föstudagur, maí 14, 2004

Elsku Óli prez

Fyrst langar mig að segja, innilega til hammara með ammara. Ég skil vel að þú viljir ekki vera í útlöndum á ammlinu þínu. Ég flaggaði þér til heiðurs og til heiðurs Mæju og Frikka. Ég á reyndar ekki flaggstöng né danska fánann svo að ég hengi tvo litla fána út á snúru, íslenska fánann og norksa fánann sem á að koma í stað danska fánans.

Ég hefði samt alveg getað farið í brúðkaupið fyrir þig. Ég var m.a.s. í dönsku fánalitunum til heiðurs brúðhjónunum! Þú mannst það bara næst. Mér datt líka svolítið í hug. Ég var að tala við strák sem ég þekki sem heitir Steinar. Við vorum sammála um það að Íslandi vantaði svona brúðkaup sem allir gætu horft á. Svo að ég var að hugsa hvort að það væri ekki sniðugt að við myndum sleppa því að halda forsetakosningar í vor í ljósi þess að þær eru allt of dýrar fyrir þjóðina og Hamrahlíðarkórinn verður í Eistlandi. Í staðinn mynduð þið Dorrit gifta ykkur aftur í krikjubrúðkaupi og því yrði sjónvarpað! Þá yrði gaman.

Ekki láta Dabba særa þig. Hann er bara svona, hann leggur alla í einelti. Á meðan þú varst í burtu þá hafði hann engann til þess að stríða svo að hann reyndi að fá klíkuna sína til þess að banna Jóa Bónus að vera með í fótbolta, bara vegna þess að Jói er góður í fótbolta, á allskonar fótboltagræjur en ekki Dabbi.

Og svo bara eitt enn. Átti nokkuð svona Rubik´s Cube sem að ég gæti fengið lánaðann í smá stund?

Bæ, Ragga Plögg

0 ummæli: