laugardagur, febrúar 15, 2003

Brennt auga og rispað brjóst

Í gær var frumsýning á voru ástkæra leikriti. Hún gekk mjög vel og allir voru mjög ánægðir, leikendur, áhorfendur o.s.frv. Lesið bara ummælin hjá Hildigunni sem er busi í bloggheiminum og á nfmh.is sem Jökull skrifaði

Við fórum í sund og urðum að alvöru Íslendingum því að það kom svo mikið haglél að það var eins og þetta væru nálar en ekki högl. Ég er samt útbarin eftir gærdaginn. Í einni senunni rann ég eftir gólfinu og fékk brunasár á ristina. Það var nú ekkert rosalegt en blæddi samt þónokkuð. Sagan drefiðist eins og eldur í sinu og breyttist mjög skemmtilega

"Ragnheiður meiddi sig á ristinni"
"Ragnheiður skar sig á ristinni"
"Ragnheiður skar sig á ristlinum" (Íris velti mikið fyrir sér hvernig það væri hægt og ákvað að lokum að ég væri með einhvern sjúkdóm)
"Ragnheiður skar sig á púls"
"Jóhanna skar sig á púls"

Í einni senunni datt Tinna Trausta á mig og til að forðast það að detta í gólfið greip hún í mig.. eða réttara sagt reyndi að rífa af mér brjóstið. Það er núna útklórað.
Svo í partýinu var Danni að faðma mig og rak óvart sígarettu í augnlokið á mér, ég er mjög fegin að augað var lokað. Ég gekk um með klaka það sem eftir lifði kvöldsins. (Danni honey, it´s OK) Svo sló ég líka mann

Ekki bara er Skördí farin að blogga, heldur hefur Marta Smarta líka hafið skriftir. Ég býð ykkur velkomnar stúlkur.

Fyrir þá sem vilja er enn hægt að panta miða á sunnudagssýningu í síma 562 4904
Breast-, writs- and eyebeated woman

0 ummæli: