miðvikudagur, ágúst 27, 2003

Obligatory vinnufrásögn

Sumarið endar hjá mér þegar ég kem heim frá Filipsseyjum og þess vegna er síðasta vinnukvöldi sumarsins á Lækjarbrekku lokið. Það var í marga staði merkilegt.
Í fyrsta lagi þá var dip kvöldins, eða ,,amuse bouchée" eins og fróðar konur kalla það, hrefnukjöt, pönnu steikt og marinerað í austurlenskri sósu. Það voru ófáir Íslendingarnir sem afþökkuðu en ekki einn einasti útlendingur. Útlendingarnir voru alveg heillaðir af "minkwhale" og sumir báðu m.a.s. um að fá meira.
Í öðru lagi þá voru flest allir mínir viðskiptavinir dönskumælandi. Fjögur borð voru aldönsk, eitt átta manna karla borð þar sem dönsku víkingarnir (sem voru nýkomnir út ævintýraför frá Grænlandi) hófu kvöldið á að lofsama fegurð íslensks kvennpenings, blikkuðu okkur stúlkurnar svo ákaft og flautuðu "áhugastefið" hvor í kapp við annann. Það þótti mér fyndið. Hin borðin voru ekki svo merkileg að utanskildu einu. Þar voru vinkonur tvær, sem báðar eru að nálgast sextugt býst ég við. Önnur var alíslensk en hin var dönsk en hafði verið búsett á Íslandi augljóslega í all-langan tíma. Hún var alveg mögnuð. Hárið var uppsett í sixties greiðsu, eyrnalokkarnir náðu langt niður á axlir, hún var í fjólubláu átfitti og hún tala íslenskdönsku t.d. "Ja og svo bare gik jeg ind i svefnværelset!" "Nej, við ska bare sitja hér fordi at vi höfum det svo fint hér"
Í þriðja lagi þá fékk ég einn Brynjólf í tips frá Íslendingum! Það hefur ekki gerst í mörg ár!

Ég er farin að skjálfa af kaffiskorti og mig langar að snúa disknum mínum meira. Ykkur til gleði bendi ég á þessa frábæru mynd af Bjarna og Mumma sem og fleiri frá Braga Snaga

0 ummæli: