mánudagur, maí 31, 2004

Mér er svo illt í hjartanu

Ég ætlaði að blogga um hvað helgina hefði verið skemmtileg og hvað ég væri glöð en svo hlustaði ég á fréttirnar. Nú líður mér svo illa að ég er næst því að fara að gráta. Aumingja aumingja litla stelpa og aumingja strákurinn. Mig langar að fara og halda utan um hann, strjúka kollinn hans og kyssa hann á ennið.

Ég trúi ekki hvað heimurinn er oft orðinn vondur.

laugardagur, maí 29, 2004

Hamingjuljóð

Djöfull er ég þreytt.
Djöfull er mér kalt.
Djöfull er mér illt í fótunum.
Djöfull var ömurlegt að þurfa að vaka í 23 tíma í gær.
Djöfull er ömurlegt að hafa skorið í puttann minn með dúkahníf.
Djöfull getur fólk verið leiðinlegt.
Djöfull getur fólk verið dónalegt.

En mér er alveg sama því að ég er svo glöð og stolt og ánægð.

Eftirfarandi texti er ekki hluti af Hamingjuljóðinu
Þetta er ljótt ljóð en mér er sama. Ég er bara hamingjusöm

þriðjudagur, maí 25, 2004

Til hamingju

Sjáið ljósið og haldið hátíðlega upp á hinn alþjóðlega Hanson´s dag. Margt á þessum lista er líka enn við gildi. Stig enn fáanleg.

mánudagur, maí 24, 2004



Þetta er ég í dag í sólinni niðri í bæ í . Ég er með nýju gleraugun mín. Eru þau ekki falleg?
Picture blog sent by Ragga Plögg
Powered by Hex Blogphone
Það er eitthvað við skriftina sem fær mig til að efast um að hann hafi sjálfur áritað þessa mynd. Hvað segir þú?

sunnudagur, maí 23, 2004


Núna á ég svona gedveika myndavél! Þetta erum vid Nökkvi Páll úti á palli í dag. Og med tessum ordum lofa ég hljód-, texta- og myndaupdatei frá Eistlandi og T in the Park. Hallelúja. Ég á afmæli eftir tvo daga. Og ég er á kóræfingu. Takk fyrir, bless.
Picture blog sent by Ragga Plögg
Powered by Hex Blogphone

föstudagur, maí 21, 2004

Í dag eru fjórir dagar þangað til að ég verð gömul. Fyrir þá sem ekki vita þá býst ég við að fá staf frá einhverjum í afmælisgjöf.
Pæling
Ég eigna okkur Karól hana

Það er að sjálfsögðu mögulegt að kona verði ólétt eftir tvo karlmenn sömu nóttina. Það er ólíklegt en mögulegt (svo er mér allavega sagt). Reyndar er svo alltaf spurning hvort að konan fatti að sitthvor maðurinn á sitthvort barnið. En ef hún fattar það þá er þetta frekar flókin staða. Viljiði pæla í því hvað það er flókið fyrir börnin. Satt að segja held ég að þegar börnin verði komin til vits og ára þá láti þau útbúa lítil spjöld þar sem ýtarleg skýring kemur fram. Það dugar ekki að segja bara "Já, sko við fæddumst alveg á sama tíma og allt það, en við erum ekki tvíburar. Við erum ekki einu sinni alsystkyni!"

þriðjudagur, maí 18, 2004

Ugla fer í próf

Í fyrsta lagi: Tyrfingur og Ingi fá mikið hæ fæv fyrir góðan gleðskap (sama er kannski ekki að segja um fatlafólið í gleðskapnum hjá Inga en þða er önnur saga).

Í öðru lagi: Ég er svo löt að ekkert merkilegt gerist í lífinu. Ég dey úr leti með þessu áframhaldi. Og ef ég dey þá vil ég lýsa því opinberlega yfir að Tobbi mun erfa T in The Park miðann minn. Og þar sem ég er svo löt og hef ekkert skemmtilegt að segja þá ákveð ég bara að segja frekar góða sögu af Uglu.

Þegar Ugla bjó enn á voru ísa kalda landi gekk hún Hamrahlíðarmenntaveginn. Á þeim menntaveginn mátti hún sitja íslenskutíma. Það ber svo til að nemendur eru látnir lesa bókina Mávahlátur. Í framhaldi af því horfir bekkurinn saman á myndina Mávahlátur og eru síðar látnir þreyta ritgerðarpróf úr myndinni. Spurningarnar eru eitthvað á þessa leið: "Lýsið túlkun Margrétar Vilhjálmsdóttur á persónunni Freyju. O.s.frv." Og ein af spruningunum fjallar um að lýsa túlkun á persónunni Öggu. Og Agga þessi er einmitt túlkuð af Uglu Jóhönnu Egilsdóttur. Ugla ákveður að sjálfsögðu að skrifa um túlkun sína á Öggu. Leiðin að hárri einkunn getur ekki veirð greiðari þar sem kennarinn getur hreinlega ekki andmælt henni í einu né neinu (nema e.t.v. stafsetningarvillum). Þetta þykir mér skemmtileg saga.
Bless

Ugla er beðin um að laga staðreyndarvillur í þessum texta

föstudagur, maí 14, 2004

Elsku Óli prez

Fyrst langar mig að segja, innilega til hammara með ammara. Ég skil vel að þú viljir ekki vera í útlöndum á ammlinu þínu. Ég flaggaði þér til heiðurs og til heiðurs Mæju og Frikka. Ég á reyndar ekki flaggstöng né danska fánann svo að ég hengi tvo litla fána út á snúru, íslenska fánann og norksa fánann sem á að koma í stað danska fánans.

Ég hefði samt alveg getað farið í brúðkaupið fyrir þig. Ég var m.a.s. í dönsku fánalitunum til heiðurs brúðhjónunum! Þú mannst það bara næst. Mér datt líka svolítið í hug. Ég var að tala við strák sem ég þekki sem heitir Steinar. Við vorum sammála um það að Íslandi vantaði svona brúðkaup sem allir gætu horft á. Svo að ég var að hugsa hvort að það væri ekki sniðugt að við myndum sleppa því að halda forsetakosningar í vor í ljósi þess að þær eru allt of dýrar fyrir þjóðina og Hamrahlíðarkórinn verður í Eistlandi. Í staðinn mynduð þið Dorrit gifta ykkur aftur í krikjubrúðkaupi og því yrði sjónvarpað! Þá yrði gaman.

Ekki láta Dabba særa þig. Hann er bara svona, hann leggur alla í einelti. Á meðan þú varst í burtu þá hafði hann engann til þess að stríða svo að hann reyndi að fá klíkuna sína til þess að banna Jóa Bónus að vera með í fótbolta, bara vegna þess að Jói er góður í fótbolta, á allskonar fótboltagræjur en ekki Dabbi.

Og svo bara eitt enn. Átti nokkuð svona Rubik´s Cube sem að ég gæti fengið lánaðann í smá stund?

Bæ, Ragga Plögg

fimmtudagur, maí 13, 2004

Á einhver svona Rubik's Cube sem sá hinn sami getur lánað mér í svona fjórar vikur? Afar mikilvægt í listrænum skilningi. Ég ætla reyndar ekki að gera eitthvað svona klikkað. Og þetta er líka frekar klikkað. Allavega, ef einhver býr svo vel, vinsamlegast hafið samband.

13 dagar í ellina

miðvikudagur, maí 12, 2004

Sjáiði hvað ég er sæt!


Which O.C. Character Are You? Find out @ She's Crafty


Tobbi er frábær fyrir að hafa ákveðið að læra ekki en finna þetta í staðinn. Og Tobbi er Seth sem þýðir þá væntanlega að hann kemst beina leið inn á eiginmannalistann. Og ólíkt Tobba þá ætla ég EKKI að hætta að ljóstra upp áhuga mínum á gjálífi ríkisbubba í Appelsínusýslu (hvorki Ryan né pabbi Seth eru upphaflega ríkisbubbar sko).

Annars er ég farin að hafa áhyggjur af sjálfri mér. Ég er orðin alltof háð Survivor. Og ég er farin að taka þetta alltof persónulega. Ég æsti mig svo mikið um daginn að ég fékk rosalegan hjarstlátt.. ekki gott mál. En ég sver engu að síður að ég skemmi eitthvað ef að Rob vinnur. Helvítis kúkalabbi.

Fjórtán dagar í ellina

þriðjudagur, maí 11, 2004

Ellin bíður, þung og hrörleg

Breytingar eru ekki alltaf til góðs...

Konan við hliðiná okkur hefur átt gamla hvíta Toyota Corolla í a.m.k. 18 ár (hér hef ég búið í 18 ár). Nú er hún búin að fá sér nýjan bíl. Og hann er á litinn eins og blátt naglalakk sem ég átti þegar ég var 14 ára gelgja! Ég er ekki mjög sátt við þetta nýja tæki.

Garðurinn minn er samliggjandi öðrum garði. Húsið í þeim garði er þó í annari götu þannig að "húsbökin" snúa saman. Aldrei, í 18 ár hef ég áttað mig á því að miðgluggin í einni íbúðinni sé baðherbergið. Það er líklegast vegna þess að aldrei, í 18 ár hef ég séð nágranna minn baða sig, allsnaktan eins og venja ber þegar fólk baðast. Það er líklegast til vegna þess að aðrir, sem hafa búið í íbúðinni, ákváðu að hafa gluggatjöld í glugganum. Þessu vildi ég ekki komast að.

Í gær fórum ég og Karól út á róló. Í gamla daga var þessu róló miðstöð alls í hverfinu. Í gær varð okkur Karól bumbult af því að róla og vega salt. Það voru ekki breytingar til góðs..

Ingi fjölkynngi og bláberjalyngi á afmæli í dag og er því opinberlega orðin hundgamall. Það verð ég einnig eftir nákvæmlega 2 vikur (afmælið mitt er 25. maí fyrir þá sem ekki vissu og eru því ekki bryjaðir að undirbúa daginn).
Bless

föstudagur, maí 07, 2004

Nafngift

Ég og Kári erum að ræða (á MSN sko) hvað það yrði kómískt að skíra barnið sitt tveimur nöfnum sem ríma. Ef að Kári héti t.d. Kári Smári eða ég héti Ragnheiður Bjarnheiður. Asnalegt væri líka að heita Páll Njáll, Themla Selma eða Aldís Valdís. Það væri samt svolítið skondið að heita Haukur Gaukur Hauksson. Við fundum samt ekkert nafn sem stuðlar og rímar.. nema bara leiðinleg nöfn. Líney Laufey Lárusdóttir. Ef einhver heitir nafni sem rímar og stuðlar, vinsamlegast kommentið.
Skemmtilegasta nafnið er þó án efa Karen Maren Sörensen.

Tyrfingur persónugerfingur og kelduhverfingur, innilega til hamingju með afmælið! Húrra! Húrra! Húrra! Ég elska pestó (hint) og einhver Hollendingur heldur að þú sért kærastinn minn.

Fyrir þá sem hafa ekki áttað sig á því þá var þessi færsla í boði Rímorðaleitar

fimmtudagur, maí 06, 2004

Eiginmannalistinn í fljótu bragði...
Fullgerðari útkoma mun koma síðar

- Adam Brody. Hann þyrfti þó að leika Seth Cohen allt sitt líf. Það er fínt mín vegna.
- Guðmundur Steingrímsson að ósk móður minnar
- J T. Ég útskýri þetta ekki frekar.
- Orlando Bloom. Hann er bara eitthvað svo klikkaður.
- Þorleifur Örn Arnasson, tilnefndur og samþykktur af móður minni. Þessi grein fær mig þó til þess að efast, nema ég sé ætleidd.

Ég er bara svo mikil pjölla í hjartanu!

miðvikudagur, maí 05, 2004

Nu get ég gert svona! Ta tykir mér tilefni til ad tilkynna ad ég mun fara a T in the Park med Inga. Eins og ég sagdi, Ingi er bestur (og rikur)!

SMS blog sent by me myself
Powered by Hex Blogphone
Pól í tík

Hahaha! Ég spái því að Anna Pála muni bráðlega segja upp elskhuga sínum. Ég áttaði mig skyndilega á þessu bráðsnjalla ráðabruggi hennar. Elskhuginn er víst blár í meira lagi en Anna Pála græn og "lögfræðingur litla mannsins". Síðan rakst ég á þetta á síðu elskhugans og þá uppdagaði ég að Anna Pála er að beita kynþokka sínum og bólförum til þess að snúa mönnum. Það virðist hafa gengið og tel ég því víst að innan skamms muni elskhuginn vera flokksbundinn í vinstri sinnað flokk með meiru og kærustulaus í þokkabót. Anna Pála er nú meira kvendið.

Annars er ég strax farin að hugsa til næstu kosninga. Svo virðist að ég muni bara kjósa sjálfa mig með þessu áframhaldi. Hef allavega notað útilokunaraðferðina við að ákveða hvert mitt atkvæði mun fara. Sem vinstri kona hef ég að sjálfsögðu ekki um margt að velja en tók stóran túss og tússaði yfir einn vinstri flokkinn í dag. Flokkurinn minn á að heita eitthvað skemmtilegt. Blogga um það síðar.

Annars vil ég segja að þeir sem kommentuðu ekki á síðustu fræsluna mína eru ekki jafn fullkomið sköpunarverk himnaherrans og ég er.

Sjitt hvað ég er að vera upptekin af sjálfri mér! Hef ég alltaf verið svona?

sunnudagur, maí 02, 2004

Yfirlýsing frá höfuðstöðvunum
Varúð! Egóstuðull í þessari færslu er hár... mjög hár

Þó að ég kunni ekki líffræði þá er ég ógeðslega klár. Ég get t.d. stækkað litmyndir (frá og með gærdeginum) og ég kann allskonar trix út allskonar brönsum. Ég get verið mjög fyndin, skemmtileg og áhugaverð. Ég hef í mér mikið móðureðli og ég get eldað góðan mat. Það er ekki að ástæðulausu að ég er kölluð Ragga Plögg því ég hef mjög góð sambönd þegar þess gerist þörf. Ég er opin og oftast jákvæð. Ég er líka gjafmild og hjálpsöm og ég hef mikla réttlætiskennd fyrir stóra sem smáa. Ég er sannfærð um að innst inni við beinin mín er ég góð manneskja.

Já, ekki slæmt það. Takk fyrir.