Plögg og meira plögg
Þá er þetta loksins búið. Loksins get ég farið að læra... eða þið megið halda það. Eftir síðustu sýningu lögðust allir á sviðið, þökkuðu næsta manni fyrir allt og svo grenjuðum við saman í kór (..eða ekki). Síðan var haldið í lokapartý til Helga hins frækna í Kópavogi. PJ-ölla og DJ-Banani ásamt smá innskotum frá DJ-beikon héldu uppi dansfjörinu við mjög svo góðar undirtektir. Að gleðskapnum loknum keyrði ég fullan bíl af ofurölva ungmennum þvers og kruss út um allan bæ. Fyrst var þó komið við í 10-11 til að snæða nesti. Þar var málfar ungmenna og innreið amerískrar menningar rædd af miklum eldhug við öryggisvörð.. svo fóru allir heim.
Þrátt fyrir bláedrúmennsku mína í gærkveldi vaknaði ég með þann mesta hausverk sem herjað hefur á mig síðan ég var 8 mánaða og lá við dauðans dyr á gjörgæslu með heilahimnbólgu (ekki að ég muni eftir því en ég býst við því að ég hafi verið með hausverk). Ég gat hvorki hreyft legg né lið án mikillar pínu og virtist um stund sem hausinn ætlaði af að fjúka. Ekki dugðu pillur ef neinni tegund og er skemmst frá því að segja að ég var rúmliggjandi á meðan kórarnir tveir héldu absalút æfingu í Háskólabíói. Eftir mikinn svefn og pilluát virðist verkurinn eitthvað vera að dvína og er ég göngufær á ný. Nú kvíð ég einstaklega mikið fyrir næstu kóræfingu. Er ég leið að hausinn hafi ekki fokið af í hausapínunni í morgunn því ég býst við því að verða höfðinu styttri eftir þá æfingu...
Ég þakka gott samstarf á liðnum árum, lifið heil og hamingjusöm til æviloka
Ragnheiður - við dauðans dyr
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli