sunnudagur, febrúar 02, 2003

Sunday, sunday

Ég hef verið að velta því fyrir mér.. nú er ég ansi lík mömmu minni í flesta staði, er reyndar ekki alveg jafn grönn og hún en allt annað við okkur virðist vera mjög líkt. Við höfum alltaf áhyggjur af því að gestunum okkar sé kalt, bjóðum alltaf allt sem til er í ísskápnum, báðar jafnréttissinnar, ákveðnar, blóðheitar og svo mætti lengi telja. Hins vegar get ég ekki framreitt jafngóðan mat og hún mútta gerir.. sama hvað ég reyni. Þó að ég noti t.d. nákvæmlega sömu uppskrift að súkkulaðiköku og hún (og reyni að gera allt nákvæmlega eins) þá verður kakan aldrei jafngóð og hjá henni! Mér finnst að þetta ætti að vera í genunum!

En allavega, ég er að búa til playlista og óska eftir tillögum á listann í formum komments...
takk fyrir
over and out

0 ummæli: