Nafngift
Ég og Kári erum að ræða (á MSN sko) hvað það yrði kómískt að skíra barnið sitt tveimur nöfnum sem ríma. Ef að Kári héti t.d. Kári Smári eða ég héti Ragnheiður Bjarnheiður. Asnalegt væri líka að heita Páll Njáll, Themla Selma eða Aldís Valdís. Það væri samt svolítið skondið að heita Haukur Gaukur Hauksson. Við fundum samt ekkert nafn sem stuðlar og rímar.. nema bara leiðinleg nöfn. Líney Laufey Lárusdóttir. Ef einhver heitir nafni sem rímar og stuðlar, vinsamlegast kommentið.
Skemmtilegasta nafnið er þó án efa Karen Maren Sörensen.
Tyrfingur persónugerfingur og kelduhverfingur, innilega til hamingju með afmælið! Húrra! Húrra! Húrra! Ég elska pestó (hint) og einhver Hollendingur heldur að þú sért kærastinn minn.
Fyrir þá sem hafa ekki áttað sig á því þá var þessi færsla í boði Rímorðaleitar
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli