þriðjudagur, febrúar 25, 2003

Hauslaus var það ei heillinn

Ja hérna og jæja. Hausinn situr pikkfastur á og engar tilraunir voru gerða til að gera mig höfðinu styttri!

Rokkfélagið hf. (Rokkið a.k.a. Anna Pála og Rokkgyðjan a.k.a. moi) og lærlingurinn litli (Yngvi a.k.a. Yngvi) höfum ákveðið, í tilefni þess að húsið mitt mun standa autt í bráð, að efla til dýrindismálsverðar. Það sem búið er að ákveða er að það verður grillaður (eða steiktur) ferskur túnfiskur í aðalrétt með suður-amerískri sósu. E.t.v. verður Kir Royal í fordrykk (kannski, ef að ég get plöggað líkjörnum), mozzarella salat eða melónusalat í forrétt, eða einhverjir sjávarréttir, ólífu- og ostabrauð, einhverskonar súkkulaðimúss eða súkkulaðifrauð og illy kaffi á eftir. Eruð þið farin að slefa? Ég er allavega farin að ná í pappír til þess að þurrka af lyklaborðinu..

0 ummæli: