þriðjudagur, maí 18, 2004

Ugla fer í próf

Í fyrsta lagi: Tyrfingur og Ingi fá mikið hæ fæv fyrir góðan gleðskap (sama er kannski ekki að segja um fatlafólið í gleðskapnum hjá Inga en þða er önnur saga).

Í öðru lagi: Ég er svo löt að ekkert merkilegt gerist í lífinu. Ég dey úr leti með þessu áframhaldi. Og ef ég dey þá vil ég lýsa því opinberlega yfir að Tobbi mun erfa T in The Park miðann minn. Og þar sem ég er svo löt og hef ekkert skemmtilegt að segja þá ákveð ég bara að segja frekar góða sögu af Uglu.

Þegar Ugla bjó enn á voru ísa kalda landi gekk hún Hamrahlíðarmenntaveginn. Á þeim menntaveginn mátti hún sitja íslenskutíma. Það ber svo til að nemendur eru látnir lesa bókina Mávahlátur. Í framhaldi af því horfir bekkurinn saman á myndina Mávahlátur og eru síðar látnir þreyta ritgerðarpróf úr myndinni. Spurningarnar eru eitthvað á þessa leið: "Lýsið túlkun Margrétar Vilhjálmsdóttur á persónunni Freyju. O.s.frv." Og ein af spruningunum fjallar um að lýsa túlkun á persónunni Öggu. Og Agga þessi er einmitt túlkuð af Uglu Jóhönnu Egilsdóttur. Ugla ákveður að sjálfsögðu að skrifa um túlkun sína á Öggu. Leiðin að hárri einkunn getur ekki veirð greiðari þar sem kennarinn getur hreinlega ekki andmælt henni í einu né neinu (nema e.t.v. stafsetningarvillum). Þetta þykir mér skemmtileg saga.
Bless

Ugla er beðin um að laga staðreyndarvillur í þessum texta

0 ummæli: