þriðjudagur, maí 11, 2004

Ellin bíður, þung og hrörleg

Breytingar eru ekki alltaf til góðs...

Konan við hliðiná okkur hefur átt gamla hvíta Toyota Corolla í a.m.k. 18 ár (hér hef ég búið í 18 ár). Nú er hún búin að fá sér nýjan bíl. Og hann er á litinn eins og blátt naglalakk sem ég átti þegar ég var 14 ára gelgja! Ég er ekki mjög sátt við þetta nýja tæki.

Garðurinn minn er samliggjandi öðrum garði. Húsið í þeim garði er þó í annari götu þannig að "húsbökin" snúa saman. Aldrei, í 18 ár hef ég áttað mig á því að miðgluggin í einni íbúðinni sé baðherbergið. Það er líklegast vegna þess að aldrei, í 18 ár hef ég séð nágranna minn baða sig, allsnaktan eins og venja ber þegar fólk baðast. Það er líklegast til vegna þess að aðrir, sem hafa búið í íbúðinni, ákváðu að hafa gluggatjöld í glugganum. Þessu vildi ég ekki komast að.

Í gær fórum ég og Karól út á róló. Í gamla daga var þessu róló miðstöð alls í hverfinu. Í gær varð okkur Karól bumbult af því að róla og vega salt. Það voru ekki breytingar til góðs..

Ingi fjölkynngi og bláberjalyngi á afmæli í dag og er því opinberlega orðin hundgamall. Það verð ég einnig eftir nákvæmlega 2 vikur (afmælið mitt er 25. maí fyrir þá sem ekki vissu og eru því ekki bryjaðir að undirbúa daginn).
Bless

0 ummæli: