fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Sönglandi

Ég, 25% af tenglafélögum mínum og heill hópur af öðru fólki eyðum nú miklum tíma í söng, umræður um pening, tilraunir til þess fá pening og annað sem tengist okkar merku ferð til Filippseyja. Og í gær komu læknar sem potuðu með nál í handleggi allra þeirra sem á þurftu að halda.

Og talandi um söng. Þegar ég hef haldið á Nökkva Páli undanfarið hef ég verið að raula Smávinir fagrir. Núna áðan var ég að reyna að svæfa hann og setti lagið á fóninn. Þá hætti drengurinn alveg við að sofna og fór að hjala með laginu, líkt og hann væri að syngja. Það þótti mér efnilegt. Annars oftúlkar maður víst allt svona.

Stelpa sem er að vinna með mér á hund. Hann syngur. Hún getur t.d. ekki hlustað á Moulin Rouge soundtrackið því að þá vælir hundurinn svo hátt með að hún heyrir ekki í tónlistinni.

Og núna á ég ennþá fleiri skó. Ég hlýt að þurfa að fá einhverjar pillur við þessu. Ég hef allavega ekki efni á þessu ef ég held áfram að kaupa mér þrjú pör á viku í ágúst.

0 ummæli: