sunnudagur, maí 02, 2004

Yfirlýsing frá höfuðstöðvunum
Varúð! Egóstuðull í þessari færslu er hár... mjög hár

Þó að ég kunni ekki líffræði þá er ég ógeðslega klár. Ég get t.d. stækkað litmyndir (frá og með gærdeginum) og ég kann allskonar trix út allskonar brönsum. Ég get verið mjög fyndin, skemmtileg og áhugaverð. Ég hef í mér mikið móðureðli og ég get eldað góðan mat. Það er ekki að ástæðulausu að ég er kölluð Ragga Plögg því ég hef mjög góð sambönd þegar þess gerist þörf. Ég er opin og oftast jákvæð. Ég er líka gjafmild og hjálpsöm og ég hef mikla réttlætiskennd fyrir stóra sem smáa. Ég er sannfærð um að innst inni við beinin mín er ég góð manneskja.

Já, ekki slæmt það. Takk fyrir.

0 ummæli: