.) Bragi, takk fyrir hvatninguna.

Í mínu daglega lífi þá hef ég ýmsar venjur. Hluti af hreinlætisvenjum mínum er svo:

Á morgnana byrja ég alltaf á því að þvo mér í framan með vatni og þvottapoka. Síðan þvæ ég mér í framan með Creamy soap (hún er frá Kanebo). Ég bursta í mér tennurnar, nota tannkrem og tannbursta frá NuSkin, mamma hefur einhverjar svakalegar sérþarfir í þessu. Síðan ber ég á mig andlitsvatn frá Kanebo með bómull. Á meðan það er að þorna byrja ég að skola munninn með flúorskoli sem er framleitt hér á landi. Það tekur tvær til þrjár min. Síðan ber ég á mig andlistkrem frá Kanebo og svitalyktaeyði frá fyrirtækinu sem auglýsir þvottaefni með rauðhærðum börnum og hvítum handklæðum.

Áður en ég fer út þá bursta ég tennurnar aftur og set smá maskara frá Kanebo á augnhárin. Ég nota alltaf lei frá Armani og er mjög háð ilmvatninu mínu. Ég hef notað það í fjögur ár.

Ef að ég hef verið að vinna, þá byrja ég alltaf á því að þvo mér rækilega um hendurnar þegar ég kem heim. Þegar ég geng til náða byrja ég á því að ná maskaranum af. Það er mjög einfalt, ég nota einfaldlega heitt vatn og þvottapoka. Síðan þvæ ég mér í framan með cleansing oil frá Kanebo og síðan nota ég creamy soap frá Kanebo. Ég nota alltaf tannþráð á kvöldin og svo bursta ég tennurnar. Áður en ég nota andlistvatnið frá Kanebo þá nota ég flúorskolið og ég laga stundum augabrúnirnar með því að plokka burt eitt og eitt hár. Síðan ber ég á mig andlistkremið frá Kanebo.

Leiðindarstjörnugjöf
******1/2 eða 6 og hálf af 7 mögulegum

0 ummæli: