föstudagur, maí 21, 2004

Pæling
Ég eigna okkur Karól hana

Það er að sjálfsögðu mögulegt að kona verði ólétt eftir tvo karlmenn sömu nóttina. Það er ólíklegt en mögulegt (svo er mér allavega sagt). Reyndar er svo alltaf spurning hvort að konan fatti að sitthvor maðurinn á sitthvort barnið. En ef hún fattar það þá er þetta frekar flókin staða. Viljiði pæla í því hvað það er flókið fyrir börnin. Satt að segja held ég að þegar börnin verði komin til vits og ára þá láti þau útbúa lítil spjöld þar sem ýtarleg skýring kemur fram. Það dugar ekki að segja bara "Já, sko við fæddumst alveg á sama tíma og allt það, en við erum ekki tvíburar. Við erum ekki einu sinni alsystkyni!"

0 ummæli: