Brennda augað snýr aftur
Ég vil þakka Bárði innilega fyrir að bjarga deginum óafvitandi. Ég get eiginlega ekki útskýrt hvað hann var að gera.. dansa.. nei. Breika... nei. Skíða.. nei. Bara eitthvað sem var harðsperrur-í-magann fyndið.
Leikritið gengur vel og aðeins ein sýning eftir (kaupa miða, kaupa miða!). Við erum búin að fá dóma frá DV og á Nexus.is og báðir voru mjög góðir.
Hver hefur ekki séð þennan þátt? Sá hinn sami skal skammast sín mikið. Mig langar allaveg í þennan bol. Þið vitið það kannski ekki, en ég á í raun afmæli 25. febrúar.. í alvöru.
Gúdd næt
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli