miðvikudagur, maí 05, 2004

Pól í tík

Hahaha! Ég spái því að Anna Pála muni bráðlega segja upp elskhuga sínum. Ég áttaði mig skyndilega á þessu bráðsnjalla ráðabruggi hennar. Elskhuginn er víst blár í meira lagi en Anna Pála græn og "lögfræðingur litla mannsins". Síðan rakst ég á þetta á síðu elskhugans og þá uppdagaði ég að Anna Pála er að beita kynþokka sínum og bólförum til þess að snúa mönnum. Það virðist hafa gengið og tel ég því víst að innan skamms muni elskhuginn vera flokksbundinn í vinstri sinnað flokk með meiru og kærustulaus í þokkabót. Anna Pála er nú meira kvendið.

Annars er ég strax farin að hugsa til næstu kosninga. Svo virðist að ég muni bara kjósa sjálfa mig með þessu áframhaldi. Hef allavega notað útilokunaraðferðina við að ákveða hvert mitt atkvæði mun fara. Sem vinstri kona hef ég að sjálfsögðu ekki um margt að velja en tók stóran túss og tússaði yfir einn vinstri flokkinn í dag. Flokkurinn minn á að heita eitthvað skemmtilegt. Blogga um það síðar.

Annars vil ég segja að þeir sem kommentuðu ekki á síðustu fræsluna mína eru ekki jafn fullkomið sköpunarverk himnaherrans og ég er.

Sjitt hvað ég er að vera upptekin af sjálfri mér! Hef ég alltaf verið svona?

0 ummæli: